Aukinn jarðhiti í Öskju

Þetta er stutt grein um stöðuna í Öskju. Ég er að sjá mjög misvísandi upplýsingar um það sem er að gerast núna og því hef ég greinina stutta.

Það virðist sem að jarðhiti og gas sé farið að aukast í og í kringum eldstöðina Öskju vegna þeirrar þenslu sem er þarna að eiga sér stað. Þegar þessi grein er skrifuð, þá virðist þenslan vera í kringum 80mm til 100mm. Þær fréttir sem ég hef séð af svæðinu gefa ekki nógu góða mynd af því sem er að gerast þarna. Vegna þess er ég að takmarka umfjöllun mína um Öskju, þangað til að það er orðið skýrara hvað er að gerast í Öskju.

Það er ráðlegging hjá Veðurstofu Íslands að fólk almennt ferðist ekki í kringum eða nágrenni við Öskju vegna hættu á gasi eða skyndilegs eldgoss. Það er engin sérstök jarðskjálftavirkni sem fylgir þessum breytingum og það gerir mjög erfitt að átta sig á því hvað er að gerast í Öskju. Staðan í Öskju gæti breyst án viðvörunnar, eins og er stundum staðan í þessum eldstöðvum.