Síðustu nótt (14. Maí 2025) klukkan 05:20 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,9 til Mw5,0 austan við Grímsey (EMSC hefur þennan jarðskjálfta með stærðina Mw4,6, upplýsingar hérna). Stærsti jarðskjálftinn fannst í Grímsey og alveg suður til Akureyrar.

Jarðskjálftahrinan hefur verið að sýna merki um það að hún komi í bylgjum. Þar sem það eru toppar af mikilli virkni og síðan kemur tímabil lítillar virkni. Það er óljóst hvað þetta þýðir. Það er hætta á því að frekari sterkir jarðskjálftar verði á næstu klukkutímum eða jafnvel vikum. Það gæti einnig gerist að jarðskjálftavirknin bara hætti eins og er algengt á þessu svæði. Ég er ekki að sjá nein merki um kvikuhreyfingar á þessu svæði.