Í dag (30-September 2024) klukkan 05:35 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,6 í eldstöðinni Kötlu. Þessi jarðskjálfti fannst ekki. Þessi jarðskjálfti varð eftir minniháttar jökulflóð frá Mýrdalsjökli.
Það hefur ekki orðið frekari jarðskjálftavirkni síðan þessi jarðskjálftavirkni átti sér stað. Þegar þessi grein er skrifuð, þá er mjög rólegt í eldstöðinni Kötlu og hefur verið það síðan lítið eldgos varð í Kötlu í Júlí. Bæði lítil og stór jökulflóð geta komið frá Mýrdalsjökli án mikillar viðvörunnar.
Í morgun klukkan 06:37 þann 21. Apríl 2024 þá varð jarðskjálfti með stærðina Mw5,4 í Bárðarbungu. Stærsti eftirskjálftinn sem kom í kjölfarið á þessum jarðskjálfta var með stærðina Mw3,0. Það er engin jarðskjálftahrina í gangi á þessu svæði þegar þessi grein er skrifuð. Þessi jarðskjálfti fannst á sumum svæðum á Íslandi en fannst líklega á flestum svæðum þar sem mjög rólegt var.
Þessi jarðskjálfti er stærsti jarðskjálftinn í Bárðarbungu síðan í eldgosinu í Holuhrauni árið 2014 til 2015. Þessi jarðskjálftavirkni er langtímamerki um það að þenslan í Bárðarbungu hefur náð nýjum hæðum. Það er mjög ólíklegt að eldgos núna í kjölfarið á þessum jarðskjálfta eða á næstu árum. Styðsti tími milli eldgosa í Bárðarbungu er í kringum 10 ár.
Hérna er mynd af jarðskjálftanum eins og hann kom fram á jarðskjálftamæli hjá mér.
Í gær (02. Mars 2024) klukkan 15:57 hófst kvikuinnskot í Sundhnúkagíga. Þessu kvikuinnskoti lauk um klukkan 17:57. Það mældust um 150 jarðskjálftar í þessu kvikuinnskoti og þetta kvikuinnskot kom ekki af stað eldgosi en gæti verið vísbending um það hvar næsta eldgos verður.
Þetta er mjög snemma, en það virðist sem að þetta kvikuinnskot hafi breytt sigdalnum sem það átti sér stað í. Þá með því að valda færslu í honum eða koma af stað öðrum breytingum. Þessi sigdalur myndaðist þann 10. Nóvember 2023 (Veðurstofan er með mynd af þessum sigdal hérna). Þetta kvikuinnskot getur einnig hafa komið af stað færslum í sigdalnum sem myndaðist þann 14. Janúar 2024 (Veðurstofan er með mynd af þeim sigdal hérna, Veðurstofan hefur merkt þann sigdal með bláum lit). Þessir sigdalir og allt sem þeim fylgir er að gera jarðfræðina á þessu svæði mjög flókna, enda er efsta lag jarðskorpunnar þarna orðið kross sprungið og því getur verið einfalt fyrir kvikuna að leita upp á yfirborðið án mikillar mótstöðu.
Það er ekki hægt að segja til um það hvenær næsta eldgos hefst. Það er mitt álit að næsta eldgos muni hefjast á milli 3 til 5. Mars. Það er alltaf möguleiki á því að ég hafi rangt fyrir mér.
Ég afsaka hvað þessi grein er seint á ferðinni. Ég hef verið að vinna í því að setja upp nýja þjóna tölvu hjá mér og það hefur tekið lengri tíma en ég reiknaði með.
Eldgosinu lauk eftir aðeins 41 klukkustund frá því að það byrjaði. Hraunið brenndi þrjú hús og olli skemmdum á vegum og öðrum innviðum í Grindavík, það er köldu vatni, heitu vatni og síðan rafmagni. Nýr sigdalur myndaðist austan við þann sigdal sem myndaðist þann 10. Nóvember 2023. Niðurstaðan af því er sú að Grindavík er núna orðin stórhættuleg og ekki hægt að fara þar um með neinu öryggi. Þar sem þarna eru sprungur sem eru allt að 40 metra djúpar áður en komið er niður á grunnvatn. Það er erfitt að lesa í GPS gögn, þar sem allt svæðið er orðið beyglað og brotið eftir umbrotin sem hófust þann 10. Nóvember 2023 og síðasta eldgos hefur aukið á þau umbrot. Svæðið er að færast upp eða niður, eftir því hvort um er að austan eða vestan við sigdalina. Það mun taka nokkra daga að sjá hversu hröð þenslan er í Svartsengi núna. Kvikan sem gaus núna virðist hafa komið frá Skipastígahrauni og Eldvörpum í sillu sem er þar undir, vestur af því svæði þar sem gaus núna við Hagafell. Það virðist sem að sillan sem er undir Svartsengi hafi ekki hlaupið núna í þessu eldgosi, þar sem ekkert sig mældist við eldgosið þar í kjölfarið á þessu eldgosi.
Hámarkstími þangað til að næsta eldgos verður er 30 dagar, með skekkjumörkum upp á hámark átta daga. Þetta tímabil gæti þó verið styttra, þar sem þenslan er að aukast. Það er samt mikil óvissa í þessu, vegna þess hvernig jarðskorpan er orðin við Grindavík.
Eldgosin eru að færast suður með þessu svæði og það eru slæmar fréttir þar sem næsta eldgos verður þá inni í Grindavík og niður að höfninni, þegar næsta eldgos verður eftir rúmlega 30 daga. Staðan núna er sú að ekki er hægt að búa í Grindavík vegna þess hversu hættulegt það er vegna sprungna. Það hefur einnig orðið meiriháttar tjón á innviðum í Grindavík og að auki, þá hefur bæst í það tjón sem var fyrir á húsum, vegum og fleiru.
Í dag (3. Janúar 2024) klukkan 10:50 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,3 í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja. Seinni jarðskjálftinn varð klukkan 10:54 og var með stærðina Mw3,5. Báðir jarðskjálftar fundust í Reykjavík og upp á Akranes að einhverju leiti. Einnig fundust þessir jarðskjálftar á suðurlandi (Hveragerði, Selfoss) og á því svæði. Lítil jarðskjálftahrina varð á þessu svæði í kjölfarið á þessu svæði í kjölfarið á stærstu jarðskjálftum.
Þessari jarðskjálftahrinu virðist að einhverju leiti vera ennþá í gangi en það hefur dregið mjög mikið úr þessari jarðskjálftavirkni síðustu klukkutíma eða stöðvast alveg.
Styrkir
Það er hægt að styrkja mína vinnu hérna með beinum styrkjum. Þá með bankamillifærslu eða með því að nota PayPal. Takk fyrir stuðninginn. 🙂
Fyrirtæki geta einnig keypt auglýsingapláss hérna ef þau vilja. Það þarf bara að hafa samband við mig.
Þetta er stutt grein um stöðuna í Sundhnúkagígum þann 2. Janúar 2024. Þessi grein er skrifuð klukkan 21:54. Upplýsingar hérna geta orðið úreltar án viðvörunnar.
Þenslan í Svartsengi virðist vera búinn að ná hámarksstöðu miðað við 18. Desember 2023 samkvæmt GPS stöðvum. Þenslan núna er ekki jöfn á öllum GPS stöðvunum og ég er ekki viss hver er ástæðan fyrir þessu en líklegasta ástæðan er að innflæði inn í sillunar í Svartsengi er ójafnt af einhverjum ástæðum. Af hverju það er veit ég ekki en eitthvað hefur mögulega breyst innan í eldstöðinni Svartsengi þegar það kemur að innflæði kviku þegar það kemur að sillunum.
Það er ekki hægt að vita hvenær næsta eldgos verður. Þegar þessi grein er skrifuð þá er ég að áætla að næsta eldgos verði eftir um sjö daga, það er í kringum 9. Janúar 2024. Það gæti orðið eldgos fyrr en það gæti einnig orðið eldgos seinna. Það er ekki hægt að segja til um það hvar næsta eldgos verður. Það er reiknað með því að næsta eldgos verði á svipuðum stað eða á þeim stað þar sem eldgosið í Sundahnúkum varð þann 18. Desember 2023.
Ef eitthvað gerist. Þá mun ég skrifa nýja grein eins fljótt og hægt er. Þetta er síðasta greinin þangað til eitthvað gerist í Sundhnúkagígum.
Styrkir
Það er hægt að styrkja mína vinnu með því að millifæra beint á mig það sem fólk vill eða nota PayPal til þess að styrkja mig með öllum þeim vandamálum sem fylgja PayPal. Hægt er að finna bankaupplýsingar á síðunni styrkir. Takk fyrir stuðninginn. 🙂
Þetta er stutt grein um stöðu mála í Sundhnúkagígum þann 27. Desember 2023 klukkan 22:01. Upplýsingar hérna geta orðið úreltar án viðvörunnar.
Það er þensla að eiga sér stað núna í eldstöðinni Svartsengi. Núverandi hraði þenslunnar er um 10mm á dag. Það þýðir að minnsti möguleiki tíma þegar næsta eldgos hefst verður þann 30. Desember 2023 að mínu áliti en það gæti einnig orðið eins seint og 10. Janúar 2024. Þetta er mjög hröð þensla en þar sem Svartsengi lækkaði aðeins um 80mm þegar síðasta eldgos varð, þá tekur það styttri tíma að þenjast út í þannig stöðu að eldgos geti hafist. Það þýðir að kvikan sem er núna að flæða inn, hefur minna pláss þangað til að þeirri stöðu er náð í jarðskorpunni að eldgos geti hafist. Það þýðir einnig að allt ferlið tekur styttri tíma en áður.
Það er einnig jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Fagradalsfjall. Þar er virkni eftir sprungu sem hefur ekki verið virk með þessum hætti áður, eftir því sem ég kemst næst. Afhverju þarna er jarðskjálftavirkni er óljóst en þetta gæti verið merki um að þarna verði eldgos í framtíðinni. Þar sem eldgos verða í Fagradalsfjalli á um tíu mánaða fresti, þá má reikna með að þar gjósi á tímabilinu Maí til September 2024 næst. Það mun koma betur í ljós eftir því sem líður á hvað er að gerast í Fagradalsfjalli. Gervihnattamyndir frá Google Earth sýna sprungu á þessu svæði þar sem jarðskjálftavirknin er að eiga sér stað. Þetta er hugsanlega þekkt sprunga en ég hef ekki þær upplýsingar eins og er.
Það er ekki hægt að segja til um það hvað gerist næst í Fagradalsfjalli og síðan í Svartsengi. Staðan getur breyst mjög hratt og án nokkurs fyrirvara. Þetta getur breyst svo hratt að ég er ekki viss um að ég nái að setja inn uppfærslu um þetta ef ég er úti ef eitthvað fer af stað.
Ef eitthvað gerist. Þá mun ég setja inn uppfærslu eins fljótt og ég get. Næsta uppfærsla um stöðu mála ætti að verða þann 2. Janúar 2024 ef ekkert gerist þangað til.
Þetta er stutt grein og upplýsingar hérna geta orðið úreltar mjög hratt og án viðvörunnar.
Eldgosið sem hófst í Sundhnúkagígum þann 18. Desember klukkan 22:17 er lokið eftir því sem ég fæ best séð. Þetta var mjög stórt eldgos, þó svo að það hafi varað í mjög skamman tíma. Hrunið sem kom upp þakti um 3,7 km2 (ferkílómetra). Meirihluti af eldgosinu átti sér stað í fyrstu 24 til 48 klukkustundum. Það eru komnir fram fyrstu merki um það að þensla sé hafin aftur í Svartsengi, ef að þenslan er á sama hraða og fyrir eldgosið 18. Desember, þá mun það aðeins taka um 8 til 10 daga að ná sömu stöðu og áður en eldgos hófst. Það er stór spurning hvort að það gerist núna, þar sem það er ennþá mikið magn af kviku í Svartsengi og sú kvika getur farið af stað til yfirborðs án þess að þensla eigi sér stað og komið af stað stærra eldgosi. Hvort að það gerist er eitthvað sem þarf að bíða og sjá hvað gerist.
Myndbönd af svæðinu þar sem gaus sýna mikla afgösun eiga sér stað á svæðinu þar sem gaus. Þetta er áhugavert og ég er ekki alveg viss afhverju þetta er að eiga sér stað. Það er möguleiki á því að í kvikuganginum sé mikil kvika sem er að losa sig við gas en hefur ekki orkuna í að gjósa. Það er smá möguleiki á því að nýtt eldgos hefjist á sama stað. Hvort að það gerist er ekki hægt að segja til um.
Þessi jarðskjálftavirkni er mjög áhugaverð og hófst í gær (20. Desember 2023) og hefur sama munstur og jarðskjálftavirknin rétt áður en það fór að gjósa í Sundhnúkagígum þann 18. Desember. Hvort að það sé að gerast núna verður að koma í ljós. Þetta er bíða og sjá staða núna.
Þetta er síðasta uppfærslan, nema ef eitthvað gerist á þessu svæði sem er líklegt miðað við þá virkni sem er að koma fram en spurningin er alltaf hvenær eitthvað gerist.
Hérna er staðan í Grindavík eftir því sem ég best veit hvernig hún er. Þetta er stutt grein og upplýsingar hérna gætu orðið úreltar með skömmum fyrirvara og án viðvörunnar.
Ég biðst afsökunar á því hversu seint þessi grein er hjá mér. Ég er að setja upp nýja tölvu og það hefur verið smá vandamál, þar sem ég set tölvurnar mínar saman sjálfur. Frekar en að kaupa tölvu sem er sett saman fyrir mig.
Yfirlit yfir stöðuna í Grindavík
Innflæði kviku inn í kvikuganginn virðist hafa stöðvast fyrir einum eða tveimur dögum síðan. Það þýðir að kvikugangurinn er farinn að kólna niður, þar sem það er ekkert innflæði af nýrri kviku til þess að viðhalda hita í kvikuganginum. Það mun taka kvikuganginn á sumum svæðum mörg ár að kólna alveg niður og á sumum svæðum, jafnvel áratugi. Þetta þýðir einnig að sigdalurinn hefur að mestu leiti hætt að færast til á sumum svæðum. Það er óstöðugleiki í jarðskorpunni við Grindavík og nágrenni og þessi óstöðugleiki mun jafnvel vara í mörg ár, jafnvel áratugi eftir að eldgos hætta á þessu svæði eftir nokkur hundruð ár.
Þenslan hefur núna náð næstum því sömu hæð og var þann 10. Nóvember en það vantaði aðeins um 50mm þangað til að sömu stöðu var náð. Þenslan í Svartsengi virðist einnig vera að búa til sprungur þar en fréttir voru óljósar á því hvar þessar sprungur voru á þessu svæði. Svæðið í kringum Svartsengi, Grindavík og nágrenni er ennþá hættusvæði samkvæmt mati Veðurstofu Íslands.
Það er hægt að ná í þessa mynd af fullri stærð hérna á vef Veðurstofu Íslands.
Þetta er ekki búið og það er ekki hægt að vita hvenær næsta atburðarrás hefst í Svartsengi. Það verður lítil eða engin viðvörun þegar næsta atburðarrás hefst samkvæmt Veðurstofunni. Það verður að mestu leiti aðeins tveggja tíma viðvörun áður en eldgos hefst þarna en hugsanlega verður einnig styttri tími. Það þýðir að vera í Grindavík í lengri tíma er mjög hættulegt.
Þetta er síðasta uppfærslan hjá mér um stöðuna í Grindavík þangað til að eitthvað gerist.
Þetta er stutt grein um stöðuna í Grindavík og upplýsingar hérna geta orðið úreltar án fyrirvara. Þessi grein er skrifuð þann 1. Desember klukkan 00:45.
Það er ekki mikið að gerast í Grindavík þessa dagana. Fólk má núna vera inni í Grindavík frá klukkan 07:00 til klukkan 19:00 held ég að sé tímasetningin á þessu núna. Jarðskjálftavirknin er í lágmarki núna.
Daglegar upplýsingar
Dýpsta hola sem hefur uppgötvast er með dýpið 25,7 metrar og er þá kominn niður í grunnvatn á svæðinu. Þannig að líklegt er að þessi hola sé ennþá dýpri en það. Á 25 metra dýpi, þá fer vatnið að fela dýpt sprungunnar. Það er frétt Rúv hérna þar sem eru myndir af þessari holu og vatninu sem er þar.
Nýjar sprungur halda áfram að myndast í Grindavík og nágrenni. Ásamt því að jörð heldur áfram að síga á stóru svæði. Þetta er að valda meiri skemmdum á húsum, vegum og fleiri hlutum í Grindavík.
Höfnin er búinn að síga um 30 til 40 sm samkvæmt fréttum frá því fyrir um tveimur dögum síðan. Það er spurning hvort að þetta sig haldi áfram og valdi því að sjór nái að flæða þarna inn á stórt svæði.
Eldstöðin Svartsengi heldur áfram að þenjast út. Þenslan í dag var 30mm en hefur undanfarna daga verið í kringum 10mm á dag síðustu daga. Aukin þensla bendir til þess að það innflæði kviku sé farið að aukast á ný inn í Svartsengi.
Það er hugsanlegt að eitthvað fari að gerast í kringum eða eftir 9. Desember, þegar reikna má með því að þenslan í Svartsengi nái sömu stöðu og áður en sillan brotnaði þann 10. Nóvember og tæmdi sig í kjölfarið og bjó til kvikuganginn sem er núna undir Grindavík og nágrenni.
Samþykki fyrir vefköku
Þessi vefsíða notar kökur til þess að muna stillingar og muna eftir stillingum. Þegar þú samþykkir kökur þá samþykkir þú allar kökur frá þessari vefsíðu.
This website uses cookies to improve your experience while you navigate through the website. Out of these cookies, the cookies that are categorized as necessary are stored on your browser as they are essential for the working of basic functionalities of the website. We also use third-party cookies that help us analyze and understand how you use this website. These cookies will be stored in your browser only with your consent. You also have the option to opt-out of these cookies. But opting out of some of these cookies may have an effect on your browsing experience.
Necessary cookies are absolutely essential for the website to function properly. This category only includes cookies that ensures basic functionalities and security features of the website. These cookies do not store any personal information.
Any cookies that may not be particularly necessary for the website to function and is used specifically to collect user personal data via analytics, ads, other embedded contents are termed as non-necessary cookies. It is mandatory to procure user consent prior to running these cookies on your website.