Mögulega lítið eldgos í Kötlu, jökulflóð ennþá í gangi

Í gær (26-Júlí 2024) virðist hafa hafist lítið eldgos í Kötlu. Þegar þessi grein er skrifuð, þá virðist sem að þessu eldgosi sé lokið í dag (27-Júlí 2024). Eldgos getur hafist aftur í Kötlu án mikils fyrirvara eða viðvörunnar. Óróinn er einnig mjög óljós vegna jökulhlaupsins. Stærsti jarðskjálftinn sem hefur mælst var með stærðina Mw2,9. Þegar þessi grein er skrifuð.

Rauðir punktar í öskju Kötlu sem sýnir jarðskjálftavirknina síðustu klukkutímana.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Kötlu síðustu klukkutímana. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Óróagraf frá Veðurstofunni sem sýnir hækkun á óróanum í dag (27-Júlí 2024) og hvernig hann einnig lækkar snögglega.
Óróinn í Austmannsbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jökulflóðið er ennþá í gangi og verður í gangi næstu klukkutímana. Svæðið í kringum Mýrdalsjökul er hættulegt vegna þess.

Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Kötlu

Í gær (19-Júní 2024) klukkan 21:26 varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Kötlu. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,3 en í kjölfarið á þeim jarðskjálfta urðu nokkrir minni jarðskjálftar.

Græn stjarna innan öskju Kötlu.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðan þessi jarðskjálftavirkni varð, þá hefur dregið úr jarðskjálftavirkninni í Kötlu. Það er ekki hægt að segja til um það hvort að eitthvað meira muni gerast í eldstöðinni núna. Venjulega er meiri jarðskjálftavirkni í Kötlu yfir sumartímann.

Jarðskjálfti í eldstöðinni Kötlu

Í gær (29. Ágúst 2023) varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,7. Samkvæmt fréttum fannst þessi jarðskjálfti í byggð á nálægum tjaldsvæðum og sveitarbæjum. Nokkrir minni jarðskjálftar komu fram í kjölfarið á stóra jarðskjálftanum.

Græn stjarna í öskju Kötlu, ásamt nokkrum appelsínugulum punktum sem sýna minni jarðskjálftana sem þarna urðu.
Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það gerðist ekkert í kjölfarið á þessum jarðskjálfta, eins og hefur verið tilfellið með síðustu jarðskjálftahrinur í Kötlu. Það getur hafist ný jarðskjálftavirkni í Kötlu án viðvörunnar.

Jarðskjálfti í Kötlu (Mýrdalsjökull)

Í gær (23. Júlí 2023) klukkan 23:17 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,7 í eldstöðinni Kötlu. Þessi jarðskjálfti fannst allt að Hvolsvelli.

Græn stjarna í suður-vestur hluta öskju Kötlu. Það eru ekki margir aðrir jarðskjálftar þarna. Dagsetning á korti er 24. Júlí 23, tími á korti er 14:50.
Jarðskjálfti í öskju Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það kom ekki fram nein önnur jarðskjálftavirkni í kjölfarið á þessum jarðskjálfta. Þegar þessi grein er skrifuð, þá er ekkert að gerast í eldstöðinni Kötlu.

Aukin leiðni í Múlakvísl úr Mýrdalsjökli

Það kemur fram í fréttum Rúv að undanfarna daga hefur mælst aukin rafleiðni í Múlakvísl. Það þýðir að líklega verður jökulflóð í Múlakvísl á næstu dögum og nálægum jökulám. Þessa stundina er næstum því engin jarðskjálftavirkni í Kötlu.

Það er lítil jarðskjálftavirkni í Kötlu þessa dagana. Græn stjarna sem er drauga jarðskjálfti er vestan við Mýrdalsjökul vegna mikillar jarðskjálftavirkni í Fagradalsfjalli.
Það er lítil jarðskjálftavirkni í Kötlu þessa dagana. Græna stjarnan er draugur frá Fagradalsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekkert sem bendir til þess að það sé að fara að gjósa í Kötlu.

Frétt Rúv

Aukin raf­leiðni í Múla­kvísl á ný og líkur á vatna­vöxt­um (Rúv.is)

Jarðskjálfti í Kötlu

Í gær, þann 2. Júlí 2023 klukkan 22:57 varð jarðskjálfti í eldstöðinni Kötlu. Þessi jarðskjálfti var með stærðina Mw3,1. Þetta var einn af mjög fáum jarðskjálftum sem áttu sér stað í Kötlu í gær, en það hafa ekki orðið fleiri jarðskjálftar síðan þessi atburður átti sér stað.

Græn stjarna, ásamt bláum punktum, gulum punktum og appelsínugulum punktum í öskju Kötlu.
Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðan síðasta jarðskjálftahrina varð í Kötlu. Þá hefur verið tiltölulega rólegt á því svæði síðustu daga.

Nýjustu upplýsingar um virknina í Kötlu

Hérna eru nýjustu upplýsingar um virknina í Kötlu. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw4,4 en það voru samtals átta jarðskjálftar sem voru með stærðina yfir Mw3,0. Samkvæmt vef Veðurstofunnar þá hafa komið fram um 58 jarðskjálftar í þessari jarðskjálftahrinu. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi, þó svo að ekki sé nein virkni þessa stundina í Kötlu.

Þessi jarðskjálftahrina fannst í Þórsmörk og var að valda svefnleysi þar.

Grænar stjörnur í öskju eldstöðvarinnar Kötlu. Ásamt gulum punktum sem sýna minni jarðskjálfta. Tími á korti er 30. Júní, 23, klukkan er 11:15.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Samkvæmt fréttum á mbl.is, þá er farin að koma fram aukin leiðni í Múlakvísl. Þessi aukning í leiðni virðist vera beintengt við jarðskjálftahrinuna sem er að eiga sér stað í Kötlu núna í nótt. Það er einnig hugsanlega meira vatn í Múlakvísl. Það er óljóst hvort að það er tengt, þar sem það hefur verið talsverð rigning síðustu daga sem hefur aukið vatnsmagn í ám. Það hefur ekki orðið nein breyting á óróa en það gæti breytst án viðvörunnar.

Fréttir af þessu

Rafleiðni fer stígandi í Múlakvísl eftir skjálfta (mbl.is)
Önnur skjálftahrina í Mýrdalsjökli (ruv.is)

Kröftug jarðskjálftahrina í eldstöðinni Kötlu

Í nótt, 30. Júní 2023 hófst kröftug jarðskjálftahrina í eldstöðinni Kötlu. Þegar þessi grein er skrifuð þá eru stærstu jarðskjálftarnir með stærðina Mw3,3 og Mw3,5 af þeim jarðskjálftum sem er búið að fara yfir.

Tvær grænar stjörnur í öskju eldstöðvarinnar Kötlu. Auk rauðra punkta sem eru í öskjunni og sýna minni jarðskjálfta.
Mjög mikil jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð. Eldgos er ekki hafið þessa stundina og óljóst hvort að svo verður. Ef að eldgos hefst, þá mun jarðskjálftavirknin í Kötlu halda áfram að aukast næstu klukkutímana. Þetta er þannig ástand að best er bara að fylgjast með þróun mála.

Jarðskjálfti með stærðina Mw3,6 í eldstöðinni Kötlu

Í dag (27. Júní 2023) klukkan 07:42 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,6 í eldstöðinni Kötlu. Þessi jarðskjálfti er hluti af jarðskjálftahrinu sem hafði byrjað í Kötlu nokkru áður. Það hefur ekki orðið nein breyting á óróanum í kjölfarið á þessari jarðskjálftavirkni og það hefur aftur dregið úr jarðskjálftavirkni. Samkvæmt fréttum, þá fannst þessi jarðskjálfti í byggð.

Græn stjarna og rauðir punktar í eldstöðvaröskju eldstöðvarinnar Kötlu. Auk gulra og blárra punkta frá jarðskjálftavirkninni í gær. Tími á korti er 27. Júní. 23, 09:20.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það virðist sem að þessi jarðskjálftavirkni komi í bylgjum. Það eru þá tímabil með mikilli virkni og síðan tímabil með lítilli virkni. Þessi jarðskjálftavirkni er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð.

Jarðskjálftavirkni jókst aftur í Kötlu

Í dag (26. Júní 2023) jókst jarðskjálftavirknin í Kötlu á ný í nokkra klukkutíma. Stærsti jarðskjálftinn í dag var með stærðina Mw2,5 en aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð. Það hefur aftur dregið úr jarðskjálftavirkninni. Þessi jarðskjálftahrina er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð.

Appelsínugulir punktar og bláir punktar í eldstöðinni Kötlu. Þarna er talsvert um jarðskjálfta í öskju Kötlu. Tíminn á myndinni er 26. Jún. 23, 19:55.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ennþá óljóst hvað er að gerast í Kötlu. Í dag urðu engar breytingar á óróa í kjölfarið á þessum jarðskjálftum í eldstöðinni. Það sýnir að kvika var ekki að hreyfast mikið í kjölfarið á þessum jarðskjálftum.