Tveir kröftugir jarðskjálftar í Bárðarbungu

Í gær (28. Júlí 2023) urðu tveir kröftugir jarðskjálftar í Bárðarbungu klukkan 23:42 og síðan klukkan 23:55. Stærðir þessara jarðskjálfta voru Mw3,2 og síðan Mw3,6. EMSC hefur seinni jarðskjálftann með stærðina Mw4,7 en hægt er að skoða þær upplýsingar hérna.

Tvær grænar stjörnur í Bárðarbungu í Vatnajökli. Auk minni jarðskjálfta á sama svæði. Tími á korti er 29. Júlí 2023 klukkan 13:05.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það komu fram nokkrir minni jarðskjálftar í kjölfarið á þessari jarðskjálftavirkni. Þetta er eðlileg þenslu virkni í Bárðarbungu og mun verða í gangi næstu 30 til 70 árin (miðað við fyrri sögu á þessu svæði).