Breyting á jarðskjálftavirkninni við Herðubreið

Í fyrradag (24-Október-2022) varð breyting á jarðskjálftavirkninni í kringum fjallið Herðubreið. Ég veit ekki ennþá hvenær hvenær þessi breyting átti sér stað á jarðskjálftavirkninni en gerðist nokkrum klukkustundum áður en ég varð breytingarinnar varð. Breytingin sem varð virðist vera sú að núna er jarðskjálftahrinan á tveimur stöðum frekar en einum stað. Seinni breytingin er sú að jarðskjálftahrinan virðist vera vaxandi þegar þessi grein er skrifuð. Þegar þessi grein er skrifuð, þá eru allir jarðskjálftarnir sem hafa komið fram mjög litlir og enginn af þeim hefur náð stærðinni Mw3,0 ennþá. Það gæti þó breyst án viðvörunnar. Dýpi þessara jarðskjálfta er í kringum 2 til 3 km þegar þessi grein er skrifuð.

Tveir hópar af rauðum punktum vestan og norðan við Herðubreið sýnir jarðskjálftahrinuna austan við Öskju og sunnan við Herðubreiðartögl
Jarðskjálftavirknin austan við Öskju í Herðubreið. Mynd frá Veðurstofu Íslands.

Hvað gerist næst er ekki hægt að segja til um. Eldgos á þessu svæði hefur ekki gerst í að minnsta kosti 12.000 ár og hugsanlega lengur. Ég veit ekki hvort að þarna þarf að verða mjög kröftug jarðskjálftavirkni til þess að eldgos verði. Svæðið er nú þegar mjög sprungið frá landreki og síðan eldri jarðskjálftahrinum sem þarna hafa orðið áður. Það gerir kvikunni mögulega fært á að komast ofar í jarðskorpuna án mikilla vandamála. Það er allavegana ein hugmynd um stöðu mála á þessu svæði. Það er möguleiki að ég hafi rangt fyrir mér, þar sem ég hef ekki upplýsingar um hvernig jarðskorpan er þarna nákvæmlega í kringum Herðubreið.