Djúpir jarðskjálftar í Eyjafjallajökli

Síðustu vikur þá hafa komið fram nokkrir djúpir jarðskjálftar í eldstöðinni Eyjafjallajökull. Þessi virkni er óvenjuleg þar sem Eyjafjallajökull gaus síðast árið 2010 og venjulega eru eldgos í Eyjafjallajökli á tímabilum sem eru frá 290 árum og upp í 700 ár milli eldgosa, miðað við þau gögn sem eru til í dag varðandi tíðni eldgosa í Eyjafjallajökli.

Blár punktur sem sýnir jarðskjálfta síðasta sólarhringinn í Eyjafjallajökli og síðan er rauður punktur sem sýnir jarðskjálfta sem hefur orðið síðasta sólarhringinn.
Jarðskjálftavirkni í Eyjafjallajökli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Dýpi þeirra jarðskjálfta sem Veðurstofan er búin að fara yfir er frá 24 til 26 km. Áður en eldgosið varð í Eyjafjallajökli árið 2010 þá tók það um 10 ár frá því að virknin fór að aukast þangað til að eldgos varð. Það er möguleiki á því að þetta sé bara djúp jarðskjálftavirkni og það verður ekki neitt eldgos í kjölfarið á þessari jarðskjálftavirkni á næstu áratugum. Þessa stundina er jarðskjálftavirknin of lítil og of fáir jarðskjálftar til þess að hægt sé að vera viss um hvað er að gerast í Eyjafjallajökli.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.