Jarðskjálfti í eldstöðinni Kötlu

Í gær (29. Ágúst 2023) varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,7. Samkvæmt fréttum fannst þessi jarðskjálfti í byggð á nálægum tjaldsvæðum og sveitarbæjum. Nokkrir minni jarðskjálftar komu fram í kjölfarið á stóra jarðskjálftanum.

Græn stjarna í öskju Kötlu, ásamt nokkrum appelsínugulum punktum sem sýna minni jarðskjálftana sem þarna urðu.
Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það gerðist ekkert í kjölfarið á þessum jarðskjálfta, eins og hefur verið tilfellið með síðustu jarðskjálftahrinur í Kötlu. Það getur hafist ný jarðskjálftavirkni í Kötlu án viðvörunnar.

Jarðskjálfti í Kötlu (Mýrdalsjökull)

Í gær (23. Júlí 2023) klukkan 23:17 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,7 í eldstöðinni Kötlu. Þessi jarðskjálfti fannst allt að Hvolsvelli.

Græn stjarna í suður-vestur hluta öskju Kötlu. Það eru ekki margir aðrir jarðskjálftar þarna. Dagsetning á korti er 24. Júlí 23, tími á korti er 14:50.
Jarðskjálfti í öskju Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það kom ekki fram nein önnur jarðskjálftavirkni í kjölfarið á þessum jarðskjálfta. Þegar þessi grein er skrifuð, þá er ekkert að gerast í eldstöðinni Kötlu.

Aukin leiðni í Múlakvísl úr Mýrdalsjökli

Það kemur fram í fréttum Rúv að undanfarna daga hefur mælst aukin rafleiðni í Múlakvísl. Það þýðir að líklega verður jökulflóð í Múlakvísl á næstu dögum og nálægum jökulám. Þessa stundina er næstum því engin jarðskjálftavirkni í Kötlu.

Það er lítil jarðskjálftavirkni í Kötlu þessa dagana. Græn stjarna sem er drauga jarðskjálfti er vestan við Mýrdalsjökul vegna mikillar jarðskjálftavirkni í Fagradalsfjalli.
Það er lítil jarðskjálftavirkni í Kötlu þessa dagana. Græna stjarnan er draugur frá Fagradalsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekkert sem bendir til þess að það sé að fara að gjósa í Kötlu.

Frétt Rúv

Aukin raf­leiðni í Múla­kvísl á ný og líkur á vatna­vöxt­um (Rúv.is)

Jarðskjálfti í Kötlu

Í gær, þann 2. Júlí 2023 klukkan 22:57 varð jarðskjálfti í eldstöðinni Kötlu. Þessi jarðskjálfti var með stærðina Mw3,1. Þetta var einn af mjög fáum jarðskjálftum sem áttu sér stað í Kötlu í gær, en það hafa ekki orðið fleiri jarðskjálftar síðan þessi atburður átti sér stað.

Græn stjarna, ásamt bláum punktum, gulum punktum og appelsínugulum punktum í öskju Kötlu.
Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðan síðasta jarðskjálftahrina varð í Kötlu. Þá hefur verið tiltölulega rólegt á því svæði síðustu daga.

Nýjustu upplýsingar um virknina í Kötlu

Hérna eru nýjustu upplýsingar um virknina í Kötlu. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw4,4 en það voru samtals átta jarðskjálftar sem voru með stærðina yfir Mw3,0. Samkvæmt vef Veðurstofunnar þá hafa komið fram um 58 jarðskjálftar í þessari jarðskjálftahrinu. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi, þó svo að ekki sé nein virkni þessa stundina í Kötlu.

Þessi jarðskjálftahrina fannst í Þórsmörk og var að valda svefnleysi þar.

Grænar stjörnur í öskju eldstöðvarinnar Kötlu. Ásamt gulum punktum sem sýna minni jarðskjálfta. Tími á korti er 30. Júní, 23, klukkan er 11:15.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Samkvæmt fréttum á mbl.is, þá er farin að koma fram aukin leiðni í Múlakvísl. Þessi aukning í leiðni virðist vera beintengt við jarðskjálftahrinuna sem er að eiga sér stað í Kötlu núna í nótt. Það er einnig hugsanlega meira vatn í Múlakvísl. Það er óljóst hvort að það er tengt, þar sem það hefur verið talsverð rigning síðustu daga sem hefur aukið vatnsmagn í ám. Það hefur ekki orðið nein breyting á óróa en það gæti breytst án viðvörunnar.

Fréttir af þessu

Rafleiðni fer stígandi í Múlakvísl eftir skjálfta (mbl.is)
Önnur skjálftahrina í Mýrdalsjökli (ruv.is)

Kröftug jarðskjálftahrina í eldstöðinni Kötlu

Í nótt, 30. Júní 2023 hófst kröftug jarðskjálftahrina í eldstöðinni Kötlu. Þegar þessi grein er skrifuð þá eru stærstu jarðskjálftarnir með stærðina Mw3,3 og Mw3,5 af þeim jarðskjálftum sem er búið að fara yfir.

Tvær grænar stjörnur í öskju eldstöðvarinnar Kötlu. Auk rauðra punkta sem eru í öskjunni og sýna minni jarðskjálfta.
Mjög mikil jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð. Eldgos er ekki hafið þessa stundina og óljóst hvort að svo verður. Ef að eldgos hefst, þá mun jarðskjálftavirknin í Kötlu halda áfram að aukast næstu klukkutímana. Þetta er þannig ástand að best er bara að fylgjast með þróun mála.

Jarðskjálfti með stærðina Mw3,6 í eldstöðinni Kötlu

Í dag (27. Júní 2023) klukkan 07:42 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,6 í eldstöðinni Kötlu. Þessi jarðskjálfti er hluti af jarðskjálftahrinu sem hafði byrjað í Kötlu nokkru áður. Það hefur ekki orðið nein breyting á óróanum í kjölfarið á þessari jarðskjálftavirkni og það hefur aftur dregið úr jarðskjálftavirkni. Samkvæmt fréttum, þá fannst þessi jarðskjálfti í byggð.

Græn stjarna og rauðir punktar í eldstöðvaröskju eldstöðvarinnar Kötlu. Auk gulra og blárra punkta frá jarðskjálftavirkninni í gær. Tími á korti er 27. Júní. 23, 09:20.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það virðist sem að þessi jarðskjálftavirkni komi í bylgjum. Það eru þá tímabil með mikilli virkni og síðan tímabil með lítilli virkni. Þessi jarðskjálftavirkni er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð.

Jarðskjálftavirkni jókst aftur í Kötlu

Í dag (26. Júní 2023) jókst jarðskjálftavirknin í Kötlu á ný í nokkra klukkutíma. Stærsti jarðskjálftinn í dag var með stærðina Mw2,5 en aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð. Það hefur aftur dregið úr jarðskjálftavirkninni. Þessi jarðskjálftahrina er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð.

Appelsínugulir punktar og bláir punktar í eldstöðinni Kötlu. Þarna er talsvert um jarðskjálfta í öskju Kötlu. Tíminn á myndinni er 26. Jún. 23, 19:55.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ennþá óljóst hvað er að gerast í Kötlu. Í dag urðu engar breytingar á óróa í kjölfarið á þessum jarðskjálftum í eldstöðinni. Það sýnir að kvika var ekki að hreyfast mikið í kjölfarið á þessum jarðskjálftum.

Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Kötlu

Í dag (24. Júní 2023) hófst jarðskjálftahrina í eldstöðinni Kötlu. Stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina Mw3,8 og Mw3,3. Aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram eru minni að stærð. Þessi jarðskjálftahrina er ennþá í gangi en það hefur dregið úr henni síðan í morgun.

Tvær grænar stjörnur í öskju Kötlu auk minni jarðskjálfta sem þar hafa orðið og eru sýndir með bláum, appelsínugulum og rauðum punktum. Það er talsverð dreifð á þessum jarðskjálftum. Tími á korti er 24. Jún 23, 13:45.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessa stundina þá eru engin merki þess um að eldgos sé að fara að hefjast í Kötlu en það gæti breyst án viðvörunnar. Það gæti einnig gerst, eins og hefur gerst síðustu mánuði þegar svona jarðskjálftahrinur hafa komið fram að ekkert meira gerist þangað til að næsta jarðskjálftahrina verður. Það hefur verið það sem hefur verið að gerst undanfarna mánuði og ár í Kötlu.

Kröftug jarðskjálftahrina í Kötlu

Í morgun hófst jarðskjálftahrina í eldstöðinni Kötlu. Þegar þessi grein er skrifuð þá var stærsti jarðskjálftinn með stærðina Mw4,8 og annar stærsti jarðskjálftinn með stærðina Mw4,7 og þriðji stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw4,5. Þessir jarðskjálftar fundust á nálægum sveitarbæjum og í nálægu þéttbýli í kringum Kötlu. Það hafa einnig orðið mjög margir litlir jarðskjálftar í Kötlu.

Þrjár grænar stjörnur í öskju Kötlu ásamt rauðum punktum. Þetta sýnir jarðskjálftavirknina í Kötlu.
Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hafa ekki orðið neinar breytingar á óróanum í eldstöðinni Kötlu. Það gerir eldgos ólíklegra þegar þessi grein er skrifuð en þetta gæti breyst án nokkurar viðvörunnar. Flugkóðinn hefur verið færður yfir á gult og hægt er að skoða hann hérna.

Ég mun skrifa nýja grein ef eitthvað meira gerist í eldstöðinni Kötlu.