Í gær (20. Nóvember 2024) hófst eldgos í Sundhnúkagígaröðinni klukkan 23:14 í eldstöðinni Svartsengi. Þetta eldgos hefst mjög snemma miðað við síðustu eldgos á þessu svæði síðan þessi eldgosahrina hófst í eldstöðinni Svartsengi. Tími milli eldgosa er 77 dagar, sem er mögulega það lengsta sem hefur orðið á þessu svæði. Gossprungan á þessu svæði er í kringum 3 km að lengd.
Óróinn sem kom fram í upphafi eldgossins núna er mjög lítill. Sá minnsti síðan eldgosahrinan hófst í Sundhnúkagígaröðinni. Það bendir til þess að þetta eldgos sé ekki mjög stórt. Ef það stenst, þá er möguleiki á því að þetta eldgos muni vara í mjög stuttan tíma og verður hugsanlega lokið í næstu viku. Það mun aðeins koma í ljós með tímanum hvort það gerist. Mesti kraftur eldgossins er á fyrstu 6 til 8 klukkutímum eldgossins.
Ef þörf verður á því. Þá mun ég setja inn nýjar uppfærslur hingað inn.