Jarðskjálftahrina austan við Grímsey

Í gær (28-Október-2021) varð jarðskjálftahrina austur af Grímsey. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,9 klukkan 22:06. Það er ekki vitað hvort að þessi jarðskjálfti fannst í Grímsey.

Jarðskjálftavirkni austur af Grímsey. Græn stjarna sýnir staðsetningu stærsta jarðskjálftans sem er talsvert út í sjó.
Jarðskjálftavirknin austur af Grímsey. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftar eru mjög algengir á þessu svæði og þarna verða mjög stórar jarðskjálftahrinur á 2 til 10 ára fresti.