Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Krýsuvík

Aðfaranótt 20. Júlí 2025 klukkan 02:55 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,5 í eldstöðinni Krýsuvík. Þessi jarðskjálfti fannst í Reykjavík og nálægum svæðum.

Græn stjarna austan við Kleifarvatn. Auk blárra punkta sem sýna minni jarðskjálfta í eldstöðinni Krýsuvík.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Krýsuvík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta er jarðskjálfti sem vegna spennu í jarðskorpunni á svæðinu. Þetta er mögulega aðlögun í jarðskorpunni vegna spennubreytinga sem fylgja eldgosinu í eldstöðinni í Svartsengi. Þar sem eldgosið í Svartsengi veldur því að eldstöðin lækkar og það kemur af stað spennubreytingum í jarðskorpunni. Það er að sjá að þessari jarðskjálftahrinu virðist vera lokið.

Staðan í eldgosinu í Sundhnúkagígum í eldstöðinni Svartsengi þann 17. Júní 2025 klukkan 01:36

Þetta er stutt yfirlit yfir stöðuna í eldgosinu í Sundhnúkagígum í eldstöðinni Svartsengi. Upplýsingar hérna eru eins réttar og hægt er að hafa það þegar ég skrifa þessa grein. Staðan getur breyst snögglega og án viðvörunar í þessu eldgosi eftir að greinin er skrifuð.

  • Gossprungan náði rúmlega 2,5 km þegar hún var sem lengst. Gossprungan er farinn að minnka eftir því sem dregið hefur úr krafti eldgossins.
  • Þetta eldgos er það nyrsta af þeim eldgosum sem hafa orðið.
  • Hraunflæðið er í átt að Fagradalsfjalli og Fagradal. Mjög líklegt er að hraunið sé búið að fylla upp í Fagradal.
  • Þegar þessi grein er skrifuð. Þá er að sjá að óróinn sé mjög stöðugur. Þetta getur breyst án viðvörunnar og mjög snögglega.
  • GPS gögn benda til þess að mesta lækkunin sem hefur orðið er í kringum 100mm á síðustu 12 klukkutímum síðan eldgosið hófst þar sem það er mest. Lækkun á GPS stöðvum er mismunandi eftir því hvar þær eru staðsettar í eldstöðvarkerfinu Svartsengi.
  • Það er næstum því engin jarðskjálftavirkni á svæðinu.
  • Ég reikna ekki með því að eldgosið vari nema í nokkra daga í mesta lagi. Hinsvegar fara þessi eldgos stundum í einn gíg sem gýs nokkuð lengi. Það er ekki hægt að segja til um það núna hvort að það gerist.
  • Þoka hefur komið í veg fyrir útsýni á eldgosið í allan gærdag og þokan er ennþá að koma í veg fyrir að hægt sé að fylgjast með eldgosinu á vefmyndavélum.
  • Gasmengun hefur verið vandamál í þessu eldgosi. Það er ekki víst að það breytist fyrr en þegar þetta eldgos klárast.

Ef það verður eitthvað meira í fréttum af þessu eldgosi. Þá mun ég skrifa um það hérna. Ég reikna ekki með því að það verði tilfellið eins og er þegar þessi grein er skrifuð.

Eldgos hafið í Sundhnúkagígaröðinni í eldstöðinni Svartsengi

Í dag (16. Júlí 2025) klukkan 03:53:31 hófst eldgos í Sundhnúkagígaröðinni í eldstöðinni Svartsengi. Eldgosið er nyrst á gossprungunni sem er á þessu svæði og hefur gosið áður. Þetta eldgos er langt frá öllum mikilvægum innviðum. Gossprungan virðist ekki vera mjög löng miðað við það sem sést á vefmyndavélum.

Eldgosið í Sundhnúkagígaröðinni. Það er appelsínugult og kvikustrókanir sjást mjög vel á vefmyndavélinni sem er á Þorbirni.
Eldgosið í Sundhnúkagígaröðinni. Skjáskot af vefmyndavél Rúv á Þorbirni.

Það er ekki hægt að vita hversu lengi þetta eldgos mun vara. Það gæti verið frá nokkrum klukkutímum yfir í nokkra daga. Ef þörf verður á því. Þá mun ég setja inn nýjar upplýsingar hingað inn. Hingað til í þessum eldgosum, þá hefur þess ekki verið þörf.

Mikil jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Reykjanes

Um klukkan 17:00 í dag (01. Apríl 2025) varð jarðskjálfti með stærðina Mw5,3. Það er möguleiki á því að þessir jarðskjálftar séu ekki vegna spennubreytinga á svæðinu í jarðskorpunni. Þetta er möguleiki en það er óljóst hvað er að gerast þarna núna.

Fjöldi grænna stjarna og síðan fjöldinn allur af rauðum punktum sem sýna litla jarðskjálfta.
Mikil jarðskjálftavirkni við Reykjanestá og í eldstöðinni Svartsengi. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ef að jarðskjálftarnir við Reykjanestá eru ekki gikkskjálftar eða jarðskjálftar sem tengjast spennubreytingum. Þá er möguleiki á því að þarna sé kvikuinnskot á ferðinni og það gæti endað í eldgosi. Ef það gýs út í sjó, þá verður það sprengigos. Það er ennþá of snemmt að segja til um hvort er en næstu klukkutímar ættu að segja hvort er. Jarðskjálftavirknin er ennþá í gangi og aðstæður geta breyst hratt og án viðvörunnar.

Eldgos í Svartsengi, Sundhnúkagígaröðinni

Í morgun um klukkan 06:30 þá hófst kvikuinnskot í Svartengi með mjög kröftugri jarðskjálftahrinu. Eldgos hófst um klukkan 09:50. Eldgosið er ennþá á syðri hluta sprungunnar miðað við eldgosið sem varð þann 21. Nóvember 2024. Kvikugangur hefur myndast og er um 11 km langur. Þessi kvikugangur gæti lengst og er mögulega ennþá að lengjast þegar þessi grein er skrifuð.

Rauðir punktar á Reykjanesskaga vegna kvikuinnskots og eldgoss í eldstöðinni Svartsengi. Þarna eru einnig grænar stjörnur sem sýna jarðskjálfta sem eru stærri en 3 að stærð.
Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Svartsengi. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Plott sem sýnir þéttleika og fjölda jarðskjálfta. Það verður snögg aukning rétt eftir klukkan 06:00 í jarðskjálftum þegar kvikuinnskotið hefst.
Plott sem sýnir þéttleika jarðskjálftahrinunnar. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Gróðurhús og síðan eldgosið þar fyrir aftan rétt fyrir norðan Grindavík.
Eldgosið fyrir norðan við Grindavík. Skjáskot af vefmyndavél Rúv.

Staða mála er ennþá að þróast og getur breyst snögglega. Ég mun setja inn uppfærslur eftir þörfum og ef eitthvað mikið gerist.

Staðan í eldgosinu í Sundhnúkagígum þann 30. Maí 2024 klukkan 01:56

Þetta er stutt uppfærsla á eldgosinu í Sundhnúkagígum sem hófst þann 29. Maí 2024 klukkan 12:46. Það er hugsanlegt að þetta verði eina uppfærslan um þetta eldgos, þar sem eldgos í Sundhnúkagígum vara bara í einn til þrjá daga svona venjulega. Hvort að það gerist á eftir að koma í ljós.

Í gær (29. Maí 2024) klukkan 12:46 hófst eldgos í Sundhnúkagígum sem eru í eldstöðinni Svartsengi. Eldgosið hófst nærri Sýlingafelli og á svipuðum stað og fyrri eldgos. Þegar mesta eldgosið varð, þá var flæði hrauns um 2000m3/sek. Síðan það var, þá hefur hægt á hraunflæði eldgossins og er það á bilinu 200m3/sek til 600m3/sek en þetta getur breyst hratt og án fyrirvara. Gossprungan var lengst um 4 km en er núna í kringum 1 til 2,5 km að lengd. Lengd sprungunnar mun breytast án fyrirvara.

Hrauntungur standa hátt upp í loftið frá gossprunginni, auk þess sem gas skýið berst til austurs með vindinum frá eldgosinu.
Eldgosið klukkan 12:58. Þetta er skjáskot af vefmyndavél Rúv.
Upphaf eldgossins, þar sem kvikan er búinn að ryðja sér leið upp á yfirborðið með miklum látum. Gas skýið er ennþá mjög lítið þarna.
Eldgosið eins og það var klukkan 12:47. Skjáskot af vefmyndavél Rúv.
Miklir kvikustrókar sem voru farnir að koma klukkan 12:51. Þarna eru hraunstrókanir farnir að ná hæðinni um 70 metra upp í loftið.
Eldgosið þegar það er farið að verða mjög öflugt. Skjáskot af vefmyndavél Rúv.
Eldgosið í fullum krafti klukkan 16:!2 og hraun straumar á fullu og gosstrókar farnir að vera stöðugt í kringum 70 metra háir.
Krafturinn í eldgosinu klukkan 16:12. Skjáskot af vefmyndavél Rúv.
Eldgosið um 10 mínútum eða klukkan 12:54 eftir að það hófst. Gossprungan er þarna orðin um 1 km að lengd og er áfram að lengjast. Síðan halda gosstrókanir þarna áfram að hækka á þessum tímapunkti.
Þegar gossprungan er orðin um 1 km löng í eldgosinu í Sundhnúkagígum. Skjáskot af vefmyndavél Rúv.

Staðan í eldgosinu við Sundhnúkagíga þann 19. Desember 2023

Þessi grein er skrifuð þann 19. Desember 2023 klukkan 03:01. Upplýsingar í þessari grein geta orðið úreltar mjög hratt og án viðvörunnar.

  • Sprungan er um 4000 metra löng (4 km) samkvæmt fréttum.
  • Eldstöðin sem er að gjósa er Svartsengi. Á sumum kortum er þessi eldstöð sett saman við Reykjanes eldstöðina.
  • Þetta er stærsta eldgosið á Reykjanesskaga sem hefur orðið hingað til.
  • Hraunið flæðir að mestu til austurs, í burtu frá vegum og innviðum. Það getur samt breyst án viðvörunnar.
  • Það er mikil gasmengun í þessu eldgosi. Þetta gas er hættulegt fólki og dýrum.
  • Flæði hrauns úr gígnum er frá um 100m3/sek til 200m3/sek.
  • Sprungan er farin að búa til gíga. Þessi gígamyndun mun halda áfram eftir því sem eldgosið heldur áfram.
  • Það er ennþá hætta á því að sprungna lengist suður í áttina að Grindavík. Það er hinsvegar ekki hægt að vita hvort að það muni gerast.

Ég mun skrifa nýja uppfærslu á morgun (19. Desember) þegar ég hef nýrri upplýsingar um stöðu mála og sé hvernig eldgosið hefur þróast og ég veit meira um stöðu mála.

Staðan í Grindavík þann 8. Desember 2023

Hérna er staðan í Grindavík eftir því sem ég best veit hvernig hún er. Þetta er stutt grein og upplýsingar hérna gætu orðið úreltar með skömmum fyrirvara og án viðvörunnar.

Ég biðst afsökunar á því hversu seint þessi grein er hjá mér. Ég er að setja upp nýja tölvu og það hefur verið smá vandamál, þar sem ég set tölvurnar mínar saman sjálfur. Frekar en að kaupa tölvu sem er sett saman fyrir mig.

Yfirlit yfir stöðuna í Grindavík

Innflæði kviku inn í kvikuganginn virðist hafa stöðvast fyrir einum eða tveimur dögum síðan. Það þýðir að kvikugangurinn er farinn að kólna niður, þar sem það er ekkert innflæði af nýrri kviku til þess að viðhalda hita í kvikuganginum. Það mun taka kvikuganginn á sumum svæðum mörg ár að kólna alveg niður og á sumum svæðum, jafnvel áratugi. Þetta þýðir einnig að sigdalurinn hefur að mestu leiti hætt að færast til á sumum svæðum. Það er óstöðugleiki í jarðskorpunni við Grindavík og nágrenni og þessi óstöðugleiki mun jafnvel vara í mörg ár, jafnvel áratugi eftir að eldgos hætta á þessu svæði eftir nokkur hundruð ár.

Þenslan hefur núna náð næstum því sömu hæð og var þann 10. Nóvember en það vantaði aðeins um 50mm þangað til að sömu stöðu var náð. Þenslan í Svartsengi virðist einnig vera að búa til sprungur þar en fréttir voru óljósar á því hvar þessar sprungur voru á þessu svæði. Svæðið í kringum Svartsengi, Grindavík og nágrenni er ennþá hættusvæði samkvæmt mati Veðurstofu Íslands.

Myndin sýnir svæðið í kringum Grindavík og síðan sprungur í Grindavík. Svæðin eru, Svæði 1 þar sem er sprungumyndun sem er Svartsengi, síðan svæði tvö sem er nyrst við kvikuganginn, svæði þrjú sem er hættulegast og er norðan af Grindavík. Svæði fjögur sem er Grindavík og þar er hætta á sprungumyndun og sprunguhreyfingum.
Hættusvæðin í kringum Grindavík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er hægt að ná í þessa mynd af fullri stærð hérna á vef Veðurstofu Íslands.

Þetta er ekki búið og það er ekki hægt að vita hvenær næsta atburðarrás hefst í Svartsengi. Það verður lítil eða engin viðvörun þegar næsta atburðarrás hefst samkvæmt Veðurstofunni. Það verður að mestu leiti aðeins tveggja tíma viðvörun áður en eldgos hefst þarna en hugsanlega verður einnig styttri tími. Það þýðir að vera í Grindavík í lengri tíma er mjög hættulegt.

Þetta er síðasta uppfærslan hjá mér um stöðuna í Grindavík þangað til að eitthvað gerist.

Staðan í Grindavík þann 4. Desember 2023

Þetta er stutt grein og upplýsingar hérna gætu orðið úreltar án mikils fyrirvara.

Það hefur ekki mikið verið að gerast síðustu daga. Hérna er yfirlit yfir síðustu daga.

  • Það er áfram þensla í Svartsengi. Á GPS upplýsingum sem ná yfir 90 daga þá hefur þenslan náð núllpunkti á síðustu dögum, það er, þenslan er kominn á sama stað og hún var þann 25. Október 2023. Þenslan þar samt að aukast um 100mm í viðbót svo að hún nái sömu hæð og var þann 10. Nóvember og sillan brotnaði og kvikuhlaup hófst. Það er hinsvegar mikilvægt að GPS gögn frá Janúar 2020 sýnir að sigið þann 10. Nóvember var um 140mm fyrir neðan upphafspunkinn í Janúar 2020 á GPS gögnunum.
  • GPS gögnin frá Janúar 2020 sýnir að þenslan í Svartsengi er í kringum 230 til 250mm frá Janúar 2020. Það er hægt að skoða þessi GPS gögn hérna (þetta er ekki https tengill, það þarf að bæta við undanþágu í Google Chrome eða nota Mozilla Firefox). Það er mikið um GPS gögn á þessari síðu og því tekur tíma að finna rétt gögn. Það er talsvert um GPS gögn sem ná yfir 12 tíma.
  • Þenslan í Svartsengi þarf hugsanlega að ná sömu stöðu og var þann 10. Nóvember áður en sillan brotnar á ný og nýtt kvikuhlaup hefst. Kvikuhlaupið þann 10. Nóvember virðist hafa breytt aðstæðum í Svartsengi, þannig að ekki er hægt að vera viss hvað gerist næst.
  • Sigdalurinn, eftir því sem ég sé best, heldur áfram að breytast með því að síga og rísa á víxl. Þetta býr til áframhaldandi tjón í Grindavík á húsum og innviðum þar.
  • Það eru færri fréttir um það hvað er að gerast á svæðinu. Það þýðir að ég hef minni upplýsingar um það hvað er að gerast á svæðinu.

Næsta uppfærsla ætti að verða þann 8. Desember nema ef eitthvað gerist í Svartsengi.

Staðan í Grindavík þann 30. Nóvember 2023

Þetta er stutt grein um stöðuna í Grindavík og upplýsingar hérna geta orðið úreltar án fyrirvara. Þessi grein er skrifuð þann 1. Desember klukkan 00:45.

Það er ekki mikið að gerast í Grindavík þessa dagana. Fólk má núna vera inni í Grindavík frá klukkan 07:00 til klukkan 19:00 held ég að sé tímasetningin á þessu núna. Jarðskjálftavirknin er í lágmarki núna.

Daglegar upplýsingar

  • Dýpsta hola sem hefur uppgötvast er með dýpið 25,7 metrar og er þá kominn niður í grunnvatn á svæðinu. Þannig að líklegt er að þessi hola sé ennþá dýpri en það. Á 25 metra dýpi, þá fer vatnið að fela dýpt sprungunnar. Það er frétt Rúv hérna þar sem eru myndir af þessari holu og vatninu sem er þar.
  • Nýjar sprungur halda áfram að myndast í Grindavík og nágrenni. Ásamt því að jörð heldur áfram að síga á stóru svæði. Þetta er að valda meiri skemmdum á húsum, vegum og fleiri hlutum í Grindavík.
  • Höfnin er búinn að síga um 30 til 40 sm samkvæmt fréttum frá því fyrir um tveimur dögum síðan. Það er spurning hvort að þetta sig haldi áfram og valdi því að sjór nái að flæða þarna inn á stórt svæði.
  • Eldstöðin Svartsengi heldur áfram að þenjast út. Þenslan í dag var 30mm en hefur undanfarna daga verið í kringum 10mm á dag síðustu daga. Aukin þensla bendir til þess að það innflæði kviku sé farið að aukast á ný inn í Svartsengi.

Það er hugsanlegt að eitthvað fari að gerast í kringum eða eftir 9. Desember, þegar reikna má með því að þenslan í Svartsengi nái sömu stöðu og áður en sillan brotnaði þann 10. Nóvember og tæmdi sig í kjölfarið og bjó til kvikuganginn sem er núna undir Grindavík og nágrenni.