Kvikuinnskot í Brennisteinsfjöllum

Nóttina þann 26. Ágúst 2023 varð kvikuinnskot í eldstöðinni Brennisteinsfjöllum. Þetta kvikuinnskot kom fram með fjöldanum af litlum jarðskjálftum þarna en flestir jarðskjálftarnir náðu ekki stærðinni Mw1,0. Það sem segir mér að þarna sé kvikuinnskot á ferðinni er að dýpi jarðskjálftanna er niður á 21,1 km dýpi þar sem það er mest. Það er áhugavert að í þessari jarðskjálftavirkni er mjög mikið af yfirborðsjarðskjálftum. Ég er ekki viss af hverju það er að gerast.

Mikið af gulum punktum í eldstöðinni Brennisteinsfjöllum, auk þess að fullt er punktum í öðrum eldstöðvum á Reykjanesskaga.
Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Brennisteinsfjöllum. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er engin hætta á eldgosi frá Brennisteinsfjöllum eins og er. Jarðskjálftavirknin er ennþá mjög lítil og augljóst að ferlið í Brennisteinsfjöllum sem kemur af stað eldgosi er ekki komið mjög langt á veg til þess að eldgos geti átt sér stað. Það gæti samt breyst án mikils fyrirvara.