Jarðskjálftahrina nærri Geirfugladrangi

Í gær (11. September 2023) varð jarðskjálftahrina nærri eyjunni Geirfugladrangi á Reykjaneshrygg. Stærstu jarðskjálftanir í þessari hrinu voru með stærðina Mw3,4. Aðrir jarðskjálftar voru með stærðina Mw3,2 og Mw3,0. Síðan voru aðrir jarðskjálftar minni að stærð samkvæmt Veðurstofu Íslands. Þessi jarðskjálftahrina er ennþá óyfirfarin og því gætu jarðskjálftastærðir breyst þegar það gerist.

Grænar stjörnur úti á Reykjaneshrygg ásamt gulum punktum sem sýnir minni jarðskjáfltana sem þarna urðu.
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg. Höfundarréttur myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessir jarðskjálftar fundust ekki. Þar sem þessi jarðskjálftahrina varð talsvert frá landi og því langt frá ströndinni og næstu byggð.

Kröftug jarðskjálftahrina við Geirfugladrang á Reykjaneshrygg

Í gær (13. Ágúst 2023) varð kröftug jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg við Geirfugladrang. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina Mw4,5 og fannst á Akranesi samkvæmt Veðurstofu Íslands. Það er hugsanlegt að þessi jarðskjálfti hafi fundist víðar án þess að tilkynnt hafi verið um það. Það urðu í kringum 400 jarðskjálftar í þessari jarðskjálftahrinu þegar hún var sem virkust í gær.

Fullt af grænum stjörnum á Reykjaneshrygg við Geirfugladrang. Þetta er talsvert frá landi og úti í sjó. Þarna er einnig fullt af gulum punktum sem sýnir aldur þessara jarðskjálfta. Þarna sjást einnig aðrir jarðskjálftar á Reykjanesskaga sem eru bláir og appelsínugulir í öðrum eldstöðvum á því svæði.
Jarðskjálftavirknin við Geirfugladrang á Reykjaneshrygg. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan virðist ennþá vera í gangi. Þó svo að mjög hafi dregið úr jarðskjálftavirkninni á þessu svæði þessa stundina. Það eru vísbendingar um það að þarna sé kvika á ferðinni, þó er mjög erfitt að segja til um það þar sem þetta svæði er út í sjó og því lengra sem svæði eru frá landi, því erfiðara verður að fylgjast með því sem er að gerast með mælingum. Samkvæmt Veðurstofu Íslands, þá mun eldgos á þessu svæði koma fram á óróamælum Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrina nærri Geirfugladrangi á Reykjaneshrygg

Í dag (21. Febrúar 2023) hófst jarðskjálftahrina nærri Geirfugladrangi á Reykjaneshrygg. Þetta er mögulega í öðru eldstöðvarkerfi en Reykjanesi vegna fjarlægðar frá landi og það er ólíklegt að eldstöðin Reykjanes nái svona langt suður. Það er ekkert nafn tengt við þessa eldstöð en Geirfugladrangur. Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina Mw3,1. Þessa jarðskjálftahrina er ennþá í gangi og því gætu komið stærri jarðskjálftar á þessu svæði.

Græn stjarna og rauðir punktar þar sem aðal jarðskjálftavirknin er úti á Reykjaneshrygg. Auk gulra punkta á svipuðu svæði sem sýna minni jarðskjálfta.
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan bendir sterklega til þess að þarna sé kvikuinnskot að eiga sér stað. Þetta svæði á Reykjaneshrygg gaus síðast milli 16 aldar og fram til 18 aldar en síðan þá hefur ekki komið neitt eldgos.

Kröftug jarðskjálftahrina við Geirfugladrang og Eldeyjarboða á Reykjaneshrygg

Þann 16-Október-2022 þá hófst kröftug jarðskjálftahrina við Geirfugladrang og Eldeyjarboða á Reykjaneshrygg. Þegar þessi grein er skrifuð þá er stærsti jarðskjálftinn með stærðina Mw4,4 en það gæti breyst án viðvörunnar.

Rauðir punktar og grænar stjörnur á Reykjaneshrygg við Geirfugladrang. Til vinstri er Reykjanesskagi
Jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga við Geirfugladrang og Eldeyjarboða. Mynd er frá Veðurstofu Íslands.

Það er erfitt að segja til um hvernig þessi jarðskjálftahrina mun þróast. Það er þekkt að jarðskjálftahrinur þarna geta vaxið mjög hratt en það hefur einnig gerst að jarðskjálftahrinur þarna hafi stöðvast án nokkurar viðvörunnar.

Jarðskjálftahrina við Geirfugladrang á Reykjaneshrygg

Á Mánudaginn (4-Júlí-2022) hófst jarðskjálftahrina við Geirfugladrang á Reykjaneshrygg. Stærsti jarðskjálftinn á Mánudaginn var með stærðina MW3,2 og síðan í gær (Þriðjudag 5-Júlí-2022) varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1.

Græn stjarna út í sjó við Geirfugladrang sem sýnir staðsetninguna á Reykjaneshrygg. Þetta er talsvert langt frá landi
Jarðskjálftavirkni á Reykjaneshrygg. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni virðist fylgja aukinni jarðskjálftavirkni á öllu Reykjanesinu síðustu mánuði. Þá bæði á Reykjanesskaga og á Reykjaneshrygg. Þar sem sjávardýpi er mjög mikið á þessu svæði, þá mundi þurfa mjög stórt eldgos til þess að það næði upp á yfirborðið. Ég veit ekki hversu margir jarðskjálftar hafa orðið þarna, þar sem það hefur verið aukin jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga síðustu daga.

Jarðskjálftamælingar

Þar sem jarðskjálftamæla búnaðurinn minn er gamall og það er orðið erfitt að reka hann. Þá ákvað ég að hætta að mæla jarðskjálfta tímabundið eða þangað til að ég get fjárfest í nýjum jarðskjálftamælabúnaði. Hvenær það gerist veit ég ekki, þar sem ég veit ekki hvenær ég hef efni á því að kaupa nýjan búnað. Það er í dag hægt að fylgjast með þeim jarðskjálftamælum sem eru frá Raspberry Shake á Íslandi hérna. Ég ætla mér að uppfæra í Raspberry Shake þegar ég hef efni á því.