Jarðskjálfti í Kötlu (Mýrdalsjökull)

Í gær (23. Júlí 2023) klukkan 23:17 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,7 í eldstöðinni Kötlu. Þessi jarðskjálfti fannst allt að Hvolsvelli.

Græn stjarna í suður-vestur hluta öskju Kötlu. Það eru ekki margir aðrir jarðskjálftar þarna. Dagsetning á korti er 24. Júlí 23, tími á korti er 14:50.
Jarðskjálfti í öskju Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það kom ekki fram nein önnur jarðskjálftavirkni í kjölfarið á þessum jarðskjálfta. Þegar þessi grein er skrifuð, þá er ekkert að gerast í eldstöðinni Kötlu.