Aðfaranótt 26. Maí 2025 klukkan 02:31 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,3. Þessi jarðskjálfti fannst í Hveragerði. Það komu nokkrir minni jarðskjálftar í kjölfarið á stærsta jarðskjálftanum.

Jarðskjálftavirknin á þessu svæði er mjög regluleg og það er ekki að sjá að þarna séu kvikuhreyfingar að valda jarðskjálftavirkni á þessu svæði.