Eldgos hafið í Sundhnúkagígaröðinni í eldstöðinni Svartsengi

Í dag (16. Júlí 2025) klukkan 03:53:31 hófst eldgos í Sundhnúkagígaröðinni í eldstöðinni Svartsengi. Eldgosið er nyrst á gossprungunni sem er á þessu svæði og hefur gosið áður. Þetta eldgos er langt frá öllum mikilvægum innviðum. Gossprungan virðist ekki vera mjög löng miðað við það sem sést á vefmyndavélum.

Eldgosið í Sundhnúkagígaröðinni. Það er appelsínugult og kvikustrókanir sjást mjög vel á vefmyndavélinni sem er á Þorbirni.
Eldgosið í Sundhnúkagígaröðinni. Skjáskot af vefmyndavél Rúv á Þorbirni.

Það er ekki hægt að vita hversu lengi þetta eldgos mun vara. Það gæti verið frá nokkrum klukkutímum yfir í nokkra daga. Ef þörf verður á því. Þá mun ég setja inn nýjar upplýsingar hingað inn. Hingað til í þessum eldgosum, þá hefur þess ekki verið þörf.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.