Í gær (13. Ágúst 2023) varð kröftug jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg við Geirfugladrang. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina Mw4,5 og fannst á Akranesi samkvæmt Veðurstofu Íslands. Það er hugsanlegt að þessi jarðskjálfti hafi fundist víðar án þess að tilkynnt hafi verið um það. Það urðu í kringum 400 jarðskjálftar í þessari jarðskjálftahrinu þegar hún var sem virkust í gær.
Jarðskjálftahrinan virðist ennþá vera í gangi. Þó svo að mjög hafi dregið úr jarðskjálftavirkninni á þessu svæði þessa stundina. Það eru vísbendingar um það að þarna sé kvika á ferðinni, þó er mjög erfitt að segja til um það þar sem þetta svæði er út í sjó og því lengra sem svæði eru frá landi, því erfiðara verður að fylgjast með því sem er að gerast með mælingum. Samkvæmt Veðurstofu Íslands, þá mun eldgos á þessu svæði koma fram á óróamælum Veðurstofu Íslands.