Veðurstofa Íslands tilkynnti í dag að þensla er farin að mælast í eldstöðinni Torfajökli. Þessi þensla hófst um miðjan Júní samkvæmt mælingum og hefur nú þegar náð 40mm.
Það er ekki hægt að segja til um það hversu hratt þetta mun gerast. Þar sem síðasta eldgos í Torfajökli var árið 1477 og það eldgos varð líklega í tengslum við kvikuinnskot frá Bárðarbungu. Síðasta eldgos þar sem Torfajökull gaus án áhrifa frá öðrum eldstöðvum var árið 1170. Eldgos í Torfajökli eru nær alltaf stór sprengigos þar sem öskuskýið rekur undan vindátt.