Eldgos í Svartsengi, Sundhnúkagígaröðinni

Í morgun um klukkan 06:30 þá hófst kvikuinnskot í Svartengi með mjög kröftugri jarðskjálftahrinu. Eldgos hófst um klukkan 09:50. Eldgosið er ennþá á syðri hluta sprungunnar miðað við eldgosið sem varð þann 21. Nóvember 2024. Kvikugangur hefur myndast og er um 11 km langur. Þessi kvikugangur gæti lengst og er mögulega ennþá að lengjast þegar þessi grein er skrifuð.

Rauðir punktar á Reykjanesskaga vegna kvikuinnskots og eldgoss í eldstöðinni Svartsengi. Þarna eru einnig grænar stjörnur sem sýna jarðskjálfta sem eru stærri en 3 að stærð.
Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Svartsengi. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Plott sem sýnir þéttleika og fjölda jarðskjálfta. Það verður snögg aukning rétt eftir klukkan 06:00 í jarðskjálftum þegar kvikuinnskotið hefst.
Plott sem sýnir þéttleika jarðskjálftahrinunnar. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Gróðurhús og síðan eldgosið þar fyrir aftan rétt fyrir norðan Grindavík.
Eldgosið fyrir norðan við Grindavík. Skjáskot af vefmyndavél Rúv.

Staða mála er ennþá að þróast og getur breyst snögglega. Ég mun setja inn uppfærslur eftir þörfum og ef eitthvað mikið gerist.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.