Í morgun um klukkan 06:30 þá hófst kvikuinnskot í Svartengi með mjög kröftugri jarðskjálftahrinu. Eldgos hófst um klukkan 09:50. Eldgosið er ennþá á syðri hluta sprungunnar miðað við eldgosið sem varð þann 21. Nóvember 2024. Kvikugangur hefur myndast og er um 11 km langur. Þessi kvikugangur gæti lengst og er mögulega ennþá að lengjast þegar þessi grein er skrifuð.



Staða mála er ennþá að þróast og getur breyst snögglega. Ég mun setja inn uppfærslur eftir þörfum og ef eitthvað mikið gerist.