Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Öskju

Í dag (25. Mars 2024) klukkan 08:06 til rúmlega klukkan 11:00. Þá varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Öskju. Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina Mw3,5. Askja er mjög afskekkt og því fannst þessi jarðskjálfti ekki.

Græn stjarna í eldstöðinni Öskju sem er neðst á myndinni. Ásamt nokkrum punktum sem sýna minni jarðskjálfta.
Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Öskju. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni bendir til þess að þarna hafi átt sér stað kvikuinnskot. Eldgos er ólíklegt í Öskju núna. Þetta gæti þó verið fyrsti hlutinn sem bendir til þess að eldstöðin Askja sé farinn að undirbúa eldgos í framtíðinni. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær slíkt eldgos yrði.

Aukinn jarðhiti í Öskju

Þetta er stutt grein um stöðuna í Öskju. Ég er að sjá mjög misvísandi upplýsingar um það sem er að gerast núna og því hef ég greinina stutta.

Það virðist sem að jarðhiti og gas sé farið að aukast í og í kringum eldstöðina Öskju vegna þeirrar þenslu sem er þarna að eiga sér stað. Þegar þessi grein er skrifuð, þá virðist þenslan vera í kringum 80mm til 100mm. Þær fréttir sem ég hef séð af svæðinu gefa ekki nógu góða mynd af því sem er að gerast þarna. Vegna þess er ég að takmarka umfjöllun mína um Öskju, þangað til að það er orðið skýrara hvað er að gerast í Öskju.

Það er ráðlegging hjá Veðurstofu Íslands að fólk almennt ferðist ekki í kringum eða nágrenni við Öskju vegna hættu á gasi eða skyndilegs eldgoss. Það er engin sérstök jarðskjálftavirkni sem fylgir þessum breytingum og það gerir mjög erfitt að átta sig á því hvað er að gerast í Öskju. Staðan í Öskju gæti breyst án viðvörunnar, eins og er stundum staðan í þessum eldstöðvum.

Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Öskju

Í gær (14. Mars 2023) klukkan 20:43 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,0 í eldstöðinni Öskju. Þetta er bara einn af mörgum minni jarðskjálftum sem hafa orðið í Öskju undanfarið. Í kjölfarið á þeirri þenslu sem hefur undanfarið verið í Öskju, þá hefur ekki komið fram nein aukning í jarðskjálftavirkni í Öskju. Það bendir til þess (þetta er mín persónulega skoðun) að þenslan sem er núna að eiga sér stað í Öskju muni ekki valda eldgosi. Mjög líklegt er að þenslan muni minnka og stöðvast á næstu mánuðum og jafnvel fer Askja að síga aftur. Afhverju þetta gerist á þann hátt sem það gerist er ekki eitthvað sem ég hef þekkingu á.

Jarðskjálftavirknin í Öskju. Sýnd með appelsínugulum punkti og síðan gulum punktum og bláum punktum. Það er einnig jarðskjálftavirkni austan við Öskju í Herðubreið og nágrenni.
Jarðskjálftavirknin í Öskju. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er mín persónulega skoðun að jarðskjálftavirkni í Öskju muni verða lítil næstu mánuði og jafnvel verða engin um tíma. Ég tel að ekkert muni gerast núna í Öskju. Það er hinsvegar mikilvægt að taka það fram að ég get haft rangt fyrir mér, þar sem enginn veit í raun nákvæmlega hvað gerist næst í eldstöðinni.

Fólk á austurlandi undirbúi sig fyrir mögulegt öskugos í Öskju

Í fréttum Rúv er fólk á Austurlandi beðið um undirbúa sig fyrir mögulegt öskugos í Öskju. Þetta er almennt ráð til fólks á Austurlandi vegna mögulegs eldgoss í Öskju, sem getur byrjað án nokkurs fyrirvara. Það er möguleiki á því að það eldgos búi til öskuský en það er einnig möguleiki á því það verði eldgos þar sem eingöngu verður hraungos. Mjög svipað og gerðist þegar það gaus í Bárðarbungu árið 2014 til 2015.

Það er möguleiki á því að eldgos í Öskju fari suður, í áttina að hinu nýja Holuhrauni eftir eldgosið í Bárðarbungu 2014 til 2015. Það hefur verið jarðskjálftavirkni á því svæði síðustu vikur. Það bendir til þess að á því svæði sé mögulega veikleiki í jarðskorpunni sem lokaðist ekki eftir síðasta eldgos þarna. Hvað gerist mun ekki koma í ljós fyrr en eldgos hefst og þangað til eru þetta bara vangaveltur um stöðu mála í Öskju.

Frétt Rúv

Íbúar á Austurlandi ættu að kynna sér leiðbeiningar um öskugos (Rúv.is)

Breyting á jarðskjálftavirkninni við Herðubreið

Í fyrradag (24-Október-2022) varð breyting á jarðskjálftavirkninni í kringum fjallið Herðubreið. Ég veit ekki ennþá hvenær hvenær þessi breyting átti sér stað á jarðskjálftavirkninni en gerðist nokkrum klukkustundum áður en ég varð breytingarinnar varð. Breytingin sem varð virðist vera sú að núna er jarðskjálftahrinan á tveimur stöðum frekar en einum stað. Seinni breytingin er sú að jarðskjálftahrinan virðist vera vaxandi þegar þessi grein er skrifuð. Þegar þessi grein er skrifuð, þá eru allir jarðskjálftarnir sem hafa komið fram mjög litlir og enginn af þeim hefur náð stærðinni Mw3,0 ennþá. Það gæti þó breyst án viðvörunnar. Dýpi þessara jarðskjálfta er í kringum 2 til 3 km þegar þessi grein er skrifuð.

Tveir hópar af rauðum punktum vestan og norðan við Herðubreið sýnir jarðskjálftahrinuna austan við Öskju og sunnan við Herðubreiðartögl
Jarðskjálftavirknin austan við Öskju í Herðubreið. Mynd frá Veðurstofu Íslands.

Hvað gerist næst er ekki hægt að segja til um. Eldgos á þessu svæði hefur ekki gerst í að minnsta kosti 12.000 ár og hugsanlega lengur. Ég veit ekki hvort að þarna þarf að verða mjög kröftug jarðskjálftavirkni til þess að eldgos verði. Svæðið er nú þegar mjög sprungið frá landreki og síðan eldri jarðskjálftahrinum sem þarna hafa orðið áður. Það gerir kvikunni mögulega fært á að komast ofar í jarðskorpuna án mikilla vandamála. Það er allavegana ein hugmynd um stöðu mála á þessu svæði. Það er möguleiki að ég hafi rangt fyrir mér, þar sem ég hef ekki upplýsingar um hvernig jarðskorpan er þarna nákvæmlega í kringum Herðubreið.

Þensla og jarðskjálftavirkni í Öskju

Þensla hefur verið að aukast í eldstöðinni Öskju síðustu vikur frá því að þetta ferli hófst í lok Ágúst. Samkvæmt fréttum þá er þenslan núna orðin 14 sm, síðan vart varð við þensluna í lok Ágúst. Laugardaginn 9-Október varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,2 í Öskju og það er stærsti jarðskjálfti í eldstöðinni í 20 ár samkvæmt fréttum (ég set inn mynd seinna ef ég man eftir því).

Askja er mjög afskekkt og það er erfitt að komast þangað þar sem vetur er að skella á. Ef eldgos verður í vetur þá verður best að fylgjast með því á óróamælum, þar sem á þessu svæði er engar eða mjög takmarkaðar vefmyndavélar. Þangað til að Veðurstofan eða einhver með flugvél (ef veður leyfir slíkt) kemur með myndir af eldgosinu ef það gerist.

Óvissustigi lýst yfir vegna þenslu í Öskju, gul viðvörun fyrir flug einnig gefin út

Vegna þess hversu hröð þenslan er í eldstöðinni Öskju. Þenslan er núna rúmlega 7 sentimetrar og það olli því að Almannavarnir ákváðu að setja Öskju á óvissustig og gula viðvörun gagnvart flugi.

Grænir þríhyrningar sem sýna stöðu eldstöðvanna á Íslandi. Aðeins Askja, Grísmfjall eru gul. Síðan er Krýsuvík appelsínugul.
Staða eldstöðvanna á Íslandi. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þenslan er núna rúmlega 7 sentimetrar. Hvort og þá hvenær það kemur af stað eldgosi er eitthvað sem ekki er hægt að segja til um. Eldstöðin Askja í dag er það sem er eftir af fjalli sem sprakk í stóru eldgosi árið 1875. Flest eldgos í Öskju í dag eru hraungos nema ef vatn kemst í eldgosið og þá verður sprengigos á meðan vatn kemst í eldgosið.

Þensla hófst í Öskju í Ágúst 2021

Samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands þá hófst þensla í eldstöðinni Öskju í Ágúst 2021. Þenslan hefur mælst um 5 sm á mánuði núna. Þenslan á sér stað á svæði sem kallast Ólafsgígar og er rétt fyrir utan öskjuvatn.

Þensla í öskju er sýnd með rauðum lit við Ólafsgíga og er rétt fyrir utan öskjuvatn. Þessi rauði litur minnkar eftir því sem fjarlægð frá miðju þenslunar eykst.
Þenslan í eldstöðinni Öskju. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki hægt að segja til um það hvort að þessi þensla muni leiða til eldgoss. Þessi þensla hefur hinsvegar valdið jarðskjálftavirkni í Öskju en flestir jarðskjálftarnir hafa verið mjög litlir að stærð.

Þenslan í Öskju. Myndin sýnir færslur á norður - suður og austur - vestur og síðan upp færslum. Þessi færsla er sýnd með punktum og síðan brotinni línu sem er rauð á myndinni.
Þenslan í eldstöðinni Öskju. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Tilkynning Veðurstofu Íslands

Land rís við Öskju

Minniháttar jarðskjálftahrina í Öskju

Í dag (05-Desember-2020) var lítil jarðskjálftahrina við Öskju. Allir þeir jarðskjálftar sem komu fram voru minni en Mw2,0 að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Öskju. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirknin bendir til þess að kvika sé á ferðinni í Öskju án þess að það sé hætta á eldgosi eða stutt sé í eitt slíkt. Núverandi ástand í Öskju kemur líklega til vegna eldgossins í Bárðarbungu árið 2014 sem olli næstum því eldgosi í Öskju árið 2014 þegar kvikan frá Bárðarbungu fór næstum því kvikuhólf Öskju en stöðvaðist rétt áður en það gerðist. Það virðist hinsvegar hafa breytt einhverju í kvikuhólfi Öskju sem er núna að valda því ástandi þeim jarðskjálftum sem eru að koma fram í Öskju núna í dag.

Styrkir

Þeir sem vilja styrkja mig geta gert það með því að nota PayPal takkann hérna við hliðina. Það er einnig hægt að styrkja mína vinnu með því að leggja inná mig með þessum banka upplýsingum. Styrkir hjálpa mér að reka sjálfan mig og þennan vef hérna. Ég er öryrki og fæ ekki miklar tekjur af örorkubótum eins og fleiri á Íslandi. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Kennitala: 1607804369
Banki: 0159-26-010014

Grein fjögur um jarðskjálftahrinuna í Öskju

Í gær (13-Nóvember-2019) hefur jarðskjálftahrinan í Öskju verið aðeins rólegri. Stærsti jarðskjálftinn síðstu 24 klukkutímana var með stærðina Mw3,1. Síðustu 48 klukkutímana hafa komið fram um 500 jarðskjálftar í Öskju. Það kom fram toppur í jarðskjálftavirkninni eftir jarðskjálftann með stærðina Mw3,1 en síðan dró aftur úr jarðskjálftavirkninni. Dýpi jarðskjálftahrinunnar hefur aðeins breyst og er núna dýpsti hluti jarðskjálftahrinunnar núna á 7 til 8 km dýpi en það er hugsanlega varasamt dýpi þar sem kvika er hugsanlega á 10 til 15 km dýpi á þessu svæði. Hvort að það er kvika sem getur gosið veit ég ekki en þarna gæti verið kvika sem er of köld til þess að gjósa ef þarna er kvika til að byrja með.


Jarðskjálftavirknin í Öskju. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni heldur áfram vera brotahreyfing á misgengi sem er þarna og ekki er að sjá neina kvikuhreyfingu ennþá í þessari jarðskjálftavirkni. Frá og með deginum í dag (14-Nóvember-2019) þá hefur þessi jarðskjálftahrina verð í gangi í heila viku. Það er spurning hvort að þessari jarðskjálftahrinu sé lokið eða hvort að hérna sé aðeins um að ræða rólegan tíma í þessari jarðskjálftahrinu. Það er þekkt í eldgosasögu Öskju að það verða stórar jarðskjálftahrinur í Öskju áður en til eldgoss kemur og slíkt jarðskjálftavirkni nær einnig til nærliggjandi sprungusveima og að jarðskjálftavirknin vex með tímanum. Hægt er að lesa um slíkt í rannsóknum á síðustu eldgosum, rannsókn á eldgosinu 1961, rannsókn á eldgosinu 1875, rannsókn á djúpri jarðskjálftavirkni í Öskju.