Aukin jarðskjálftavirkni í lágtíðni og löngum jarðskjálftum í Torfajökli

Um klukkan 10:00 í morgun (31-Október-2021) jókst jarðskjálftavirkni af lágtíðni og löngum jarðskjálftum í eldstöðinni Torfajökli. Núverandi jarðskjálftavirkni virðist vera að koma frá suðurhluta Torfajökuls þar sem svæðið er þakið jökli. Fyrri jarðskjálftavirkni virðist hafa verið í norðurhluta öskju Torfajökuls. Það er erfitt að staðsetja þessa jarðskjálfta ef ekki alveg vonlaust vegna þessar tegundar jarðskjálfta sem eru að eiga sér stað í Torfajökli.

Torfajökull er norðan Mýrdalsjökuls. Í Torfajökli eru þrír jarðskjálftar sem eru illa staðsettir jarðskjálftar af þeirri jarðskjálftahrinu sem er að koma fram þarna.
Jarðskjálftavirkni í Torfajökli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er erfitt að átta sig á stöðu mála með því að horfa eingöngu á jarðskjálftamæla. Veðurstofan ætlaði að fljúga þarna yfir með aðstoð Landhelgisgæslunnar í dag til að sjá hvað er að gerast á þessu svæði í Torfajökli. Síðasta eldgos í Torfajökli var árið 1477 og því hef ég ekki neina hugmynd hvað gerist áður en eldgos á sér stað í Torfajökli.