Kröftug jarðskjálftahrina í eldstöðinni Kötlu

Í morgun þann 20. Október 2025 varð kröftug jarðskjálftahrina í eldstöðinni Kötlu. Stærsti jarðskjálftinn hingað til var með stærðina Mw4,5 og mjög líklegt er að hann hafi fundist í nálægri byggð. Það urðu einnig nokkrir jarðskjálftar sem voru yfir Mw3,0 að stærð. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi en kemur í bylgjum og þegar þessi grein er skrifuð, þá eru rólegheit í gangi.

Grænar stjörnur í öskju Kötlu sýna stærstu jarðskjálftana. Síðan er fullt af rauðum punktum á sama svæði sem sýna minni jarðskjálfta.
Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessa stundina eru ekki nein merki um kvikuhreyfingar í eldstöðinni Kötlu. Það gæti hinsvegar breyst án viðvörunnar. Það hafa einnig ekki komið fram neinar breytingar á jökulvatni í jökulám sem renna frá Mýrdalsjökli en það gæti tekið um 4 til 8 klukkutíma að koma fram á mælum hjá Veðurstofunni. Þar sem það tekur tíma fyrir vatnið að renna undan jöklinum. Ég mun setja inn nýja grein ef eitthvað meira gerist í Kötlu.

Frekar sterkur jarðskjálfti í eldstöðinni Hamarinn í Vatnajökli

Í dag (18. September 2025) klukkan 00:04 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,6 í eldstöðinni Hamarinn í Vatnajökli. Þessi eldstöð er suður af eldstöðinni Bárðarbungu og er innan sama sprungusveims. Lítill eftirskjálfti varð nokkru eftir megin jarðskjálftann. Það eru engin merki um það að eldgos sé að fara að hefjast í Hamrinum. Það varð jarðskjálfti í þessari eldstöð á síðasta ári en aðeins minni.

Græn stjarna í eldstöðinni Hamarinn í Vatnajökli, sem er suður-vestur af eldstöðinni Bárðarbungu.
Jarðskjálfti í eldstöðinni Hamarinn í Vatnajökli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er erfitt að segja til um það hvort að þarna verði fleiri jarðskjálftar. Eins og er, þá er það ólíklegt.

Kröftugur jarðskjálfti í Bárðarbungu þann 27. Júlí 2025

Þann 27. Júlí 2025 klukkan 23:39 varð jarðskjálfti með stærðina Mw5,2. Klukkan 23:41 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 en seinni jarðskjálftinn er inní í fyrsta jarðskjálftum og sést því ekki í jarðskjálftagögnunum beint án greiningar á gögnunum. Stærsti jarðskjálftinn fannst á Akureyri.

Tvær grænar stjörnur í Bárðarbungu og norðari stjarnan er stærri jarðskjálftinn. Syðri jarðskjálftinn er minni jarðskjálftinn.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta er hefðbundin jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu á meðan eldstöðin heldur áfram að þenjast út. Svona stórir jarðskjálftar verða á nokkura mánaða fresti.

Staðan í eldgosinu í Sundhnúkagígum í eldstöðinni Svartsengi þann 17. Júní 2025 klukkan 01:36

Þetta er stutt yfirlit yfir stöðuna í eldgosinu í Sundhnúkagígum í eldstöðinni Svartsengi. Upplýsingar hérna eru eins réttar og hægt er að hafa það þegar ég skrifa þessa grein. Staðan getur breyst snögglega og án viðvörunar í þessu eldgosi eftir að greinin er skrifuð.

  • Gossprungan náði rúmlega 2,5 km þegar hún var sem lengst. Gossprungan er farinn að minnka eftir því sem dregið hefur úr krafti eldgossins.
  • Þetta eldgos er það nyrsta af þeim eldgosum sem hafa orðið.
  • Hraunflæðið er í átt að Fagradalsfjalli og Fagradal. Mjög líklegt er að hraunið sé búið að fylla upp í Fagradal.
  • Þegar þessi grein er skrifuð. Þá er að sjá að óróinn sé mjög stöðugur. Þetta getur breyst án viðvörunnar og mjög snögglega.
  • GPS gögn benda til þess að mesta lækkunin sem hefur orðið er í kringum 100mm á síðustu 12 klukkutímum síðan eldgosið hófst þar sem það er mest. Lækkun á GPS stöðvum er mismunandi eftir því hvar þær eru staðsettar í eldstöðvarkerfinu Svartsengi.
  • Það er næstum því engin jarðskjálftavirkni á svæðinu.
  • Ég reikna ekki með því að eldgosið vari nema í nokkra daga í mesta lagi. Hinsvegar fara þessi eldgos stundum í einn gíg sem gýs nokkuð lengi. Það er ekki hægt að segja til um það núna hvort að það gerist.
  • Þoka hefur komið í veg fyrir útsýni á eldgosið í allan gærdag og þokan er ennþá að koma í veg fyrir að hægt sé að fylgjast með eldgosinu á vefmyndavélum.
  • Gasmengun hefur verið vandamál í þessu eldgosi. Það er ekki víst að það breytist fyrr en þegar þetta eldgos klárast.

Ef það verður eitthvað meira í fréttum af þessu eldgosi. Þá mun ég skrifa um það hérna. Ég reikna ekki með því að það verði tilfellið eins og er þegar þessi grein er skrifuð.

Eldgos hafið í Sundhnúkagígaröðinni í eldstöðinni Svartsengi

Í dag (16. Júlí 2025) klukkan 03:53:31 hófst eldgos í Sundhnúkagígaröðinni í eldstöðinni Svartsengi. Eldgosið er nyrst á gossprungunni sem er á þessu svæði og hefur gosið áður. Þetta eldgos er langt frá öllum mikilvægum innviðum. Gossprungan virðist ekki vera mjög löng miðað við það sem sést á vefmyndavélum.

Eldgosið í Sundhnúkagígaröðinni. Það er appelsínugult og kvikustrókanir sjást mjög vel á vefmyndavélinni sem er á Þorbirni.
Eldgosið í Sundhnúkagígaröðinni. Skjáskot af vefmyndavél Rúv á Þorbirni.

Það er ekki hægt að vita hversu lengi þetta eldgos mun vara. Það gæti verið frá nokkrum klukkutímum yfir í nokkra daga. Ef þörf verður á því. Þá mun ég setja inn nýjar upplýsingar hingað inn. Hingað til í þessum eldgosum, þá hefur þess ekki verið þörf.

Stærsti jarðskjálftinn hingað til í Ljósufjöllum

Í gær (16. Júní 2025) klukkan 18:05 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,7 í eldstöðinni Ljósufjöllum. Dýpi þessa jarðskjálfta var um 18 km. Þessi jarðskjálfti fannst á svæðinu sem er ekki með mikla byggð.

Græn stjarna í eldstöðvarkerfinu Ljósufjöllum á vestanverðu Íslandi. Nokkuð norður af Borgarnesi.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðvarkerfinu Ljósufjöllum. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni heldur áfram á þessu svæði þar sem kvika er ennþá að troðast upp í jarðskorpuna á þessu svæði. Síðan innflæði kviku hófst í jarðskorpuna á þessu svæði, þá er ekki að sjá að kvikan hafi náð að rísa nokkuð upp í gegnum jarðskorpuna. Það veldur því að þrýstingur heldur áfram að aukast í jarðskorpunni á þessu svæði á dýpsta hluta jarðskorpunnar. Jarðskorpan á þessu svæði er einnig ekki að gefa eftir þrýstingi frá kvikunni, þar sem jarðskorpan á þessu svæði er gömul, köld og brotgjörn. Það þýðir að miklu erfiðara er fyrir kvikuna að troðast upp í gegnum jarðskorpuna á þessu svæði og ná til yfirborðs.

Djúpir jarðskjálftar í Eyjafjallajökli

Djúp jarðskjálftavirkni heldur áfram í Eyjafjallajökli. Undanfarnar vikur hefur þessi jarðskjálftavirkni orðið aðeins grynnri. Farið úr 29 km og upp í 24 km dýpi.

Rauðir punktur sýnir nýja jarðskjálfta í Eyjafjallajökli. Ásamt appelsínugulum punktum sem eru aðeins eldri jarðskjálftar.
Jarðskjálftavirknin í Eyjafjallajökli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni er ennþá mjög langt frá því að koma af stað eldgosi í Eyjafjallajökli. Það er hinsvegar áhugavert hversu snemma þetta gerist. Þar sem það eru aðeins 15 ár síðan það gaus í Eyjafjallajökli.

Kröftug jarðskjálftahrina nærri Eldey og Geirfugladrangi á Reykjaneshrygg

Í gær (24. Maí 2025) hófst kröftug jarðskjálftahrina nærri Eldey og Geirfugladrangi á Reykjaneshrygg. Stærsti jarðskjálftinn sem hefur orðið í þessari jarðskjálftahrinu hingað til var með stærðina Mw5,1. Þessi jarðskjálfti fannst yfir stórt svæði á suðurlandi. Það hafa einnig orðið yfir 40 jarðskjálftar með stærðina Mw3,0 síðan jarðskjálftahrinan hófst.

Grænar stjörnur og rauðir punktar sem sýna staðsetningar jarðskjálftana á Reykjaneshrygg. Þessir jarðskjálftar eru dreifðir yfir frekar stórt svæði.
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg við Eldey og Geirfugladrang. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þegar þessi grein er skrifuð. Þá er farið að draga úr jarðskjálftavirkninni en jarðskjálftavirknin getur aukist aftur snögglega. Veðurstofan telur að þarna séu eingöngu brotaskjálftar á ferðinni. Það er mitt álit að þessi jarðskjálftavirkni getur hafa komið til vegna kvikuhreyfinga án þess að það gjósi núna. Af hverju þessi jarðskjálftahrina er að eiga sér stað er óljóst þegar þessi grein er skrifuð. Það gæti breyst ef þessi jarðskjálftahrina eykst aftur.

Jarðskjálfti með stærðina Mw4,8 til Mw5,3 í eldstöðinni Bárðarbungu

Í dag (5. Maí 2025) klukkan 21:14 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,8 til Mw5,3 í eldstöðinni Bárðarbungu. Mismunandi stærðir eru hjá þessum aðilum, Veðurstofa Íslands er með Mw4,8, EMSC er með stærðina Mw5,1 og síðan er USGS með stærðina Mw5,3. Ég veit ekki hver er munurinn sem veldur þessum stærðarmun á þessum jarðskjálfta.

Tvær grænar stjörnur og síðan rauðir punktar sem sýna jarðskjálftana í eldstöðinni Bárðarbungu. Tími kortsins er 5. Maí klukkan 22:55.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni stafar af þenslu í eldstöðinni Bárðarbungu sem hefur verið í gangi síðan eldgosinu lauk þar þann 27. Febrúar 2015. Það má reikna með svona jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu á nokkura mánaða fresti.

Mikil jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Reykjanes

Um klukkan 17:00 í dag (01. Apríl 2025) varð jarðskjálfti með stærðina Mw5,3. Það er möguleiki á því að þessir jarðskjálftar séu ekki vegna spennubreytinga á svæðinu í jarðskorpunni. Þetta er möguleiki en það er óljóst hvað er að gerast þarna núna.

Fjöldi grænna stjarna og síðan fjöldinn allur af rauðum punktum sem sýna litla jarðskjálfta.
Mikil jarðskjálftavirkni við Reykjanestá og í eldstöðinni Svartsengi. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ef að jarðskjálftarnir við Reykjanestá eru ekki gikkskjálftar eða jarðskjálftar sem tengjast spennubreytingum. Þá er möguleiki á því að þarna sé kvikuinnskot á ferðinni og það gæti endað í eldgosi. Ef það gýs út í sjó, þá verður það sprengigos. Það er ennþá of snemmt að segja til um hvort er en næstu klukkutímar ættu að segja hvort er. Jarðskjálftavirknin er ennþá í gangi og aðstæður geta breyst hratt og án viðvörunnar.