Jarðskjálftavirkni í Kötlu

Í dag (27. Febrúar 2023) og í gær (26. Febrúar 2023) varð jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Kötlu. Þetta er venjuleg jarðskjálftavirkni og ekkert sem bendir til þess að eldgos sé að fara að hefjast. Stærsti jarðskjálftinn í þessari virkni var með stærðina Mw3,2.

Græn stjarna og gulir punktar í öskju Kötlu sem er þakin Mýrdalsjökli. Askja Kötlu er ílöng á korti Veðurstofunnar.
Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar til heyrir Veðurstofu Íslands.

Það er engin breyting á óróa í kringum eldstöðina Kötlu. Það þýðir að þessi jarðskjálftavirkni er ekki tengd neinum kvikuhreyfingum eða breytingum, það þýðir að eldgos er ekki að fara eiga sér stað.