Staðan í eldgosinu í Sundhnúkagígum í eldstöðinni Svartsengi þann 17. Júní 2025 klukkan 01:36

Þetta er stutt yfirlit yfir stöðuna í eldgosinu í Sundhnúkagígum í eldstöðinni Svartsengi. Upplýsingar hérna eru eins réttar og hægt er að hafa það þegar ég skrifa þessa grein. Staðan getur breyst snögglega og án viðvörunar í þessu eldgosi eftir að greinin er skrifuð.

  • Gossprungan náði rúmlega 2,5 km þegar hún var sem lengst. Gossprungan er farinn að minnka eftir því sem dregið hefur úr krafti eldgossins.
  • Þetta eldgos er það nyrsta af þeim eldgosum sem hafa orðið.
  • Hraunflæðið er í átt að Fagradalsfjalli og Fagradal. Mjög líklegt er að hraunið sé búið að fylla upp í Fagradal.
  • Þegar þessi grein er skrifuð. Þá er að sjá að óróinn sé mjög stöðugur. Þetta getur breyst án viðvörunnar og mjög snögglega.
  • GPS gögn benda til þess að mesta lækkunin sem hefur orðið er í kringum 100mm á síðustu 12 klukkutímum síðan eldgosið hófst þar sem það er mest. Lækkun á GPS stöðvum er mismunandi eftir því hvar þær eru staðsettar í eldstöðvarkerfinu Svartsengi.
  • Það er næstum því engin jarðskjálftavirkni á svæðinu.
  • Ég reikna ekki með því að eldgosið vari nema í nokkra daga í mesta lagi. Hinsvegar fara þessi eldgos stundum í einn gíg sem gýs nokkuð lengi. Það er ekki hægt að segja til um það núna hvort að það gerist.
  • Þoka hefur komið í veg fyrir útsýni á eldgosið í allan gærdag og þokan er ennþá að koma í veg fyrir að hægt sé að fylgjast með eldgosinu á vefmyndavélum.
  • Gasmengun hefur verið vandamál í þessu eldgosi. Það er ekki víst að það breytist fyrr en þegar þetta eldgos klárast.

Ef það verður eitthvað meira í fréttum af þessu eldgosi. Þá mun ég skrifa um það hérna. Ég reikna ekki með því að það verði tilfellið eins og er þegar þessi grein er skrifuð.

Eldgos hafið í Sundhnúkagígaröðinni í eldstöðinni Svartsengi

Í dag (16. Júlí 2025) klukkan 03:53:31 hófst eldgos í Sundhnúkagígaröðinni í eldstöðinni Svartsengi. Eldgosið er nyrst á gossprungunni sem er á þessu svæði og hefur gosið áður. Þetta eldgos er langt frá öllum mikilvægum innviðum. Gossprungan virðist ekki vera mjög löng miðað við það sem sést á vefmyndavélum.

Eldgosið í Sundhnúkagígaröðinni. Það er appelsínugult og kvikustrókanir sjást mjög vel á vefmyndavélinni sem er á Þorbirni.
Eldgosið í Sundhnúkagígaröðinni. Skjáskot af vefmyndavél Rúv á Þorbirni.

Það er ekki hægt að vita hversu lengi þetta eldgos mun vara. Það gæti verið frá nokkrum klukkutímum yfir í nokkra daga. Ef þörf verður á því. Þá mun ég setja inn nýjar upplýsingar hingað inn. Hingað til í þessum eldgosum, þá hefur þess ekki verið þörf.

Eldgos í Svartsengi, Sundhnúkagígaröðinni

Í morgun um klukkan 06:30 þá hófst kvikuinnskot í Svartengi með mjög kröftugri jarðskjálftahrinu. Eldgos hófst um klukkan 09:50. Eldgosið er ennþá á syðri hluta sprungunnar miðað við eldgosið sem varð þann 21. Nóvember 2024. Kvikugangur hefur myndast og er um 11 km langur. Þessi kvikugangur gæti lengst og er mögulega ennþá að lengjast þegar þessi grein er skrifuð.

Rauðir punktar á Reykjanesskaga vegna kvikuinnskots og eldgoss í eldstöðinni Svartsengi. Þarna eru einnig grænar stjörnur sem sýna jarðskjálfta sem eru stærri en 3 að stærð.
Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Svartsengi. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Plott sem sýnir þéttleika og fjölda jarðskjálfta. Það verður snögg aukning rétt eftir klukkan 06:00 í jarðskjálftum þegar kvikuinnskotið hefst.
Plott sem sýnir þéttleika jarðskjálftahrinunnar. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Gróðurhús og síðan eldgosið þar fyrir aftan rétt fyrir norðan Grindavík.
Eldgosið fyrir norðan við Grindavík. Skjáskot af vefmyndavél Rúv.

Staða mála er ennþá að þróast og getur breyst snögglega. Ég mun setja inn uppfærslur eftir þörfum og ef eitthvað mikið gerist.

Eldgos hafið í Sundhnúkagígaröðinni í eldstöðinni Svartsengi

Í gær (20. Nóvember 2024) hófst eldgos í Sundhnúkagígaröðinni klukkan 23:14 í eldstöðinni Svartsengi. Þetta eldgos hefst mjög snemma miðað við síðustu eldgos á þessu svæði síðan þessi eldgosahrina hófst í eldstöðinni Svartsengi. Tími milli eldgosa er 77 dagar, sem er mögulega það lengsta sem hefur orðið á þessu svæði. Gossprungan á þessu svæði er í kringum 3 km að lengd.

Rauðir punktar sem sýna hvar jarðskjálftar urðu þegar kvikan braut sér leið upp á yfirborðið. Þessir jarðskjálftar raða sér upp eftir Sundhnúkagígaröðinni.
Jarðskjálftavirknin í Sundhnúkagígaröðinni. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Rautt hraunið kemur upp úr sprungu í Sundhnúkagígaröðinni á skjáskoti frá Rúv. Þetta er í upphafi eldgossins og mestur kraftur í eldgosinu.
Eldgosið eins og það var í upphafi goss. Skjáskot frá vefmyndavél Rúv.
Eldgosið eins og það er klukkan 00:53 þegar aðeins er liðið á það. Það er minni stórkavirkni úr sprungunni og hraunið er farið að flæða að mestu til vesturs. Gasskýið er einnig minna.
Eldgosið klukkan 00:53 þegar farið er að draga úr því. Skjáskot af vefmyndavél Rúv.

Óróinn sem kom fram í upphafi eldgossins núna er mjög lítill. Sá minnsti síðan eldgosahrinan hófst í Sundhnúkagígaröðinni. Það bendir til þess að þetta eldgos sé ekki mjög stórt. Ef það stenst, þá er möguleiki á því að þetta eldgos muni vara í mjög stuttan tíma og verður hugsanlega lokið í næstu viku. Það mun aðeins koma í ljós með tímanum hvort það gerist. Mesti kraftur eldgossins er á fyrstu 6 til 8 klukkutímum eldgossins.

Ef þörf verður á því. Þá mun ég setja inn nýjar uppfærslur hingað inn.

Lítið kvikuinnskot í Sundhnúkagígum í eldstöðinni Svartsengi aðfaranótt 4. Nóvember 2024

Aðfaranótt 4. Nóvember 2024 varð lítið kvikuinnskot í Sundhnúkagígaröðinni í eldstöðinni Svartsengi. Þetta átti sér stað milli klukkan 02:30 til rúmlega klukkan 03:00. Það komu fram í kringum 20 til 25 jarðskjálftar í þessu kvikuinnskoti sem lauk eins hratt og það hófst.

Rauðir punktar í kringum Reykjanesskaga og síðan í Svartsengi í Sundhnúkagígaröðinni þar sem eldgos hafa átt sér stað. Þar eru nokkrir punktar sem sýna jarðskjálftahrinuna sem varð í nótt.
Jarðskjálftavirknin í Sundhúkagígaröðinni í eldstöðinni Svartsengi. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er áframhaldandi hætta á frekari kvikuinnskotum á þessu svæði. Stærri kvikuinnskot geta varað í nokkra klukkutíma, þó svo að þau gjósi ekki. Það verður miklu meiri jarðskjálftavirkni á þessu svæði ef slíkt kvikuinnskot fer af stað á þessu svæði.

Staðan í eldgosinu í Svartsengi þann 23. Ágúst 2024 klukkan 18:38

Staðan í eldgosinu í Svartsengi þann 23. Ágúst 2024 klukkan 18:11. Þessi grein getur orðið úrelt mjög hratt og án viðvörunnar.

  • Eldgosið er núna á 2 km langri sprungu sem er nyrst og staðsett nærri Stóra Skógarfelli. Heildarlengd gossprungar er í kringum 7 km en mestur hluti af sprungunni er hættur að gjósa.
  • Hægt er að sjá eldgosið á leiðinni til Keflavíkur eða Keflavíkurflugvallar.
  • Það er ekki hægt að segja hversu lengi eldgosið mun vara. Það hefur verið minnkandi gosórói síðan klukkan 06:00 í morgun. Eldgosið gæti varað í nokkra daga eða í mánuð, það er ekki hægt að segja til um það núna.
  • Veðurstofan tapaði jarðskjálftamæli (Litla Skógarfell) og GPS stöð á svipuðum svæði undir hraun. Eins og er, þá eru þetta bara tvær stöðvar. Þar sem einni GPS stöð var komið í skjól (Norðurljósarvegur) fyrr í Ágúst.
  • Stærstu jarðskjálftanir sem hafa orðið núna voru með stærðina Mw4,1 og síðan Mw3,3. Stærri jarðskjálftinn var rétt við eldstöðina Fagradalsfjall. Minni jarðskjálftinn var í fjallinu Keilir. Stærri jarðskjálftinn fannst í Reykjavík og nálægum svæðum.

Þetta eldgos getur breyst án mikillar viðvörunnar.  Ef eitthvað gerist sem er þess virði að skrifa um. Þá mun ég skrifa um hvað er að gerast.

Eldgos hafið í eldstöðinni Svartsengi, í Sundhnúkagígum

Eldgos hófst í Svartsengi klukkan 21:26 í Sundhnúkagígaröðinni. Eldgosið er mjög kraftmikið eins og er alltaf í upphafi þessara eldgosa. Tíminn frá því að jarðskjálftavirknin hófst og þangað til að eldgosið hófst var ekki nema 30 til 40 mínútur.

Ég mun setja inn frekari upplýsingar ef það eru einhverjar nýjar upplýsingar til að skrifa um. Síðasta eldgos á þessu svæði hófst þann 29. Maí og lauk 22. Júní.

Eldgos hafið í Sundhnúkagígum

Í dag (29. Maí 2024) klukkan 12:47 þá hófst eldgos í Sundhnúkagígum. Gossprungan er að lengjast þegar þessi grein er skrifuð.

Hraunstrókanir standa upp úr sprungunni eins og hún var klukkan 12:58. Mikið gasský rekur til austurs af eldgosinu.
Eldgosið í Sundhnúakgígaröðinni. Skjáskot af vefmyndavél Rúv á YouTube.

Staðan í eldgosinu í Sundhnúkagígum (Svartsengi) þann 19. Mars 2024 klukkan 02:09

Þetta er stutt grein, þar sem það hefur orðið lítil breyting á eldgosinu síðasta sólarhringinn.

Eldgosið er stöðugt þegar þessi grein er skrifuð. Það gæti breyst án viðvörunnar.

  • Óróinn frá eldgosinu hefur verið stöðugur síðasta sólarhringinn. Það hefur verið mjög lítil sveifla í óróanum.
  • GPS stöðvar sýna að land hefur sigið um rúmlega 200 til 300mm þegar þessi grein er skrifuð. Það er óvissa í þessum gögnum vegna slæms veðurs síðustu daga.
  • Samkvæmt Veðurstofu Íslands, þá er flatarmál hraunsins núna orðið 5,85 km2.
  • Það er lítil sem engin jarðskjálftavirkni á svæðinu við eldgosið. Það er hugsanlegt að slæmt veður sé að koma í veg fyrir mælingar á litlum jarðskjálftum.
  • Gígar halda áfram að hlaðast upp í eldgosinu.
  • Hraunið er um 350 metra frá Suðurstrandavegi og um 700 metra frá því að ná út í sjó.

Ef það verður breyting á stöðu mála. Þá mun ég skrifa nýja grein eins fljótt og hægt er. Næsta grein ætti að verða þann 21. Mars 2024 ef eldgosið verður ennþá í gangi.