Í morgun klukkan 07:20 þann 6-Nóvember-2021 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,0 í eldstöðinni Bárðarbungu. Það varð hrina lítilla jarðskjálfta bæði fyrir og eftir stóra jarðskjálftann.
Þessi jarðskjálftavirkni sýnir að eldstöðin Bárðarbunga heldur áfram að þenjast út eftir eldgosið sem varð árið 2014 til 2015. Þetta bendir ekki til þess að eldgos sé að fara að hefjast. Áður en það gerist þarf meiri tíma að líða og það munu einnig verða fleiri jarðskjálftar þarna áður en það gerðist.