Staðan í eldstöðvunum Fagradalsfjall, Krýsuvík, Reykjanes

Staðan á Reykjanesskaga er farin að verða mjög flókin vegna þess að virknin er núna milli þriggja eldstöðva. Þessi grein er skrifuð klukkan 15:59.

Eldstöðvar sem eru að sýna virkni á Reykjanesskaga

Eldstöðin Reykjanes
Eldstöðin Krýsuvík
Eldstöðin Fagradalsfjall

Eldstöðin Fagradalsfjall er ekki með nein þekkt eldgos síðustu 10.000 ár og staðsetning megineldstöðvarinnar er óþekkt og óvíst hvort að megineldstöðin sé til.

Staðan síðustu klukkutíma

  • Lítill sigdalur er farinn að myndast á milli Fagradalsfjalls og Keili fjallana. Þetta er hluti af því ferli sem rekbeltið á Reykjanesinu býr til.
  • Óróinn stoppaði í morgun samkvæmt Veðurstofu Íslands og samkvæmt Veðurstofu Íslands í fréttum þá var uppruni óróans mjög þétt jarðskjálftavirkni í gær sem bjó til samfelldan óróa. Í morgun minnkaði virknin aðeins.
  • Kvika er ennþá ferðinni í eldstöðvarkerfinu Fagradalsfjalli.
  • Stærsti jarðskjálftinn síðustu 24 klukkutímana var með stærðina Mw4,5 en síðustu 48 klukkutímana hafa mæst 72 jarðskjálftar sem eru stærri en Mw3,0 að stærð. Það er ekkert sem bendir til þess að farið sé að draga úr virkninni.

 

Mjög þétt jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga í þremur eldstöðvum. Mikið af rauðum punktum sem táknar nýja jarðskjálfta einnig mjög mikið af grænum stjörnum.
Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga í þremur eldstöðvum. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki hægt að segja til um það hvað gerist næst þar sem staðan er einstaklega flókin vegna þess að virknin er á milli þriggja eldstöðva og þeirrar virkni sem er á milli þeirra.

Internet útsending af Keili

Beint vefstreymi af skjálftasvæðinu – Efstaleiti (Rúv.is)
Keilir og skjálftasvæðið (YouTube)
Keilir í beinni (mbl.is)

Ef eitthvað gerist. Þá mun ég skrifa grein eins fljótt og hægt er.

Staðan í eldstöðinni Krýsuvík klukkan 20:31

Þetta er stutt grein þar sem staðan er stöðugt að breytast.

Ekkert eldgos er byrjað þegar þessi grein er skrifuð. Óróinn er aðeins minni núna og byrjaði að minnka um klukkan 16:00 miðað við þegar óróinn hófst klukkan 14:20 í eldstöðinni Krýsuvík. Þessi órói er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð. Það eru engin merki um sigdalinn á yfirborðinu ennþá, hinsvegar sést þessi sigdalur í GPS gögnum og gervihnattagögnum. Jarðskjálftavirkni er mjög mikil þegar þessi grein er skrifuð en flestir jarðskjálftar eru mjög litlir en það kemur inn talsvert af jarðskjálftum sem eru stærri en Mw3,0.

Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Krýsuvík. Mikið af grænum stjörnum og og rauðum punktum sem táknar nýja jarðskjálfta
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Krýsuvík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftagraf af jarðskjálftunum. Elstu jarðskjálftanir eru bláir, síðan gulir jarðskjálfar, appelsínugulir jarðskjálftar og síðan rauðir jarðskjálfta punktar
Þéttleiki jarðskjálftanna í eldstöðini Krýsuvík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Hérna eru vefmyndavélar þar sem hægt er að horfa á beint streymi af svæðinu þar sem hugsanlegt eldgos getur orðið.

Beint vefstreymi af skjálftasvæðinu (Rúv.is)
YouTube Streymi

Óróapúls staðfestur í eldstöðinni Krýsuvík – Eldgos gæti verið yfirvofandi

Þessi grein er skrifuð klukkan 16:37. Þetta er stutt grein þar staðan breytist mjög hratt.

Óróapúls hefur verið greindur í eldstöðinni Krýsuvík. Ef að eldgos verður eins og búist er við þá er þetta fyrsta eldgosið í eldstöðinni Krýsuvík síðan árið 1340.

Óróaplott í Vogum sem sýnir óróann mjög vel. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaganum í eldstöðinni Krýsuvík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hefur verið staðfest að sigdalur er að myndast þar sem reiknað er með að eldgos verði. Þetta er á milli Keilis og Fagradalsfjalls. Það er beint streymi á YouTube af þessu svæði og hægt er að fylgjast með því hérna.

Uppfærsla klukkan 16:43

Rúv hefur sett upp vefmyndavél og hægt er að horfa á hana hérna.

Staðan í eldstöðinni Krýsuvík þann 2-Mars-2021 klukkan 20:53

Þetta er stutt grein um virknina í eldstöðinni Krýsuvík. Þessi virkni hefur verið staðfest að hún er eingöngu í eldstöðinni Krýsuvík en ekki í eldstöðinni Reykjanes eins og ég taldi í upphafi. Þegar þessi grein er skrifuð, þá er ekkert að gerast í eldstöðinni Reykjanes.

Breytingar fóru að verða í eldstöðinni Krýsuvík seint árið 2008 og snemma árs 2009 og síðan þá hafa þessar breytingar átt sér stað tiltölulega án þess að mikið væri tekið eftir því. Eldstöðin Krýsuvík er öðruvísi að því leitinu að eldstöðin er ekki með grunnt kvikuhólf og hvar eldstöðin sjálf er staðsett er óljós og mörk hennar eru óljós. Þetta sést vel á kortum þar sem það munar milli korta sem sýna eldstöðvar og staðsetningar þeirra. Á meðan það er ekkert grunnstætt kvikuhólf í eldstöðinni Krýsuvík þá útilokar það ekki að undir eldstöðinni sé kvikuhólf á miklu dýpi sem kemur ekki fram í mælingum jarðvísindamanna. Þetta kvikuhólf er staðsettur á 10 km til 30 km dýpi í efstu lögum möttulsins.

Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga. Grænar stjörnur í eldstöðini Krýsuvík sýnir hvar sterkustu jarðskjálftanir eru staðsettir. Mikið af rauðum punktum sem sýna nýja jarðskjálftum.
Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni í Krýsuvík og annarstaðar á Reykjanesskaga. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Sterkasti jarðskjálftinn síðan á miðnætti 2-Mars-2021 var með stærðina Mw4,6 og síðan frá klukkan 12:00 hefur verið rólegt í jarðskjálftum í Krýsuvík þegar það kemur að stórum jarðskjálftum. Það hefur verið mikið um litla jarðskjálfta á þessum tíma og engin merki um að dregið hafi úr þeim. Ástæðan fyrir þessari jarðskjálftavirkni er kvikuinnskot á 10 km dýpi í eldstöðinni Krýsuvík og þetat kvikuinnskot er að brjóta sér leið upp á yfirborðið með þessum jarðskjálftum. Snögg minnkun jarðskjálfta eins og varð í dag er eitt af því sem gerist í svona kvikuinnskota jarðskjálftavirkni og sást einnig áður en það fór að gjósa í Bárðarbungu (Holuhraun) árin 2014 til 2015.

Jarðvísindadeild Háskóla Íslands gaf út mynd af því hvernig þetta kvikuinnskot virkar og er hægt að sjá þá mynd hérna á Facebook.

Ef eitthvað meiriháttar gerist þá mun ég skrifa grein eins fljótt og hægt er. Næsta grein verður á morgun 3-Mars-2021 hjá mér ef jarðskjálftavirknin verður eins og hún er núna.

Minniháttar jarðskjálftahrina norð-austan við Grímsey

Í gær (1-Mars-2021) varð minniháttar jarðskjálftahrina norð-austan við Grímsey. Stærsti jarðskjálftinn varð klukkan 19:53 og var með stærðina Mw3,3. Það er möguleiki á að þarna sé að hefjast ný jarðskjálftahrina en jarðskjálftahrinur á Tjörnesbrotabeltinu fara oft mjög hægt af stað. Jarðskjálftahrinur eru mjög algengar á þessu svæði.

Jarðskjálftahrina norð-austan við Grímsey, ein græn stjarna og nokkrir rauðir og gulir punktar sem tákna minni jarðskjálfta sem þarna urðu
Jarðskjálftavirknin norð-austan við Grímsey. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er alltaf möguleiki á sterkari jarðskjálftahrinu á þessu svæði. Núverandi jarðskjálftavirkni hefur verið lítil og það er möguleiki á að ekkert meira muni gerast þarna. Þessi jarðskjálftahrina tengist ekki því sem er að gerast á Reykjanesskaga.

Næsta grein um jarðskjálftavirknina á Reykjanesskaga verður á morgun (2-Mars-2021) ef ekkert meiriháttar gerist.

Kvikuinnskot staðfest í eldstöðinni Krýsuvík [Uppfærð grein]

Í dag (1-Mars-2021) var það staðfest að kvikuinnskot er að valda jarðskjálftahrinunni í eldstöðinni Krýsuvík. Þegar þessi grein er skrifuð þá virðist kvikan vera á um 6 km dýpi. GPS mælingar sýna meira en 30cm færslu samkvæmt fréttum og vísindamönnum.

Þensla á Reykjanesskaga vegna kvikuinnskots í eldstöðinni Reykjanes.
Þenslan í eldstöðinni Reykjanes samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Myndin hérna að ofan er fengin héðan af Facebook. Það er einnig áhugaverð jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Reykjanes en þar hafa orðið færri jarðskjálftar en þeir hafa verið frekar litlir fyrir utan örfáa stóra jarðskjálfta.

Næsta grein verður á morgun (02-Mars-2021) ef ekkert stórt gerist.

Grein uppfærð klukkan 13:46 þann 2-Mars-2021

Það er búið að staðfesta að það kvikuinnskot sem er núna að eiga sér stað á Reykjanesskaga er í eldstöðinni Krýsuvík en ekki í eldstöðinni Reykjanes eins og ég hélt fyrst. Ástæðan er sú að jarðskjálftar hafa verið mestir síðustu 14 mánuði í eldstöðinni Reykjanes en lítil virkni hefur verið í eldstöðinni Krýsuvík. Það er einnig ekki ljóst á kortum hvar mörk eldstöðvanna liggja og því gat þetta verið önnur hvor eldstöðin. Það er núna búið að staðfesta í fjölmiðlum að þetta sé eldstöðin Krýsuvík og því hef ég uppfært þessa grein í samræmi við það.

Staðan á jarðskjálftavirkni í eldstöðvunum Reykjanes og Krýsuvík þann 1-Mars-2021 klukkan 16:53

Þetta er stutt yfirlit yfir jarðskjálftavirknina í eldstöðvunum Reykjanes og Krýsuvík.

Það hefur ekki orðið almennt mikil breyting á jarðskjálftavirkninni í eldstöðinni Reykjanes miðað við jarsðkjálftavirknina í gær. Það er helst að fjöldi jarðskjálfta yfir 12 klukkutíma tímabil hefur aukist úr 800 jarðskjálftum yfir í 1000 jarðskjálftum samkvæmt fréttum. Sterkasti jarðskjálfti síðustu 24 klukkutímana var með stærðina Mw4,9 og fannst víða á vesturlandi og á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesskaga.

Mikil og þétt jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga. Mikið af rauðum punktum sem þýðir að mikið af nýjum jarðskjálftum er að koma inn.
Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga síðustu 48 klukkutímana. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er einnig byrjuð jarðskjálftavirkni fyrir utan Reykjanesstá. Það er ekki alveg ljóst hvað þessi jarðskjálftavirkni þarna þýðir ennþá. Það þarf að fylgjast með þessari jarðskjálftavirkni þar sem þessi jarðskjálftavirkni virðist tengjast þeirri jarðskjálftavirkni sem er í eldstöðinni Reykjanes, þó án þess að ástæður fyrir því séu þekktar eða augljósar.

Uppfærsla klukkan 16:54

Nýjasti jarðskjálftinn sem varð 16:35 er kominn með stærðina Mw5,1.

PayPal takki

Það er aftur hægt að styrkja mig með því að nota PayPal takkann hérna til hliðar. Ef fólk vill ekki nota bankamillifærslu til þess. Að styrkja mig hjálpar mér við að vinna við þessa vefsíðu og skrifa um jarðskjálfta og eldgos á Íslandi.

Dagleg staða á jarðskjálftunum í Reykjanes og Krýsuvík eldstöðvunum þann 28-Febrúar-2021 klukkan 22:25

Ég hef fært mig yfir í daglegar uppfærslur á stöðu mála í jarðskjálftavirkninni í eldstöðvunum Reykjanes og Krýsuvík.

Staðan á jarðskjálftavirkninni á Reykjanesskaga í dag er sú sama og í gær. Síðustu 24 klukkutímana stærstu jarðskjálftarnir hafa náð stærðinni Mw4,7 og það hafa komið fram mjög margir jarðskjálftar sem eru stærri en Mw3,0. Engin kvikuhreyfing hefur mælst ennþá samkvæmt Veðurstofunni en Jarðvísindadeild Háskóla Íslands varaði við því að slíkt merki gætu verið að týnast í allri þeirri jarðskjálftavirkninni sem er núna að eiga sér stað. Það var einnig sagt frá því að jarðskjálftamælar geta aðeins séð kvikuhreyfingar í fyrstu 5 km í jarðskorpunni og kvikuhreyfingar sem eru neðar en það koma ekki fram á jarðskjálftamælum. Það hafa ekki komið fram nein augljós merki um kvikuhreyfingar undanfarna daga á Reykjanesskaga. Hægt er að lesa allan texta Jarðfræðideildar Háskóla Íslands hérna.

Jarðskjálftavirkni nær frá suð-vestur til norð-austur á Reykjanesskaga. Rauðir punktar sýna nýjustu jarðskjálftana og það er mikið af þeim.
Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Eitthvað af jarðskjálftavirkninni hefur færst nær fjallinu Keili. Önnur jarðskjálftavirkni virðist vera á svipuðum stað og áður og það er nærri fjallinu Fagradalsfjall. Ég veit ekki hvort að þetta mun breyta einhverju varðandi þessa jarðskjálftavirkni en það er hætta á því. Veðurstofan vonast til þess að jarðskjálftahrinunni ljúki í næstu viku.

Ef eitthvað meiriháttar gerist þá mun ég setja inn nýja grein eins fljótt og hægt er.

Staðan í eldstöðvunum Reykjanes og Krýsuvík klukkan 15:31 þann 27-Febrúar-2021

Þetta er stutt yfirlit um stöðuna á eldstöðvunum Reykjanes og Krýsuvík.

Stærsti jarðskjálftinn síðustu 24 klukkustundirnar var jarðskjálfti með stærðina Mw5,2 klukkan 08:17 og fannst þessi jarðskjálfti yfir mjög stórt svæði á vesturhelmingi Íslands. Á síðustu 48 klukkutímum hafa komið fram 95 jarðskjálftar sem eru stærri en Mw3,0 að stærð. GPS gögn eru að sýna mikla tilfærslu í kjölfar jarðskjálftanna og er hægt að skoða þau gögn hérna (Crustal Deformation). Stærstu færslunar hafa verið í kringum Krýsuvík en tilfærslur sjást einnig á öðrum GPS stöðvum á Reykjanesskaga.

Jarðskjáltavirknin á Reykjanesskaga. Grænar stjörnur frá suð-vestri til norð-austurs sýna alla þá jarðskjáltavirkni sem hefur komið fram síðustu tvo daga. Mikið af rauðum punktum sem táknar nýja og ferska jarðskjálfta á Reykjanesskaga
Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga síðustu 48 klukkutíma. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Sprungur hafa komið fram í einum vegi samkvæmt Vegagerðinni og aðrar minniháttar skemmdir hafa komið fram samkvæmt fréttum í húsum á Reykjanesskaga. Það verður stormur á Íslandi til 2-Mars-2021 og mun þessi stormur valda því að minna mun mælast af jarðskjálftum á meðan stormurinn gengur yfir.

Frétt um sprunguna í veginum

Sprungur á Suðurstrandavegi vegna skjálftanna (Rúv.is)

Staðan á eldstöðvunum Reykjanes og Krýsuvík þann 25-Febrúar-2021 klukkan 19:58

Þetta er stutt yfirlit um stöðuna á eldstöðvunum Reykjanes og Krýsuvík. Þessi uppfærsla er skrifuð klukkan 19:58.

Jarðskjálftavirknin í dag (25-Febrúar-2021) hefur mikið verið eingöngu litlir jarðskjálftar. Stærstu jarðskjálftarnir í dag hafa náð stærðinni Mw3,5, þessi tala getur áfram breyst án fyrirvara. Síðasta sólarhringinn hafa komið fram meira en 2500 jarðskjálftar samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands.

Grænar stjörnur frá vestri til austur sýna jarðskjálftana sem urðu í gær eftir stærsta jarðskjáfltann í gær. Gulir punktar og síðan appelsínugilir punktar yfir aðeins eldri jarðskjálfta
Jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga síðustu 48 klukkutímana. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Gufa hefur verið staðfest nærri bílastæði við fjallið Keili á Reykjanesskaga. Þarna var ekki gufa áður en jarðskjálftinn með stærðina Mw5,7 varð í gær (24-Febrúar). Það er ekki orðið ljóst hvað er að gerast á þessum stað. Það er ennþá mjög mikil hætta á stórum jarðskjálfta með stærðina Mw6,0 til Mw6,8 á Reykjanesskaga vegna þessar jarðskjálftavirkni.

Ég mun setja inn nýja grein eins fljótt og hægt er ef eitthvað gerist.