Í gær (30. Janúar 2023) urðu tveir jarðskjálftar með stærðina Mw3,2 langt úti á Reykjaneshrygg. Það mældist aðeins einni minni jarðskjálfti en vegna fjarlægðar frá jarðskjálftamælaneti Veðurstofunnar þá er ómögulegt eða erfitt að mæla litla jarðskjálfta úti á Reykjaneshrygg.
Fyrir utan þessa jarðskjálftavirkni, þá hefur verið mjög rólegt á Íslandi. Slæmt veður hefur einnig komið í veg fyrir að jarðskjálftar mælist á Íslandi undanfarnar tvær vikur.
Þessi jarðskjálftavirkni er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð.
Ég venjulega skrifa ekki grein svona seint nema að það sé eitthvað mjög sérstakt og mikilvægt.
Jarðskjálftavirknin sem er núna í eldstöðinni Kötlu virðist vera af þeirri gerðinni að það er nauðsynlegt að skrifa stutta grein um stöðu mála. Klukkan 00:46 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,6 (þetta er yfirfarin stærð en gæti breyst við frekari yfirferð hjá Veðurstofu Íslands á morgun) í eldstöðinni Kötlu. Í kjölfarið hafa komið nokkrir minni jarðskjálftar. Jarðskjálftavirknin núna er ennþá mjög lítil og fáir jarðskjálftar að koma fram og það er möguleiki að ekkert meira gæti gerst.
Ég veit ekki hvort að þetta þýðir að eldgos sé að fara að gerast eða hvort að þetta er bara hefðbundin jarðskjálftavirkni í Kötlu. Það eru núna komin 104 ár síðan síðasta stóra eldgos varð í Kötlu og staðan núna er óljós. Ef eitthvað meira gerist. Þá mun ég skrifa um það á morgun. Það eru góðar líkur á því að ekkert meira getur gerst í þessari jarðskjálftavirkni en það er nauðsynlegt að fylgjast með ef það verða snöggar breytingar.
Í dag (21-Október-2022) varð jarðskjálftahrina í Brennisteinsfjöllum. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,0 og varð klukkan 10:23. Jarðskjálftahrinan er hugsanlega búin en það er erfitt að vera viss.
Það er mjög líklegt að hérna sé eingöngu um að ræða jarðskjálftavirkni vegna jarðskorpuhreyfinga. Það er hinsvegar vert að benda á það að sú eldgosavirkni sem hefur verið í Fagradalsfjalli (nýjasta eldstöð Íslands) mun færast austur á Reykjanesskaga. Hversu hratt það gerist og hvenær það gerist er ekki þekkt. Það er vegna skorts á heimildum og síðan eru ritaðar heimildir frá því fyrir 700 til 900 árum síðan mjög fáar og mjög ótraustar vegna skorts á smáatriðum og nákvæmni í besta falli.
Jarðskjálftinn sem varð í dag (11-Nóvember-2021) klukkan 13:21 með stærðina Mw5,2 virðist raða sér á sprungu sem er í sömu stefnu og sprungur á suðurlandsbrotabeltinu (SISZ) frekar en sprungu sem er hluti af eldstöðvarkerfi Heklu. Hækkun á óróanum á 2 – 4Hz sem sást á nokkrum nálægum SIL stöðvum er aftur farinn að lækka og byrjaði að lækka fljótlega eftir að stóri jarðskjálftinn varð. Jarðskjálftavirkni á svæðinu er farin að minnka aftur en getur aukist á ný án viðvörunnar.
Í morgun klukkan 07:20 þann 6-Nóvember-2021 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,0 í eldstöðinni Bárðarbungu. Það varð hrina lítilla jarðskjálfta bæði fyrir og eftir stóra jarðskjálftann.
Þessi jarðskjálftavirkni sýnir að eldstöðin Bárðarbunga heldur áfram að þenjast út eftir eldgosið sem varð árið 2014 til 2015. Þetta bendir ekki til þess að eldgos sé að fara að hefjast. Áður en það gerist þarf meiri tíma að líða og það munu einnig verða fleiri jarðskjálftar þarna áður en það gerðist.
Í gær (28-Október-2021) varð jarðskjálftahrina austur af Grímsey. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,9 klukkan 22:06. Það er ekki vitað hvort að þessi jarðskjálfti fannst í Grímsey.
Jarðskjálftar eru mjög algengir á þessu svæði og þarna verða mjög stórar jarðskjálftahrinur á 2 til 10 ára fresti.
Samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands þá hefur verið jarðskjálftahrina af lágtíðni jarðskjálftum í eldstöðinni Torfajökli síðan á miðnætti 28-Október-2021. Þessir jarðskjálftar koma ekki greinilega fram á jarðskjálftakorti Veðurstofu Íslands. Þessir jarðskjálftar koma hinsvegar vel fram á nálægum SIL stöðvum. Samkvæmt Veðurstofu Íslands þá er fjöldi jarðskjálfta 1 til 2 jarðskjálftar á hverjum 15 mínútum.
Það er tvennt sem getur komið svona lágtíðni jarðskjálftum af stað. Það fyrra er ofurhitað vatn í jarðskorpunni á þessu svæði. Það seinna er kvika sem er þarna á ferðinni. Það hefur orðið vart við svona jarðskjálftavirkni í Torfajökli án þess að það komi til eldgoss. Þegar ég skrifa þessa grein, þá reikna ég með því að það sé að gerast núna. Þetta er hinsvegar virk eldstöð og staðan getur því breyst snögglega og án nokkurs fyrirvara.
Það eru engar vefmyndavélar þarna, þar sem svæðið er afskekkt og lítið eða ekkert farsímasamband á svæðinu. Ef það er farsímasamband, þá er það annaðhvort 2G (GSM) eða hægfara 3G farsímasamband.
Jarðskjálftavirkni heldur áfram nærri Keili en er ennþá á dýpinu 5 til 6 km dýpi og það er ekki að sjá nein merki þess að kvikan sé á leiðinni upp á yfirborðið. Meira en 10.000 jarðskjálftar hafa mælst og 18 jarðskjálftar hafa náð stærðinni Mw3,0 eða stærri. Þetta er samkvæmt Veðurstofu Íslands.
Eldgosið í Fagradalsfjalli (hluti af Krýsuvík-Trölladyngja eldstöðvarkerfinu) hefur ekki verið virkt síðan 19-September-2021 og það eru engin merki þess að eldgosið sé að fara byrja aftur á næstunni. Global Volcanism Program vefsíðan uppfærir ekki lengur stöðuna á eldgosinu í sínu vikulega yfirliti. Jarðvísindamenn á Íslandi hafa hinsvegar ekki lýst því yfir að eldgosinu sé lokið. Það ætti hinsvegar að reikna með því að eldgosinu í Fagradalsfjalli sé lokið í bili, þó að eldgosið geti hafist aftur á sama stað þarna eða byrjað á nýjum stað á þessu svæði án mikils fyrirvara eftir nokkrar vikur og jafnvel eftir nokkur ár.
Samþykki fyrir vefköku
Þessi vefsíða notar kökur til þess að muna stillingar og muna eftir stillingum. Þegar þú samþykkir kökur þá samþykkir þú allar kökur frá þessari vefsíðu.
This website uses cookies to improve your experience while you navigate through the website. Out of these cookies, the cookies that are categorized as necessary are stored on your browser as they are essential for the working of basic functionalities of the website. We also use third-party cookies that help us analyze and understand how you use this website. These cookies will be stored in your browser only with your consent. You also have the option to opt-out of these cookies. But opting out of some of these cookies may have an effect on your browsing experience.
Necessary cookies are absolutely essential for the website to function properly. This category only includes cookies that ensures basic functionalities and security features of the website. These cookies do not store any personal information.
Any cookies that may not be particularly necessary for the website to function and is used specifically to collect user personal data via analytics, ads, other embedded contents are termed as non-necessary cookies. It is mandatory to procure user consent prior to running these cookies on your website.