Eldgos hafið í Sundhnúkagígaröðinni í eldstöðinni Svartsengi

Í gær (20. Nóvember 2024) hófst eldgos í Sundhnúkagígaröðinni klukkan 23:14 í eldstöðinni Svartsengi. Þetta eldgos hefst mjög snemma miðað við síðustu eldgos á þessu svæði síðan þessi eldgosahrina hófst í eldstöðinni Svartsengi. Tími milli eldgosa er 77 dagar, sem er mögulega það lengsta sem hefur orðið á þessu svæði. Gossprungan á þessu svæði er í kringum 3 km að lengd.

Rauðir punktar sem sýna hvar jarðskjálftar urðu þegar kvikan braut sér leið upp á yfirborðið. Þessir jarðskjálftar raða sér upp eftir Sundhnúkagígaröðinni.
Jarðskjálftavirknin í Sundhnúkagígaröðinni. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Rautt hraunið kemur upp úr sprungu í Sundhnúkagígaröðinni á skjáskoti frá Rúv. Þetta er í upphafi eldgossins og mestur kraftur í eldgosinu.
Eldgosið eins og það var í upphafi goss. Skjáskot frá vefmyndavél Rúv.
Eldgosið eins og það er klukkan 00:53 þegar aðeins er liðið á það. Það er minni stórkavirkni úr sprungunni og hraunið er farið að flæða að mestu til vesturs. Gasskýið er einnig minna.
Eldgosið klukkan 00:53 þegar farið er að draga úr því. Skjáskot af vefmyndavél Rúv.

Óróinn sem kom fram í upphafi eldgossins núna er mjög lítill. Sá minnsti síðan eldgosahrinan hófst í Sundhnúkagígaröðinni. Það bendir til þess að þetta eldgos sé ekki mjög stórt. Ef það stenst, þá er möguleiki á því að þetta eldgos muni vara í mjög stuttan tíma og verður hugsanlega lokið í næstu viku. Það mun aðeins koma í ljós með tímanum hvort það gerist. Mesti kraftur eldgossins er á fyrstu 6 til 8 klukkutímum eldgossins.

Ef þörf verður á því. Þá mun ég setja inn nýjar uppfærslur hingað inn.

Lítið kvikuinnskot í Sundhnúkagígum í eldstöðinni Svartsengi aðfaranótt 4. Nóvember 2024

Aðfaranótt 4. Nóvember 2024 varð lítið kvikuinnskot í Sundhnúkagígaröðinni í eldstöðinni Svartsengi. Þetta átti sér stað milli klukkan 02:30 til rúmlega klukkan 03:00. Það komu fram í kringum 20 til 25 jarðskjálftar í þessu kvikuinnskoti sem lauk eins hratt og það hófst.

Rauðir punktar í kringum Reykjanesskaga og síðan í Svartsengi í Sundhnúkagígaröðinni þar sem eldgos hafa átt sér stað. Þar eru nokkrir punktar sem sýna jarðskjálftahrinuna sem varð í nótt.
Jarðskjálftavirknin í Sundhúkagígaröðinni í eldstöðinni Svartsengi. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er áframhaldandi hætta á frekari kvikuinnskotum á þessu svæði. Stærri kvikuinnskot geta varað í nokkra klukkutíma, þó svo að þau gjósi ekki. Það verður miklu meiri jarðskjálftavirkni á þessu svæði ef slíkt kvikuinnskot fer af stað á þessu svæði.

Staðan í eldgosinu í Svartsengi þann 23. Ágúst 2024 klukkan 18:38

Staðan í eldgosinu í Svartsengi þann 23. Ágúst 2024 klukkan 18:11. Þessi grein getur orðið úrelt mjög hratt og án viðvörunnar.

  • Eldgosið er núna á 2 km langri sprungu sem er nyrst og staðsett nærri Stóra Skógarfelli. Heildarlengd gossprungar er í kringum 7 km en mestur hluti af sprungunni er hættur að gjósa.
  • Hægt er að sjá eldgosið á leiðinni til Keflavíkur eða Keflavíkurflugvallar.
  • Það er ekki hægt að segja hversu lengi eldgosið mun vara. Það hefur verið minnkandi gosórói síðan klukkan 06:00 í morgun. Eldgosið gæti varað í nokkra daga eða í mánuð, það er ekki hægt að segja til um það núna.
  • Veðurstofan tapaði jarðskjálftamæli (Litla Skógarfell) og GPS stöð á svipuðum svæði undir hraun. Eins og er, þá eru þetta bara tvær stöðvar. Þar sem einni GPS stöð var komið í skjól (Norðurljósarvegur) fyrr í Ágúst.
  • Stærstu jarðskjálftanir sem hafa orðið núna voru með stærðina Mw4,1 og síðan Mw3,3. Stærri jarðskjálftinn var rétt við eldstöðina Fagradalsfjall. Minni jarðskjálftinn var í fjallinu Keilir. Stærri jarðskjálftinn fannst í Reykjavík og nálægum svæðum.

Þetta eldgos getur breyst án mikillar viðvörunnar.  Ef eitthvað gerist sem er þess virði að skrifa um. Þá mun ég skrifa um hvað er að gerast.

Eldgos hafið í eldstöðinni Svartsengi, í Sundhnúkagígum

Eldgos hófst í Svartsengi klukkan 21:26 í Sundhnúkagígaröðinni. Eldgosið er mjög kraftmikið eins og er alltaf í upphafi þessara eldgosa. Tíminn frá því að jarðskjálftavirknin hófst og þangað til að eldgosið hófst var ekki nema 30 til 40 mínútur.

Ég mun setja inn frekari upplýsingar ef það eru einhverjar nýjar upplýsingar til að skrifa um. Síðasta eldgos á þessu svæði hófst þann 29. Maí og lauk 22. Júní.

Eldgos hafið í Sundhnúkagígum

Í dag (29. Maí 2024) klukkan 12:47 þá hófst eldgos í Sundhnúkagígum. Gossprungan er að lengjast þegar þessi grein er skrifuð.

Hraunstrókanir standa upp úr sprungunni eins og hún var klukkan 12:58. Mikið gasský rekur til austurs af eldgosinu.
Eldgosið í Sundhnúakgígaröðinni. Skjáskot af vefmyndavél Rúv á YouTube.

Staðan í eldgosinu í Sundhnúkagígum (Svartsengi) þann 19. Mars 2024 klukkan 02:09

Þetta er stutt grein, þar sem það hefur orðið lítil breyting á eldgosinu síðasta sólarhringinn.

Eldgosið er stöðugt þegar þessi grein er skrifuð. Það gæti breyst án viðvörunnar.

  • Óróinn frá eldgosinu hefur verið stöðugur síðasta sólarhringinn. Það hefur verið mjög lítil sveifla í óróanum.
  • GPS stöðvar sýna að land hefur sigið um rúmlega 200 til 300mm þegar þessi grein er skrifuð. Það er óvissa í þessum gögnum vegna slæms veðurs síðustu daga.
  • Samkvæmt Veðurstofu Íslands, þá er flatarmál hraunsins núna orðið 5,85 km2.
  • Það er lítil sem engin jarðskjálftavirkni á svæðinu við eldgosið. Það er hugsanlegt að slæmt veður sé að koma í veg fyrir mælingar á litlum jarðskjálftum.
  • Gígar halda áfram að hlaðast upp í eldgosinu.
  • Hraunið er um 350 metra frá Suðurstrandavegi og um 700 metra frá því að ná út í sjó.

Ef það verður breyting á stöðu mála. Þá mun ég skrifa nýja grein eins fljótt og hægt er. Næsta grein ætti að verða þann 21. Mars 2024 ef eldgosið verður ennþá í gangi.

 

Staðan í eldgosinu í Sundhnúkagígum (Svartsengi) þann 17. Mars 2024 klukkan 19:15

Þetta er stutt grein, þar sem ég reikna ekki með því að mikið gerist í þessu eldgosi.

Hérna er staða mála eins og ég veit best þann 17. Mars 2024 klukkan 19:15. Þetta eru bestu upplýsingar sem ég hef.

  • Eldgosið hefur minnkað síðan í gær (16. Mars 2024 klukkan 20:23). Eldgossaprungan er núna að gjósa á þremur til fjórum stöðum.
  • Hraunið náði að görðunum sem eru að verja Grindavík í gær.
  • Það er ekki að hægjast eins hratt á þessu eldgosi og fyrri eldgosum.
  • Gosóróinn er ennþá mjög stöðugur en minni en þegar eldgosið hófst í gær.
  • Gossprungan virðist vera núna frá 800 metrum til 1 km löng.
  • Hraunflæði virðist hafa minnkað en hraunið gæti verið að safnast í stórar hrauntjarnir sem brotna með miklum látum og miklu hraunflæði.
  • Það er hætta á því að Suðurstrandavegur gæti farið undir hraun. Ef það gerist, þá eykst hættan á því að hraunið nái til sjávar.
  • Það er ekki að sjá á vefmyndavélum að þessu eldgosi sé að ljúka.
  • Gígar hafa byrjað að myndast á virkum hluta gossprungunnar.

Ef eitthvað gerist, þá mun ég setja inn nýja grein eins fljótt og ég get. Venjulega þá eru eldgos í Svartsengi aðeins í kringum einn dag. Ef þetta eldgos verður lengra. Þá mun ég setja inn nýja grein á morgun eða fyrr ef eitthvað mikilvægt gerist.

Kvikuinnskot í Sundhnúkagíga í gær (02. Mars 2024)

Í gær (02. Mars 2024) klukkan 15:57 hófst kvikuinnskot í Sundhnúkagíga. Þessu kvikuinnskoti lauk um klukkan 17:57. Það mældust um 150 jarðskjálftar í þessu kvikuinnskoti og þetta kvikuinnskot kom ekki af stað eldgosi en gæti verið vísbending um það hvar næsta eldgos verður.

Þetta er mjög snemma, en það virðist sem að þetta kvikuinnskot hafi breytt sigdalnum sem það átti sér stað í. Þá með því að valda færslu í honum eða koma af stað öðrum breytingum. Þessi sigdalur myndaðist þann 10. Nóvember 2023 (Veðurstofan er með mynd af þessum sigdal hérna). Þetta kvikuinnskot getur einnig hafa komið af stað færslum í sigdalnum sem myndaðist þann 14. Janúar 2024 (Veðurstofan er með mynd af þeim sigdal hérna, Veðurstofan hefur merkt þann sigdal með bláum lit). Þessir sigdalir og allt sem þeim fylgir er að gera jarðfræðina á þessu svæði mjög flókna, enda er efsta lag jarðskorpunnar þarna orðið kross sprungið og því getur verið einfalt fyrir kvikuna að leita upp á yfirborðið án mikillar mótstöðu.

Það er ekki hægt að segja til um það hvenær næsta eldgos hefst. Það er mitt álit að næsta eldgos muni hefjast á milli 3 til 5. Mars. Það er alltaf möguleiki á því að ég hafi rangt fyrir mér.