Staðan í eldgosinu í Svartsengi þann 23. Ágúst 2024 klukkan 18:38

Staðan í eldgosinu í Svartsengi þann 23. Ágúst 2024 klukkan 18:11. Þessi grein getur orðið úrelt mjög hratt og án viðvörunnar.

  • Eldgosið er núna á 2 km langri sprungu sem er nyrst og staðsett nærri Stóra Skógarfelli. Heildarlengd gossprungar er í kringum 7 km en mestur hluti af sprungunni er hættur að gjósa.
  • Hægt er að sjá eldgosið á leiðinni til Keflavíkur eða Keflavíkurflugvallar.
  • Það er ekki hægt að segja hversu lengi eldgosið mun vara. Það hefur verið minnkandi gosórói síðan klukkan 06:00 í morgun. Eldgosið gæti varað í nokkra daga eða í mánuð, það er ekki hægt að segja til um það núna.
  • Veðurstofan tapaði jarðskjálftamæli (Litla Skógarfell) og GPS stöð á svipuðum svæði undir hraun. Eins og er, þá eru þetta bara tvær stöðvar. Þar sem einni GPS stöð var komið í skjól (Norðurljósarvegur) fyrr í Ágúst.
  • Stærstu jarðskjálftanir sem hafa orðið núna voru með stærðina Mw4,1 og síðan Mw3,3. Stærri jarðskjálftinn var rétt við eldstöðina Fagradalsfjall. Minni jarðskjálftinn var í fjallinu Keilir. Stærri jarðskjálftinn fannst í Reykjavík og nálægum svæðum.

Þetta eldgos getur breyst án mikillar viðvörunnar.  Ef eitthvað gerist sem er þess virði að skrifa um. Þá mun ég skrifa um hvað er að gerast.

Eldgos hafið í eldstöðinni Svartsengi, í Sundhnúkagígum

Eldgos hófst í Svartsengi klukkan 21:26 í Sundhnúkagígaröðinni. Eldgosið er mjög kraftmikið eins og er alltaf í upphafi þessara eldgosa. Tíminn frá því að jarðskjálftavirknin hófst og þangað til að eldgosið hófst var ekki nema 30 til 40 mínútur.

Ég mun setja inn frekari upplýsingar ef það eru einhverjar nýjar upplýsingar til að skrifa um. Síðasta eldgos á þessu svæði hófst þann 29. Maí og lauk 22. Júní.

Mögulega lítið eldgos í Kötlu, jökulflóð ennþá í gangi

Í gær (26-Júlí 2024) virðist hafa hafist lítið eldgos í Kötlu. Þegar þessi grein er skrifuð, þá virðist sem að þessu eldgosi sé lokið í dag (27-Júlí 2024). Eldgos getur hafist aftur í Kötlu án mikils fyrirvara eða viðvörunnar. Óróinn er einnig mjög óljós vegna jökulhlaupsins. Stærsti jarðskjálftinn sem hefur mælst var með stærðina Mw2,9. Þegar þessi grein er skrifuð.

Rauðir punktar í öskju Kötlu sem sýnir jarðskjálftavirknina síðustu klukkutímana.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Kötlu síðustu klukkutímana. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Óróagraf frá Veðurstofunni sem sýnir hækkun á óróanum í dag (27-Júlí 2024) og hvernig hann einnig lækkar snögglega.
Óróinn í Austmannsbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jökulflóðið er ennþá í gangi og verður í gangi næstu klukkutímana. Svæðið í kringum Mýrdalsjökul er hættulegt vegna þess.

Staðan í eldgosinu í Sundhnúkagígum þann 30. Maí 2024 klukkan 01:56

Þetta er stutt uppfærsla á eldgosinu í Sundhnúkagígum sem hófst þann 29. Maí 2024 klukkan 12:46. Það er hugsanlegt að þetta verði eina uppfærslan um þetta eldgos, þar sem eldgos í Sundhnúkagígum vara bara í einn til þrjá daga svona venjulega. Hvort að það gerist á eftir að koma í ljós.

Í gær (29. Maí 2024) klukkan 12:46 hófst eldgos í Sundhnúkagígum sem eru í eldstöðinni Svartsengi. Eldgosið hófst nærri Sýlingafelli og á svipuðum stað og fyrri eldgos. Þegar mesta eldgosið varð, þá var flæði hrauns um 2000m3/sek. Síðan það var, þá hefur hægt á hraunflæði eldgossins og er það á bilinu 200m3/sek til 600m3/sek en þetta getur breyst hratt og án fyrirvara. Gossprungan var lengst um 4 km en er núna í kringum 1 til 2,5 km að lengd. Lengd sprungunnar mun breytast án fyrirvara.

Hrauntungur standa hátt upp í loftið frá gossprunginni, auk þess sem gas skýið berst til austurs með vindinum frá eldgosinu.
Eldgosið klukkan 12:58. Þetta er skjáskot af vefmyndavél Rúv.
Upphaf eldgossins, þar sem kvikan er búinn að ryðja sér leið upp á yfirborðið með miklum látum. Gas skýið er ennþá mjög lítið þarna.
Eldgosið eins og það var klukkan 12:47. Skjáskot af vefmyndavél Rúv.
Miklir kvikustrókar sem voru farnir að koma klukkan 12:51. Þarna eru hraunstrókanir farnir að ná hæðinni um 70 metra upp í loftið.
Eldgosið þegar það er farið að verða mjög öflugt. Skjáskot af vefmyndavél Rúv.
Eldgosið í fullum krafti klukkan 16:!2 og hraun straumar á fullu og gosstrókar farnir að vera stöðugt í kringum 70 metra háir.
Krafturinn í eldgosinu klukkan 16:12. Skjáskot af vefmyndavél Rúv.
Eldgosið um 10 mínútum eða klukkan 12:54 eftir að það hófst. Gossprungan er þarna orðin um 1 km að lengd og er áfram að lengjast. Síðan halda gosstrókanir þarna áfram að hækka á þessum tímapunkti.
Þegar gossprungan er orðin um 1 km löng í eldgosinu í Sundhnúkagígum. Skjáskot af vefmyndavél Rúv.

Eldgos hafið í Sundhnúkagígum

Í dag (29. Maí 2024) klukkan 12:47 þá hófst eldgos í Sundhnúkagígum. Gossprungan er að lengjast þegar þessi grein er skrifuð.

Hraunstrókanir standa upp úr sprungunni eins og hún var klukkan 12:58. Mikið gasský rekur til austurs af eldgosinu.
Eldgosið í Sundhnúakgígaröðinni. Skjáskot af vefmyndavél Rúv á YouTube.

Staðan í eldgosinu við Sundhnúkagíga í eldstöðinni Svartsengi þann 22. Mars 2024 klukkan 04:07

Þetta er stutt grein um stöðuna í eldgosinu í Sundhnúkagígum í eldstöðinni Svartsengi.

  • Eldgosið í Sundhnúkagígum er núna lengsta eldgosið sem hefur orðið í eldstöðinni Svartsengi síðan þessi eldgos hófust þann 18. Desember 2023.
  • Það eru fimm til sjö virkir gígar en slæmt veður hefur komið í veg fyrir það hjá mér að fylgjast almennilega með þróun mála síðan í gær (21. Mars 2024).
  • Flæði hrauns er samkvæmt mínu mati (sem getur því verið rangt) er í kringum 20m3/sek. Það er ekki mjög mikið og kemur í veg fyrir að hraunið flæði mjög langt frá eldgosinu.
  • Stórar hrauntjarnir hafa myndast næst eldgosinu og þær tæmast reglulega. Það kemur af stað hraunflæði sem fer niður hallann þar sem eldgosið er staðsett.
  • Ein manneskja sem var að vinna í Bláa lóninu fékk breinnsteinseitrun í fyrradag (20. Mars 2024). Samkvæmt fréttum, þá fór viðkomandi manneskja á sjúkrahús og er núna að jafna sig.
  • Náma fyrir möl fylltist af hrauni í gær (21. Mars 2024) þegar hrauntjörn tæmdi sig og hraunið fór af stað niður hæðina.
  • Slæmt veður kemur í veg fyrir það að hægt sé að fylgjast almennilega með þróun eldgossins. Næsta góða veður er ekki fyrr en á laugardaginn þann 23. Mars 2024.
  • Fyrstu GPS gögn benda til þess að það er hvorki mikil þensla eða lækkun að eiga sér stað í Svartsengi núna. Það bendir til þess að kvikan sé að flæða beint upp í gígana og gjósa þar og stoppar svo til ekkert á leiðinni upp á yfirborðið.

Þetta er allt sem er í bili. Næsta uppfærsla verður þegar eitthvað nýtt gerist í þessu eldgosi. Ef þetta eldgos varir í mjög langan tíma. Þá mun ég setja inn uppfærslur reglulega á því sem er að gerast. Eins og er, þá mun eldgosið bara halda áfram eins og það hefur verið að gera.

Staðan í eldgosinu í Sundhnúkagígum (Svartsengi) þann 19. Mars 2024 klukkan 02:09

Þetta er stutt grein, þar sem það hefur orðið lítil breyting á eldgosinu síðasta sólarhringinn.

Eldgosið er stöðugt þegar þessi grein er skrifuð. Það gæti breyst án viðvörunnar.

  • Óróinn frá eldgosinu hefur verið stöðugur síðasta sólarhringinn. Það hefur verið mjög lítil sveifla í óróanum.
  • GPS stöðvar sýna að land hefur sigið um rúmlega 200 til 300mm þegar þessi grein er skrifuð. Það er óvissa í þessum gögnum vegna slæms veðurs síðustu daga.
  • Samkvæmt Veðurstofu Íslands, þá er flatarmál hraunsins núna orðið 5,85 km2.
  • Það er lítil sem engin jarðskjálftavirkni á svæðinu við eldgosið. Það er hugsanlegt að slæmt veður sé að koma í veg fyrir mælingar á litlum jarðskjálftum.
  • Gígar halda áfram að hlaðast upp í eldgosinu.
  • Hraunið er um 350 metra frá Suðurstrandavegi og um 700 metra frá því að ná út í sjó.

Ef það verður breyting á stöðu mála. Þá mun ég skrifa nýja grein eins fljótt og hægt er. Næsta grein ætti að verða þann 21. Mars 2024 ef eldgosið verður ennþá í gangi.

 

Staðan í eldgosinu í Sundhnúkagígum (Svartsengi) þann 17. Mars 2024 klukkan 19:15

Þetta er stutt grein, þar sem ég reikna ekki með því að mikið gerist í þessu eldgosi.

Hérna er staða mála eins og ég veit best þann 17. Mars 2024 klukkan 19:15. Þetta eru bestu upplýsingar sem ég hef.

  • Eldgosið hefur minnkað síðan í gær (16. Mars 2024 klukkan 20:23). Eldgossaprungan er núna að gjósa á þremur til fjórum stöðum.
  • Hraunið náði að görðunum sem eru að verja Grindavík í gær.
  • Það er ekki að hægjast eins hratt á þessu eldgosi og fyrri eldgosum.
  • Gosóróinn er ennþá mjög stöðugur en minni en þegar eldgosið hófst í gær.
  • Gossprungan virðist vera núna frá 800 metrum til 1 km löng.
  • Hraunflæði virðist hafa minnkað en hraunið gæti verið að safnast í stórar hrauntjarnir sem brotna með miklum látum og miklu hraunflæði.
  • Það er hætta á því að Suðurstrandavegur gæti farið undir hraun. Ef það gerist, þá eykst hættan á því að hraunið nái til sjávar.
  • Það er ekki að sjá á vefmyndavélum að þessu eldgosi sé að ljúka.
  • Gígar hafa byrjað að myndast á virkum hluta gossprungunnar.

Ef eitthvað gerist, þá mun ég setja inn nýja grein eins fljótt og ég get. Venjulega þá eru eldgos í Svartsengi aðeins í kringum einn dag. Ef þetta eldgos verður lengra. Þá mun ég setja inn nýja grein á morgun eða fyrr ef eitthvað mikilvægt gerist.

Staðan í eldgosinu við Sundhnúksgíga klukkan 23:29 þann 8. Febrúar 2024

Þetta er stutt grein um stöðu mála í eldgosinu við Sundhnúksgíga þann 8. Febrúar 2024 klukkan 23:29.

  • Fjögurra tíma GPS gögn virðast sýna það að þensla er nú þegar hafin í eldstöðinni Svartsengi. Það virðist sem að þessi þensla hafi byrjað um leið og það fór að draga úr eldgosinu um klukkan 13:00 í dag.
  • Eldgosið skemmdi heitavatnslögn frá Svartsengi. Það olli því að um 26.000 manns misstu heita vatnið. Það voru einnig einhverjar skemmdir á innviðum rafmagns á svæðinu en það voru minniháttar skemmdir og rafmagn er aftur komið á þessar rafmagnslínur. Staðan með kalda vatnið er óljós en þar er einnig hætta á skemmdum.
  • Þetta eldgos var stærra miðað við eldgosin 18. Desember 2023 og síðan eldgosið þann 14. Janúar 2024.
  • Það myndaðist lítið öskuský í dag og samkvæmt sérfræðingum sem komu fram í fréttum eða fjölmiðlum í dag. Þá dró svo snögglega úr eldgosinu að hrun varð úr börmum gossprungunnar og það kveikt í jarðvegi. Síðan fór grunnvatn af stað í gossprunguna sem myndaði mikið gufuský, ásamt öskuskýinu sem hafði myndast skömmu áður. Ég veit ekki hvort að gufuskýið sé hætt, þar sem það er myrkur og ég sé það ekki vegna þess. Þó er það líklegt að þetta sé hætt.
  • Eldgosið er í tveimur gígnum þegar þessi grein er skrifuð.
  • Það er búist við því, miðað við það hvernig hefur verið að draga úr eldgosinu að þessu eldgosi ljúki á morgun, 9. Febrúar en ekki seinna en 10. Febrúar.
  • Næsta eldgos í Svartsengi verður milli 6. Mars til 18. Mars ef núverandi munstur helst í eldstöðinni Svartsengi. Það er þó ekki hægt að segja til um það hvað gerist næst í eldstöðinni Svartsengi.

Ef eitthvað gerist. Þá mun ég setja inn uppfærslu eins fljótt og ég get.