Jarðskjálfti með stærðina 3,2 í Torfajökli

Í dag (12-Júlí-2019) varð jarðskjálfti með stærðina 3,2 í Torfajökli. Það er hugsanlegt að þessi jarðskjálfti hafi fundist af ferðamönnum á svæðinu en það hefur ekki verið tilkynnt samkvæmt fjölmiðlum.


Jarðskjálftavirkni í Torfajökli (græn stjarna). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Á þessu svæði í Torfajökli hefur verið jarðskjálftavirkni síðan þann 27-Janúar-2019 þegar jarðskjálfti með stærðina 3,7 átti sér stað á þessu svæði. Þá komu fram fleiri eftirskjálftar en í dag. Það gæti hinsvegar breyst án fyrirvara. Þessi jarðskjálftavirkni er mjög áhugaverð en ég veit ekki ennþá hvort að þessi jarðskjálftavirkni þýði eitthvað á þessari stundu.