Í gær (24. Maí 2025) hófst kröftug jarðskjálftahrina nærri Eldey og Geirfugladrangi á Reykjaneshrygg. Stærsti jarðskjálftinn sem hefur orðið í þessari jarðskjálftahrinu hingað til var með stærðina Mw5,1. Þessi jarðskjálfti fannst yfir stórt svæði á suðurlandi. Það hafa einnig orðið yfir 40 jarðskjálftar með stærðina Mw3,0 síðan jarðskjálftahrinan hófst.

Þegar þessi grein er skrifuð. Þá er farið að draga úr jarðskjálftavirkninni en jarðskjálftavirknin getur aukist aftur snögglega. Veðurstofan telur að þarna séu eingöngu brotaskjálftar á ferðinni. Það er mitt álit að þessi jarðskjálftavirkni getur hafa komið til vegna kvikuhreyfinga án þess að það gjósi núna. Af hverju þessi jarðskjálftahrina er að eiga sér stað er óljóst þegar þessi grein er skrifuð. Það gæti breyst ef þessi jarðskjálftahrina eykst aftur.