Jarðskjálfti með stærðina Mw4,0 suð-austan við Grímsey

Síðustu nótt (27-Október-2022) varð klukkan 02:13 jarðskjálfti með stærðina Mw4,0 suð-austan við Grímsey á Tjörnesbrotabeltinu. Þessi jarðskjálfti fannst í Grímsey og á Akureyri. Í kjölfarið komu nokkrir minni eftirskjálftar.

Græn stjarna suð-austan við Grímsey sem sýnir staðsetningu jarðskjálftans úti á Tjörnesbrotabeltinu. Talsvert af rauðum og bláum punktum sem sýna eldri jarðskjáfta á svæðinu.
Jarðskjálftinn á Tjörnesbrotabeltinu. Mynd frá Veðurstofu Íslands.

Það er góður möguleiki á frekari jarðskjálftavirkni á þessu svæði. Þar sem þessi jarðskjálftavirkni virðist vera tengd eða áframhald af jarðskjálftahrinunni sem hófst þann 8-September-2022.