Í dag (30. Júlí 2023) hófst jarðskjálftahrina í Torfajökli. Þessi eldstöð er staðsett fyrir norðan Kötlu og Mýrdalsjökul. Þarna hafa orðið reglulegar jarðskjálftahrinur síðustu ár. Ástæðan fyrir þeim er óljós eins og er. Það eru engin augljós merki um kvikuhreyfingar á þessu svæði. Þegar Torfajökull gýs, þá gýs eldstöðin mjög súrri kviku sem er kvika sem springur mikið þegar eldgos á sér stað en eitthvað af þessari kviku getur náð að skíða áfram í formi hrauns (kannski á síðari stigum í eldgosi, ég er ekki viss).
Stærsti jarðskjálftinn sem varð í þessari hrinu var með stærðina Mw3,2. Hann fannst á nálægum ferðamannasvæðum og koma af stað grjótihruni. Samkvæmt Veðurstofu Íslands. Þá er ennþá hætta á grjóthruni á þessu svæði. Það er ennþá hætta á stórum jarðskjálfta á þessu svæði þegar þessi grein er skrifuð.