Í fréttum Rúv er fólk á Austurlandi beðið um undirbúa sig fyrir mögulegt öskugos í Öskju. Þetta er almennt ráð til fólks á Austurlandi vegna mögulegs eldgoss í Öskju, sem getur byrjað án nokkurs fyrirvara. Það er möguleiki á því að það eldgos búi til öskuský en það er einnig möguleiki á því það verði eldgos þar sem eingöngu verður hraungos. Mjög svipað og gerðist þegar það gaus í Bárðarbungu árið 2014 til 2015.
Það er möguleiki á því að eldgos í Öskju fari suður, í áttina að hinu nýja Holuhrauni eftir eldgosið í Bárðarbungu 2014 til 2015. Það hefur verið jarðskjálftavirkni á því svæði síðustu vikur. Það bendir til þess að á því svæði sé mögulega veikleiki í jarðskorpunni sem lokaðist ekki eftir síðasta eldgos þarna. Hvað gerist mun ekki koma í ljós fyrr en eldgos hefst og þangað til eru þetta bara vangaveltur um stöðu mála í Öskju.
Frétt Rúv
Íbúar á Austurlandi ættu að kynna sér leiðbeiningar um öskugos (Rúv.is)