Jarðskjálftahrina í Brennisteinsfjöllum

Í dag (5-Júlí 2024) varð jarðskjálftahrina í Brennisteinsfjöllum. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,1 klukkan 07:17 og fannst í Reykjavík og á nálægum svæðum.

Græn stjarna sem sýnir stærsta jarðskjálftann á vestanverðu kortinu og síðan appelsínugulir punktar sem sýna litla jarðskjálfta á sama svæði.
Jarðskjálftahrinan í Brennisteinsfjöllum. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þegar þessi grein er skrifuð. Þá virðist sem að þessari jarðskjálftahrinu sé lokið. Þessi jarðskjálftahrina gæti alltaf byrjað aftur, þar sem jarðskjálftavirkni er mjög algeng þarna.

Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Presthnúkar

Í gær (3-Júlí 2024) varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Presthnúkar. Stærsti jarðskjálftinn sem varð í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina Mw3,3. Samkvæmt fréttum, þá fannst sá jarðskjálfti á nálægum ferðamannasvæðum.

Græn stjarna þar sem stærsti jarðskjálftinn varð í eldstöðinni Presthnúkar, þá í norðanveðri eldstöðinni. Punktar sýna minni jarðskjálfta þarna á sama svæði.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Presthnúkar. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það verða ekki margar jarðskjálftahrinur á þessu svæði. Á þessari stundu reikna ég ekki með frekari virkni í þessari eldstöð. Þessari jarðskjálftahrinu virðist einnig vera lokið.

Lítil jarðskjálftahrina í Brennisteinsfjöllum nærri Bláfjallaskála

Í gær (25-Júní 2024) klukkan 17:07 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 í Brennisteinsfjöllum á svæði nærri Bláfjallarskála. Nærri skíðasvæðinu sem er þarna.

Græn stjarna þar sem jarðskjálftinn varð í Brennisteinsfjöllum við Bláfjallarskála. Það eru minni punktar sem sína minni jarðskjálfta sem hafa orðið á Reykjanesskaga síðustu 48 klukkutíma.
Jarðskjálftinn í Brennisteinsfjöllum við Bláfjallarskála. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálfti var hluti af lítilli jarðskjálftahrinu á sama svæði. Það hefur aftur dregið úr þessari virkni á þessu svæði.

Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Kötlu

Í gær (19-Júní 2024) klukkan 21:26 varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Kötlu. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,3 en í kjölfarið á þeim jarðskjálfta urðu nokkrir minni jarðskjálftar.

Græn stjarna innan öskju Kötlu.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðan þessi jarðskjálftavirkni varð, þá hefur dregið úr jarðskjálftavirkninni í Kötlu. Það er ekki hægt að segja til um það hvort að eitthvað meira muni gerast í eldstöðinni núna. Venjulega er meiri jarðskjálftavirkni í Kötlu yfir sumartímann.

Staðan í eldgosinu í Sundhnúkagígum þann 30. Maí 2024 klukkan 01:56

Þetta er stutt uppfærsla á eldgosinu í Sundhnúkagígum sem hófst þann 29. Maí 2024 klukkan 12:46. Það er hugsanlegt að þetta verði eina uppfærslan um þetta eldgos, þar sem eldgos í Sundhnúkagígum vara bara í einn til þrjá daga svona venjulega. Hvort að það gerist á eftir að koma í ljós.

Í gær (29. Maí 2024) klukkan 12:46 hófst eldgos í Sundhnúkagígum sem eru í eldstöðinni Svartsengi. Eldgosið hófst nærri Sýlingafelli og á svipuðum stað og fyrri eldgos. Þegar mesta eldgosið varð, þá var flæði hrauns um 2000m3/sek. Síðan það var, þá hefur hægt á hraunflæði eldgossins og er það á bilinu 200m3/sek til 600m3/sek en þetta getur breyst hratt og án fyrirvara. Gossprungan var lengst um 4 km en er núna í kringum 1 til 2,5 km að lengd. Lengd sprungunnar mun breytast án fyrirvara.

Hrauntungur standa hátt upp í loftið frá gossprunginni, auk þess sem gas skýið berst til austurs með vindinum frá eldgosinu.
Eldgosið klukkan 12:58. Þetta er skjáskot af vefmyndavél Rúv.
Upphaf eldgossins, þar sem kvikan er búinn að ryðja sér leið upp á yfirborðið með miklum látum. Gas skýið er ennþá mjög lítið þarna.
Eldgosið eins og það var klukkan 12:47. Skjáskot af vefmyndavél Rúv.
Miklir kvikustrókar sem voru farnir að koma klukkan 12:51. Þarna eru hraunstrókanir farnir að ná hæðinni um 70 metra upp í loftið.
Eldgosið þegar það er farið að verða mjög öflugt. Skjáskot af vefmyndavél Rúv.
Eldgosið í fullum krafti klukkan 16:!2 og hraun straumar á fullu og gosstrókar farnir að vera stöðugt í kringum 70 metra háir.
Krafturinn í eldgosinu klukkan 16:12. Skjáskot af vefmyndavél Rúv.
Eldgosið um 10 mínútum eða klukkan 12:54 eftir að það hófst. Gossprungan er þarna orðin um 1 km að lengd og er áfram að lengjast. Síðan halda gosstrókanir þarna áfram að hækka á þessum tímapunkti.
Þegar gossprungan er orðin um 1 km löng í eldgosinu í Sundhnúkagígum. Skjáskot af vefmyndavél Rúv.

Eldgos hafið í Sundhnúkagígum

Í dag (29. Maí 2024) klukkan 12:47 þá hófst eldgos í Sundhnúkagígum. Gossprungan er að lengjast þegar þessi grein er skrifuð.

Hraunstrókanir standa upp úr sprungunni eins og hún var klukkan 12:58. Mikið gasský rekur til austurs af eldgosinu.
Eldgosið í Sundhnúakgígaröðinni. Skjáskot af vefmyndavél Rúv á YouTube.

Jarðskjálftahrina í Krýsuvík

Í dag (6. Maí 2024) klukkan 17:43 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,3 og varð í eldstöðinni Krýsuvík. Þessi jarðskjálfti fannst í Reykjavík.

Græn stjarna vestan við Kleifarvatn auk annara punkta sem sýna minni jarðskjálfta í Krýsuvík og öðrum eldstöðvum á sama svæði.
Jarðskjálftavirkni við Krýsuvík og stærsti jarðskjálftinn er með græna stjörnu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þegar þessi grein er skrifuð. Þá er þessi jarðskjálftavirkni ennþá í gangi en er mjög ójöfn og það koma jarðskjálftar en ekkert á milli þess. Það er möguleiki á því að þessi jarðskjálftavirkni sé að aukast, þar sem þetta gæti tengst spennubreytingum vegna þenslu í eldstöðinni Svartsengi.

Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Eldey á Reykjaneshrygg

Í dag (5-Maí 2024) klukkan 20:33 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,5 nærri Eldey á Reykjaneshrygg. Þetta er úti í sjó og talsverða fjarlægð frá landi, þannig að fleiri jarðskjálftar eru að eiga sér stað en koma fram á mælaneti Veðurstofu Íslands.

Græn stjarna og rauðir punktar sýna jarðskjálftavirknina í eldstöðinni Eldey á Reykjaneshrygg. Þarna eru einnig rauðir punktar sem sýna minni jarðskjálfta sem hafa komið fram.
Jarðskjálftahrinan í eldstöðinni Eldey. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð. Það eru jarðskjálftar sem munu eingöngu sjást á vefsíðu Veðurstofu Íslands eftir að búið er að fara handvirkt yfir þessa jarðskjálftahrinu hjá Veðurstofunni.

Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes

Í dag (22. Apríl 2024) klukkan 04:53 hófst jarðskjálftahrina við Reykjanestá. Þessi jarðskjálftahrina er hvorki stór eða mikil þegar þessi grein er skrifuð. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,1 en aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð.

Græn stjarna og minni punktar sem sýna minni jarðskjálfta rétt sunnan við Reykjanesskaga og eru út í sjó. Síðan eru punktar vestan við Reykjanesið úti í sjó.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Reykjanes. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni bendir til þess að þarna sé kvika á ferðinni. Eins og er, þá er þetta of lítil virkni til þess að eldgos geti hafist þarna eins og er. Það getur breyst án viðvörunnar. Staðan á eldstöðinni Reykjanes er óljóst, þar sem hluti þessar eldstöðvar er undir sjó og þá er mun erfiðara að vakta eldstöðina og stundum jafnvel ekki hægt.