Jarðskjálfti í eldstöðinni Kötlu

Í gær (29. Ágúst 2023) varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,7. Samkvæmt fréttum fannst þessi jarðskjálfti í byggð á nálægum tjaldsvæðum og sveitarbæjum. Nokkrir minni jarðskjálftar komu fram í kjölfarið á stóra jarðskjálftanum.

Græn stjarna í öskju Kötlu, ásamt nokkrum appelsínugulum punktum sem sýna minni jarðskjálftana sem þarna urðu.
Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það gerðist ekkert í kjölfarið á þessum jarðskjálfta, eins og hefur verið tilfellið með síðustu jarðskjálftahrinur í Kötlu. Það getur hafist ný jarðskjálftavirkni í Kötlu án viðvörunnar.