Jarðskjálftahrina í Tjörnesbrotabeltinu

Í dag (18. Desember 2023) varð jarðskjálftahrina í Tjörnesbrotabeltinu og stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,4 klukkan 08:06 og fannst í Húsavík, Akureyri og Grímsey samkvæmt fréttum. Aðrir jarðskjálftar í þessari jarðskjálftahrinu voru minni að stærð.

Græn stjarna suður-austur af Grímsey ásamt minni punktum sem sýnir jarðskjálftavirknina þar.
Jarðskjálftavirknin á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinur er mjög algengar á þessu svæði og stórir jarðskjálftar verða þarna mjög reglulega. Þessari jarðskjálftavirkni virðist vera lokið.

Jarðskjálftahrina austur af Grímsey

Í dag (9. Desember 2023) klukkan 11:09 til 12:19 varð jarðskjálftahrina austan af Grímsey. Þetta var lítil jarðskjálftahrina og stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina Mw3,0.

Græn stjarna og rauðir punktar austur af Grímsey úti í sjó.
Jarðskjálftahrina austan við Grímsey. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það verða oft jarðskjálftahrinur á þessu svæði á Tjörnesbrotabeltinu. Stórar jarðskjálftahrinur verða þarna á nokkura ára fresti. Tíminn á milli svona stórra jarðskjálftahrina er misjafn. Það er ekki hægt að segja til um það hvort að það sé tilfellið núna.

Jarðskjálftahrina austan við Grímsey

Í gær (23. Maí 2023) klukkan 19:22 hófst jarðskjálftahrina austan við Grímsey. Stærsti jarðskjálftinn sem hefur komið fram ennþá var með stærðina Mw3,8 þegar þessi grein er skrifuð. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi. Stærsti jarðskjálftinn fannst á Akureyri og öðrum bæjum á norðurlandi.

Græn stjarna, ásamt rauðum og gulum punktum sem sýna minni jarðskjálfta á þessu svæði. Einnig sem það eru bláir og appelsínugulir punktar á öðrum svæðum á kortinu. Tími kortsins er 24. Maí. 23 18:40.
Jarðskjálftahrina austan við Grímsey. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hafa mælst í kringum 130 jarðskjálftar á þessu svæði. Þessi jarðskjálftahrina gæti aukist án viðvörunar eins og gerist stundum á þessu svæði. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær þessi jarðskjálftahrina endar. Ég var aðeins lengur að skrifa þessa grein en venjulega, þar sem ég er að reyna að koma inn smá fríi hjá mér (auk þess sem ég geri aðra hluti) frá jarðfræði næstu daga. Hvernig það mun ganga á eftir að koma í ljós.

Ég ætla að benda á að ég er búinn að setja upp síðu þar sem ég hef tekið saman nokkur svæði með mælingum frá Veðurstofu Íslands.

Órói á SIL stöðvum á Íslandi

Ég er einnig með minn eigin jarðskjálftamæli sem mælir jarðskjálfta. Ég er að vinna í lausnum á því að koma aftur upp jarðskjálftamælingum á Íslandi en það tekur sinna tíma vegna þeirra tæknilegu lausna sem ég þarf að leysa úr áður en það verður hægt á ný.

Jarðskjálftagröf

Jarðskjálftahrina vestur af Grímsey

Í dag (18. Apríl 2023) klukkan 07:59 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,2 um 36 km vestur af Grímsey. Þessi jarðskjálfti fannst á Akureyri og Siglurfirði.

Vestur af Grímsey er græn stjarna ásamt rauðum og appelsínugulum punktum sem sýnir staðsetningu jarðskjálftahrinunnar. Tíminn á kortinu er 18.apr.23 14:05
Jarðskjálftahrinan vestur af Grímsey. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þegar þessi grein er skrifuð. Þá er jarðskjálftahrinan ennþá í gangi og það er hætta á stórum jarðskjálfta á þessu svæði. Í Júní 2020 varð stór jarðskjálftahrina þarna og þá varð stærsti jarðskjálftinn með stærðina Mw5,8.

Jarðskjálftahrina 43 km vestur af Grímsey

Minniháttar jarðskjálftahrina hefur verið í gangi um 43 km vestur af Grímsey. Stærstu jarðskjálftarnir fundust ekki vegna fjarlægðar frá byggð. Jarðskjálftahrinan er á svæði sem er við norður jarðar sigdals sem er þarna og nær suður fyrir Akureyri. Hvar sigdalurinn endar er óljóst.

Grænar stjörnur um 43 km norður-vestur af Grímsey. Þetta er langt norður af Akureyri. Þetta er kort frá því klukkan 23:00 þann 5. Apríl.
Jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina Mw3,5. Á þessu svæði varð mjög stór jarðskjálftahrina í Júní 2020. Þá komu fram jarðskjálftar með stærðina Mw5,8 sem fundust yfir stórt svæði á norðurlandi. Það verða oft stórar jarðskjálftahrinur í þessum sigdal. Hversu oft það gerist veit ég ekki. Það er hugsanlegt að þarna verði fleiri jarðskjálftar án viðvörunnar. Þar sem þetta er langt frá landi, þá er erfitt að mæla litla jarðskjálfta sem verða þarna.

Jarðskjálftahrina austan við Grímsey á Tjörnesbrotabeltinu

Í gær (9. Mars 2023) og í dag (10. Mars 2023) var jarðskjálftahrina austan við Grímsey á Tjörnesbrotabeltinu. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,8 en aðrir jarðskjálftar hafa verið minni að stærð. Það hafa komið fram í kringum 40 til 60 jarðskjálftar fram þegar þessi grein er skrifuð. Það þýðir að þetta er frekar lítil jarðskjálftahrina miðað við þetta svæði á Tjörnesbrotabeltinu.

Græn stjarna austan við Grímsey ásamt rauðum punktum sem sýna minni jarðskjálftana sem hafa einnig orðið á sama svæði. Kortið er frá því klukkan 20:15 þann 10. Mars 2023.
Jarðskjálftavirknin austan við Grímsey. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð. Það er ekki hægt að segja til um það hvort að þarna verði stærri jarðskjálfti.

Jarðskjálfti suður af Kolbeinsey

Í gær (10. Febrúar 2023) klukkan 16:23 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 rétt um 41 km suður af eldstöðinni Kolbeinsey. Þessi jarðskjálfti varð í Tjörnesbrotabeltinu.

Græn stjarna og gulir punktar suður af Kolbeinsey. Þetta er út í sjó.
Jarðskjálftavirknin suður af Kolbeinsey. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálfti var langt frá landi og langt frá byggð og fannst því ekki.

Jarðskjálfti með stærðina Mw3,2 á Tjörnesbrotabeltinu

Í dag (3-Nóvember-2022) klukkan 11:06 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,2 á Tjörnesbrotabeltinu. Þessi jarðskjálfti varð talsverða fjarlægð frá landi. Þessi jarðskjálfti virðist einnig vera hluti af jarðskjálftavirkni á þessu svæði og á Tjörnesbrotabeltinu. Þarna virðist vera stöðug jarðskjálftahrina eins og er.

Græn stjarna suður af Grímsey og talsvert langt frá landi sýnir staðsetningu stærsta jarðskjálftans. Einnig eru nokkrir rauðir punktar hér og þar sem sýna minni jarðskjálfta á Tjörnesbrotabeltinu.
Jarðskjálftavirknin á Tjörnesbrotabeltinu. Mynd frá Veðurstofu Íslands.

Það er erfitt að vita hvað þessi jarðskjálftavirkni þýðir, ef þessi jarðskjálftavirkni þýðir þá eitthvað. Það er orðið mjög langt síðan það varð mjög stór jarðskjálfti á Tjörnesbrotabeltinu á þessu svæði. Jarðskjálftar á þessu svæði geta náð stærðinni Mw7,0 en það er bara eftir mjög langt tímabil þegar ekkert hefur gerst. Oftast verða jarðskjálftar þarna með stærðina Mw6,0 og aðeins stærri.

Jarðskjálfti með stærðina Mw4,0 suð-austan við Grímsey

Síðustu nótt (27-Október-2022) varð klukkan 02:13 jarðskjálfti með stærðina Mw4,0 suð-austan við Grímsey á Tjörnesbrotabeltinu. Þessi jarðskjálfti fannst í Grímsey og á Akureyri. Í kjölfarið komu nokkrir minni eftirskjálftar.

Græn stjarna suð-austan við Grímsey sem sýnir staðsetningu jarðskjálftans úti á Tjörnesbrotabeltinu. Talsvert af rauðum og bláum punktum sem sýna eldri jarðskjáfta á svæðinu.
Jarðskjálftinn á Tjörnesbrotabeltinu. Mynd frá Veðurstofu Íslands.

Það er góður möguleiki á frekari jarðskjálftavirkni á þessu svæði. Þar sem þessi jarðskjálftavirkni virðist vera tengd eða áframhald af jarðskjálftahrinunni sem hófst þann 8-September-2022.

Jarðskjálftahrina norður af Grímsey

Í dag (19-Október-2022) klukkan 10:26 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,8 norður af Grímsey. Síðan klukkan 11:58 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,3 á sama stað. Ég veit ekki hvort að þessir jarðskjálftar fundust í byggð. Jarðskjálftahrina minni jarðskjálfta varð á sama stað. Þegar þessi grein er skrifuð, þá er þessi jarðskjálftahrina ennþá í gangi.

Jarðskjálftahrina norður af Grímsey þar sem tvær grænar stjörnur eru á sama stað ásamt fullt af rauðum punktum. Þetta er út í sjó.
Jarðskjálftavirknin norður af Grímsey. Mynd frá Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni er væntanlega framhald af jarðskjálftavirkni sem varð á sama stað í September. Ég veit ekki hvort að þarna muni verða fleiri stórir jarðskjálftar en það er möguleiki.