Þensla mælist í eldstöðinni Torfajökli

Veðurstofa Íslands tilkynnti í dag að þensla er farin að mælast í eldstöðinni Torfajökli. Þessi þensla hófst um miðjan Júní samkvæmt mælingum og hefur nú þegar náð 40mm.

Myndin er fjólublá til græn frá vestri til austurs. Í öskju Torfajökuls eru gulir og rauðir litir sem tákna þensluna í öskjunni. Rauður litur sýnir mestu þensluna sem er í miðjunni sem er um 40mm.
Þenslan í Torfajökli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki hægt að segja til um það hversu hratt þetta mun gerast. Þar sem síðasta eldgos í Torfajökli var árið 1477 og það eldgos varð líklega í tengslum við kvikuinnskot frá Bárðarbungu. Síðasta eldgos þar sem Torfajökull gaus án áhrifa frá öðrum eldstöðvum var árið 1170. Eldgos í Torfajökli eru nær alltaf stór sprengigos þar sem öskuskýið rekur undan vindátt.