Jarðskjálftavirkni í Kötlu

Í gær klukkan 23:31 (16-Janúar-2021) varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 í eldstöðinni Kötlu. Síðasti jarðskjálfti með þessari stærð varð í Nóvember 2020. Engir frekari jarðskjálftar hafa komið fram síðan þessari jarðskjálfti varð.

Jarðskjálfti í norð-austur hluta öskju Kötlu jarðskjálftinn er með græna stjörnu á kortinu. Litlir jarðskjálftar í kringum grænu stjörnuna.
Jarðskjálftavirkni í Kötlu. Græna stjarnan sýnir staðsetningu stærsta jarðskjálftans. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hefur verið aðeins meiri jarðskjálftavirkni í Desember 2020 og síðan í Janúar 2021. Það er ekkert sem bendir til þess að eldgos verði í Kötlu á næstu vikum eða mánuðum. Jarðskjálftavirknin í Kötlu er of lítil miðað við fyrri reynslu af virkni í Kötlu (smágos í Kötlu í Júlí 2011). Ég reikna ekki með neinum breytingum í virkni í Kötlu næstu vikum eða mánuðum. Það gæti ekkert gerst í ár og það væri fullkomnilega eðlilegt fyrir þessa eldstöð.

Minniháttar jarðskjálftahrina í Kötlu

Í dag (27-Desember-2020) varð minniháttar jarðskjálftahrina í Kötlu. Þetta var minniháttar jarðskjálftahrina með samtals átta jarðskjálftum. Þetta er aðeins óvenjuleg jarðskjálftavirkni miðað við árstíma þar sem Katla er oftast róleg á þessum árstíma.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina Mw2,9 en allir aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð. Ég reikna ekki með frekari virkni í Kötlu en það gæti breyst án fyrirvara þar sem þetta er virk eldstöð.

Tveir jarðskjálftar í Kötlu

Í dag (22-Nóvember-2020) urðu tveir jarðskjálftar í Kötlu. Annar jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,1 klukkan 11:08 en síðari jarðskjálftinn var með stærðina Mw1,2 klukkan 13:31.


Jarðskjálftavirkni í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Núverandi jarðskjálftavirkni í Kötlu er undir venjulegri jarðskjálftavirkni í eldstöðinni á þessum árstíma. Það hefur verið mjög rólegt í Kötlu í allt ár og engar líkur á því að það fari að breytast.

Styrkir

Þeir sem vilja og hafa möguleika á því geta styrkt mína vinnu með því að nota PayPal takkann hérna til hliðar. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Minniháttar jarðskjálftahrina í Kötlu

Í dag (3-September-2020) varð lítil jarðskjálftahrina í Kötlu og stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,1 en það komu einnig í kjölfarið nokkrir minni jarðskjálftar. Engin breyting varð á óróa í kjölfarið á þessum jarðskjálftum.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Mynd notuð með leyfi og höfundarréttur myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hefur verið mjög rólegt í Kötlu allt sumarið 2020 og það er ekki að sjá neina breytingu í kjölfarið á þessari jarðskjálftavirkni í dag í Kötlu. Síðan klukkan 15:53 hefur allt verið rólegt í Kötlu. Þessari jarðskjálftavirkni virðist vera lokið.

Jarðskjálftavirkni í Kötlu í gærmorgun (27-Júlí-2020)

Í gærmorgun (27-Júlí-2020) varð jarðskjálftavirkni í Kötlu. Þetta var hefðbundin jarðskjálftavirkni í Kötlu á grunnu dýpi.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina Mw3,4 og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw2,8 en aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð. Það varð engin breyting á óróa fyrir eða eftir að þessir jarðskjálftar áttu sér stað. Þessir jarðskjálftar hafa verið tengdir við að katlar í Mýrdalsjökli hafa verið að tæmast í sumar. Það gerist mjög oft á sumrin.

Jarðskjálftavirkni í Kötlu

Í nótt þann 23-Júlí-2020 klukkan 05:36 varð jarðskjálfti í eldstöðinni Kötlu með stærðina Mw3,3. Það hefur ekki orðið nein breyting á óróa í kjölfarið á þessum jarðskjálfta og það þýðir að kvikan hefur ekki farið af stað í kjölfarið á jarðskjálftanum. Á þeim klukkutímum sem síðan þessir jarðskjálfti átti sér stað hefur ekki orðið nein breyting á óróa í Kötlu.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftar sem höfðu orðið fyrr um nóttina voru með stærðina Mw2,7 og Mw2,4. Aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð. Ég reikna ekki með að neitt meira gerist og að eldstöðin Katla verður bara róleg.

Lítil jarðskjálftahrina í Kötlu í nótt

Í nótt var lítil jarðskjálftahrina í Kötlu. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw2,9 en aðrir jarðskjálftar sem urðu voru minni að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé að fara að hefjast í Kötlu. Til þess er jarðskjálftavirknin of lítil þessa stundina til þess að eldgos sé á leiðinni. Það er spurning hvort að ketill sé að fara að tæma sig af vatni en slíkt getur valdið jarðskjálftum bæði fyrir og eftir slíkt jökulflóð.

Gögn frá árinu 2010 til 2017 benda til þess að áður en eitthvað fer að gerast í Kötlu þá er hægfara aukning í jarðskjálftum í Kötlu. Það var lítið eldgos í Kötlu í Júlí 2011 (miðað við óróaplott) og síðan gerðist eitthvað í Júlí 2017 (hægt er að lesa þá grein hérna). Í Júlí 2017 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,5 í Kötlu sem olli ekki eldgosi. Grein um þann jarðskjálfta er að finna hérna.

Það hefur mjög rólegt í Kötlu árið 2020 og þegar þessi grein er skrifuð eru engin merki um að breytingar í Kötlu. Það besta sem hægt er að gera núna er að halda áfram að fylgjast með virkninni í Kötlu.

Aukin jarðskjálftavirkni í Kötlu

Síðan í gær (13-Júlí-2019) hefur verið aukin jarðskjálftavirkni í Kötlu. Það er ekkert sem bendir til frekari virkni í kjölfarið á þessari auknu jarðskjálftavirkni.


Jarðskjálftavirkni í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er nauðsynlegt að fylgjast með þessari auknu jarðskjálftavirkni. Hinsvegar hefur þetta gerst áður án þess að eitthvað meira gerist í kjölfarið. Það hafa komið fréttir af því að mikið vatn sé í kötlum í Mýrdalsjökli og er búist við því að þeir tæmist fljótlega og að jökulflóðið sem komi í kjölfarið verði það stærsta síðan árið 2011. Það er búist við því að þetta jökulflóð úr Mýrdalsjökli verði fljótlega og þá er hugsanlegt að það verði aukning í jarðskjálftum í Kötlu.

Minniháttar jarðskjálftahrina í Kötlu

Í gær (18-Febrúar-2019) varð lítil jarðskjálftahrina í Kötlu. Þetta er fyrsta jarðskjálftahrinan í Kötlu í langan tíma og hefst þessi virkni óvenjulega snemma í ár.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina 3,0 en aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð. Það komu fram tíu jarðskjálftar í þessari jarðskjálftahrinu. Það virðist sem að þessari jarðskjálftahrinu sé lokið.

Auglýsingar fjarlægðar

Þar sem ég fékk voðalega lítið úr auglýsingum þá hef ég ákveðið að fjarlægja þær. Það er ennþá hægt að styrkja mig með því að versla við Amazon hérna.

Styrkir

Þeir sem vilja styrkja mig beint geta gert það með bankamillifærslu eða með því að nota PayPal takkann hérna til hliðar. Upplýsingar um bankamillifærslu er að finna hérna.

Sterk brennisteinslykt frá Sólheimajökli (Katla)

Í dag (21-Nóvember-2018) gaf Veðurstofan út viðvörun vegna mikillar brennisteinsmengunar frá Sólheimajökli og Jökulsá á Sólheimasandi sem kemur frá Kötlu. Fólki er ráðlagt að forðast svæðið vegna brennisteinsmengunar. Það hefur ekki verið nein aukning í jarðskjálftavirkni í tengslum við þessa brennisteinsmengun.


All rólegt í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hefur ekki mælst nein jarðskjálftavirkni og það hafa ekki orðið neinar breytingar á óróamælingum í kringum Kötlu. Þetta mun líklega ekki breytast þar sem mjög lítil jarðskjálftavirkni hefur verið í Kötlu allt árið 2018.