Þetta er stutt uppfærsla á eldgosinu í Sundhnúkagígum sem hófst þann 29. Maí 2024 klukkan 12:46. Það er hugsanlegt að þetta verði eina uppfærslan um þetta eldgos, þar sem eldgos í Sundhnúkagígum vara bara í einn til þrjá daga svona venjulega. Hvort að það gerist á eftir að koma í ljós.
Í gær (29. Maí 2024) klukkan 12:46 hófst eldgos í Sundhnúkagígum sem eru í eldstöðinni Svartsengi. Eldgosið hófst nærri Sýlingafelli og á svipuðum stað og fyrri eldgos. Þegar mesta eldgosið varð, þá var flæði hrauns um 2000m3/sek. Síðan það var, þá hefur hægt á hraunflæði eldgossins og er það á bilinu 200m3/sek til 600m3/sek en þetta getur breyst hratt og án fyrirvara. Gossprungan var lengst um 4 km en er núna í kringum 1 til 2,5 km að lengd. Lengd sprungunnar mun breytast án fyrirvara.