Þensla mælist í eldstöðinni Torfajökli

Veðurstofa Íslands tilkynnti í dag að þensla er farin að mælast í eldstöðinni Torfajökli. Þessi þensla hófst um miðjan Júní samkvæmt mælingum og hefur nú þegar náð 40mm.

Myndin er fjólublá til græn frá vestri til austurs. Í öskju Torfajökuls eru gulir og rauðir litir sem tákna þensluna í öskjunni. Rauður litur sýnir mestu þensluna sem er í miðjunni sem er um 40mm.
Þenslan í Torfajökli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki hægt að segja til um það hversu hratt þetta mun gerast. Þar sem síðasta eldgos í Torfajökli var árið 1477 og það eldgos varð líklega í tengslum við kvikuinnskot frá Bárðarbungu. Síðasta eldgos þar sem Torfajökull gaus án áhrifa frá öðrum eldstöðvum var árið 1170. Eldgos í Torfajökli eru nær alltaf stór sprengigos þar sem öskuskýið rekur undan vindátt.

Jarðskjálftahrina í Torfajökli

Í dag (30. Júlí 2023) hófst jarðskjálftahrina í Torfajökli. Þessi eldstöð er staðsett fyrir norðan Kötlu og Mýrdalsjökul. Þarna hafa orðið reglulegar jarðskjálftahrinur síðustu ár. Ástæðan fyrir þeim er óljós eins og er. Það eru engin augljós merki um kvikuhreyfingar á þessu svæði. Þegar Torfajökull gýs, þá gýs eldstöðin mjög súrri kviku sem er kvika sem springur mikið þegar eldgos á sér stað en eitthvað af þessari kviku getur náð að skíða áfram í formi hrauns (kannski á síðari stigum í eldgosi, ég er ekki viss).

Græn stjarna og fullt af appelsínugulum og rauðum punktum á sama svæði í öskjurima Torfajökuls. Tími á korti er 30. Júlí 2023 klukkan 19:40.
Jarðskjálftavirkni í Torfajökli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn sem varð í þessari hrinu var með stærðina Mw3,2. Hann fannst á nálægum ferðamannasvæðum og koma af stað grjótihruni. Samkvæmt Veðurstofu Íslands. Þá er ennþá hætta á grjóthruni á þessu svæði. Það er ennþá hætta á stórum jarðskjálfta á þessu svæði þegar þessi grein er skrifuð.

Jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 í Torfajökli

Í dag (06-September-2022) klukkan 13:19 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 í Torfajökli. Þessi jarðskjálfti varð í brún öskjunnar í Torfajökli.

Græn stjarna í brún Torfajökuls og nokkrir appelsínugulir punktar þar undir
Jarðskjálftavirkni í Torfajökli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta svæði í Torfajökli hefur verið virkt á undanförnum árum. Virknin á þessu svæði fer upp og niður og hefur í langan tíma verið mjög rólegt þarna. Hvað er að gerast þarna er óljóst, þar sem ég sé ekki nein augljós merki þess að eldgos sé að fara að hefjast í Torfajökli. Eldgos í Torfajökli eru ekki hraungos, þar sem kvikan þarna er ísúr eða súr þegar eldgos verða [gerðir kviku á Wikipedia]. Það kemur af stað öskugosi þegar eldgos verða. Síðasta eldgos í Torfajökli var árið 1477 og þá hófst það eldgos mjög líklega vegna kvikuinnskots frá Bárðarbungu inn í eldstöðina Torfajökull.

Styrkir

Þeir sem geta og vilja. Þá er hægt að styrkja mína vinnu hérna með því að leggja inn á mig með banka millifærslu eða með því að nota PayPal takkann hérna til hliðar. Það er hægt að sjá í eldri grein á þessari vefsíðu um lélega fjárhagslega stöðu mína. Takk fyrir aðstoðina. 🙂

Bankaupplýsingar

Nafn: Jón Frímann Jónsson
Kennitala: 1607804369
Banki: 0123-15-037975
Banki: Landsbankinn

Aukin jarðskjálftavirkni í lágtíðni og löngum jarðskjálftum í Torfajökli

Um klukkan 10:00 í morgun (31-Október-2021) jókst jarðskjálftavirkni af lágtíðni og löngum jarðskjálftum í eldstöðinni Torfajökli. Núverandi jarðskjálftavirkni virðist vera að koma frá suðurhluta Torfajökuls þar sem svæðið er þakið jökli. Fyrri jarðskjálftavirkni virðist hafa verið í norðurhluta öskju Torfajökuls. Það er erfitt að staðsetja þessa jarðskjálfta ef ekki alveg vonlaust vegna þessar tegundar jarðskjálfta sem eru að eiga sér stað í Torfajökli.

Torfajökull er norðan Mýrdalsjökuls. Í Torfajökli eru þrír jarðskjálftar sem eru illa staðsettir jarðskjálftar af þeirri jarðskjálftahrinu sem er að koma fram þarna.
Jarðskjálftavirkni í Torfajökli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er erfitt að átta sig á stöðu mála með því að horfa eingöngu á jarðskjálftamæla. Veðurstofan ætlaði að fljúga þarna yfir með aðstoð Landhelgisgæslunnar í dag til að sjá hvað er að gerast á þessu svæði í Torfajökli. Síðasta eldgos í Torfajökli var árið 1477 og því hef ég ekki neina hugmynd hvað gerist áður en eldgos á sér stað í Torfajökli.

Hrina af lágtíðni jarðskjálftum í Torfajökli

Samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands þá hefur verið jarðskjálftahrina af lágtíðni jarðskjálftum í eldstöðinni Torfajökli síðan á miðnætti 28-Október-2021. Þessir jarðskjálftar koma ekki greinilega fram á jarðskjálftakorti Veðurstofu Íslands. Þessir jarðskjálftar koma hinsvegar vel fram á nálægum SIL stöðvum. Samkvæmt Veðurstofu Íslands þá er fjöldi jarðskjálfta 1 til 2 jarðskjálftar á hverjum 15 mínútum.

Tromulrit sem sýnir jarðskjálftana sem eru að eiga sér stað í Torfajökli. Línan þykknar aðeins í hvert skipti sem að lágtíðni jarðskjálfti verður. Hver lína nær yfir klukkutíma.
Jarðskjálftavirknin í Torfajökli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Óróaplott á SIL stöðinni Slysaalda og frá miðnætti sjást þessir jarðskjálftar mjög vel.
Óróagröfin sem sýnir mjög vel lágtíðni jarðskjálftavirknina frá miðnætti. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er tvennt sem getur komið svona lágtíðni jarðskjálftum af stað. Það fyrra er ofurhitað vatn í jarðskorpunni á þessu svæði. Það seinna er kvika sem er þarna á ferðinni. Það hefur orðið vart við svona jarðskjálftavirkni í Torfajökli án þess að það komi til eldgoss. Þegar ég skrifa þessa grein, þá reikna ég með því að það sé að gerast núna. Þetta er hinsvegar virk eldstöð og staðan getur því breyst snögglega og án nokkurs fyrirvara.

Það eru engar vefmyndavélar þarna, þar sem svæðið er afskekkt og lítið eða ekkert farsímasamband á svæðinu. Ef það er farsímasamband, þá er það annaðhvort 2G (GSM) eða hægfara 3G farsímasamband.

Jarðskjálfti í Torfajökli

Í dag (20-Júlí-2019) klukkan 14:15 varð jarðskjálfti með stærðina 3,3 í Torfajökli. Þessi jarðskjálfti varð í suðurhluta öskju Torfajökuls. Það er hugsanlegt að þessi jarðskjálfti hafi fundist af ferðamönnum á svæðinu.


Jarðskjálftavirkni í Torfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hefur ekki verið mikil eftirskjálftavirkni í kjölfarið á þessum jarðskjálfta. Síðasti jarðskjálfti með stærðina 3,0 sem varð í Torfajökli varð þann 12-Júlí og það er hugsanlegt að þessi virkni þýði að tímabil aukinnar virkni sé hafið í Torfajökli. Það eru engin augljós merki um það að eldgos sé að fara að hefjast í Torfajökli en hinsvegar er ekki þekkt hvernig eldstöðin er þegar eldgos hefst og hvað þarf að gerast áður en eldgos hefst í Torfajökli. Það besta sem hægt er að gera núna er að fylgjast með stöðunni og sjá hvort að einhver frekari breyting verður á virkni í Torfajökli.

Jarðskjálfti með stærðina 3,2 í Torfajökli

Í dag (12-Júlí-2019) varð jarðskjálfti með stærðina 3,2 í Torfajökli. Það er hugsanlegt að þessi jarðskjálfti hafi fundist af ferðamönnum á svæðinu en það hefur ekki verið tilkynnt samkvæmt fjölmiðlum.


Jarðskjálftavirkni í Torfajökli (græn stjarna). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Á þessu svæði í Torfajökli hefur verið jarðskjálftavirkni síðan þann 27-Janúar-2019 þegar jarðskjálfti með stærðina 3,7 átti sér stað á þessu svæði. Þá komu fram fleiri eftirskjálftar en í dag. Það gæti hinsvegar breyst án fyrirvara. Þessi jarðskjálftavirkni er mjög áhugaverð en ég veit ekki ennþá hvort að þessi jarðskjálftavirkni þýði eitthvað á þessari stundu.

Virkni í Torfajökli

Stundum kemur náttúran með eitthvað óvænt. Þetta gildir núna um Torfajökul. Það virðist sem að jarðskjálftavirkni hafi hafist í Torfajökli þann 27-Janúar-2019 án nokkurar viðvörunar. Greinin um þá jarðskjálftahrinu er hægt að lesa hérna.


Jarðskjálftavirknin í Torfajökli þann 29-Apríl-2019. Línan sem jarðskjálftarnir mynda er orðin ljós. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Jarðskjálftavirknin þann 3-Maí-2019. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Jarðskjálftavirknin þann 4-Júní-2019. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Eftir eldgosið í Bárðarbungu árið 2014 þá kom ég mér upp nýju kerfi (sem enginn annar notar eða notar eitthvað svipað svo að ég viti til) til þess að finna út hvort að eldgos sé að fara að eiga sér stað eða ekki. Þar sem allar eldstöðvar eru öðruvísi þá er alltaf möguleiki á því að ég greini upplýsingar rangt og fái út ranga niðurstöðu. Ég tel hinsvegar miðað við síðustu gögn að eitthvað sé í gangi í Torfajökli. Hvort að þetta muni valda eldgosi er ekki hægt að segja til um á þessari stundu. Ef þetta er á leiðinni að valda eldgosi þá er ekki víst að það verði mikil viðvörun en jarðskjálfti með stærðina 3,0 til 4,5. Síðasta eldgos í Torfajökli var árið 1477 (norður af öskjunni) og vegna þess hversu langt það gaus síðast þá er eldgosa hegðun Torfajökuls ekki þekkt. Síðast gaus vestur af öskjunni árið 1170 eða í kringum það ár.

Jarðskjálftahrina í Torfajökli

Í morgun klukkan 10:01 hófst jarðskjálftahrina í Torfajökli í vestari hluta öskjunnar. Stærsti jarðskjálftinn í hrinunni var með stærðina 3,7 og fannst á nálægum sveitarbæjum. Það eru almennt ekki neinir ferðamenn á þessu svæði á þessum tíma árs.


Jarðskjálftahrinan í Torfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn síðustu klukkutímana var með stærðina 2,3. Aðrir jarðskjálftar sem hafa orðið voru allir minni að stærð. Jarðskjálftavirkni er ennþá í gangi þarna og því geta upplýsingar breyst án viðvörunar.

Jarðskjálftahrina í Torfajökli

Í dag (16-Ágúst-2018) hófst jarðskjálftahrina í Torfajökli klukkan 15:53. Stærstu jarðskjálftarnir sem hafa orðið hingað til í þessari jarðskjálftahrinu voru með stærðina 3,8 og 3,3 og þessa stundina eru aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram minni í þessari jarðskjálftahrinu.


Jarðskjálftahrinan í Torfajökli. Grænu stjörnurnar eru jarðskjálftar með stærðina 3,8 og 3,3. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina virðist vera ennþá í gangi og því er möguleiki á því að fleiri jarðskjálftar sem finnast muni koma fram fram. Stærstu jarðskjálftarnir fundust á nálægum ferðamannasvæðum.