Þessi jarðskjálftavirkni er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð.
Ég venjulega skrifa ekki grein svona seint nema að það sé eitthvað mjög sérstakt og mikilvægt.
Jarðskjálftavirknin sem er núna í eldstöðinni Kötlu virðist vera af þeirri gerðinni að það er nauðsynlegt að skrifa stutta grein um stöðu mála. Klukkan 00:46 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,6 (þetta er yfirfarin stærð en gæti breyst við frekari yfirferð hjá Veðurstofu Íslands á morgun) í eldstöðinni Kötlu. Í kjölfarið hafa komið nokkrir minni jarðskjálftar. Jarðskjálftavirknin núna er ennþá mjög lítil og fáir jarðskjálftar að koma fram og það er möguleiki að ekkert meira gæti gerst.
Ég veit ekki hvort að þetta þýðir að eldgos sé að fara að gerast eða hvort að þetta er bara hefðbundin jarðskjálftavirkni í Kötlu. Það eru núna komin 104 ár síðan síðasta stóra eldgos varð í Kötlu og staðan núna er óljós. Ef eitthvað meira gerist. Þá mun ég skrifa um það á morgun. Það eru góðar líkur á því að ekkert meira getur gerst í þessari jarðskjálftavirkni en það er nauðsynlegt að fylgjast með ef það verða snöggar breytingar.