Minniháttar jarðskjálftahrina norð-austan við Grímsey

Í gær (1-Mars-2021) varð minniháttar jarðskjálftahrina norð-austan við Grímsey. Stærsti jarðskjálftinn varð klukkan 19:53 og var með stærðina Mw3,3. Það er möguleiki á að þarna sé að hefjast ný jarðskjálftahrina en jarðskjálftahrinur á Tjörnesbrotabeltinu fara oft mjög hægt af stað. Jarðskjálftahrinur eru mjög algengar á þessu svæði.

Jarðskjálftahrina norð-austan við Grímsey, ein græn stjarna og nokkrir rauðir og gulir punktar sem tákna minni jarðskjálfta sem þarna urðu
Jarðskjálftavirknin norð-austan við Grímsey. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er alltaf möguleiki á sterkari jarðskjálftahrinu á þessu svæði. Núverandi jarðskjálftavirkni hefur verið lítil og það er möguleiki á að ekkert meira muni gerast þarna. Þessi jarðskjálftahrina tengist ekki því sem er að gerast á Reykjanesskaga.

Næsta grein um jarðskjálftavirknina á Reykjanesskaga verður á morgun (2-Mars-2021) ef ekkert meiriháttar gerist.

Jarðskjálftahrina austur af Grímsey

Þann 4-Febrúar-2021 hófst jarðskjálftahrina austur af Grímsey á Tjörnesbrotabeltinu. Þetta hefur ekki verið mjög stór jarðskjálftahrina þar sem flestir jarðskjálftanir voru með stærðina Mw0,0 til Mw3,0. Stærsti jarðskjáfltinn varð klukkan 20:20 þann 9-Febrúar-2021. Eftir að sá jarðskjálfti varð dró verulega úr jarðskjálftavirkni á þessu svæði.

Jarðskjálftavirknin austan við Grímsey er sýnd með bláum og appelsínugulum punktum á kortinu
Jarðskjálftavirknin austan við Grímsey. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni er algeng á þessu svæði og þarna varð mjög mikil jarðskjálftavirkni árið 2020 á Tjörnesbrotabeltinu.

Lítil jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu suð-austur af Grímsey

Í gær (02-Desemeber-2020) varð lítil jarðskjálftahrina suð-austur af Grímsey. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,1. Þessi jarðskjálftahrina var mjög lítil. Það er hinsvegar norðan stormur í gangi og hefur sá stormur dregið úr næmni jarðskjálftamælinga á þessu svæði og öllu Íslandi síðan á Mánudaginn (30-Nóvember-2020).


Jarðskjálftavirknin á Tjörnesbrotabeltinu í gær. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það svæði þar sem jarðskjálftar urðu í gær er annað svæði en það sem hafði stóru jarðskjálftahrinuna í Júní 2020 þar sem stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina Mw6,0. Það er erfitt að segja til um það hvort að það verður meiri jarðskjálftavirkni á þessu svæði.

Jarðskjálfti varð 3 km norður austur af Húsavík í gærkvöldi

Í gærkvöldi (17-Október-2020) klukkan 22:02 varð jarðskjálfti 3 km norð-austur af Húsavík. Það komu fram nokkrir minni jarðskjálftar í kjölfarið. Stærsti jarðskjálftinn fannst á Húsavík og ekkert tjón var tilkynnt vegna jarðskjálftans.


Jarðskjálftinn við Húsavík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta ákveðna svæði af Flateyjar – Húsavíkur misgenginu hefur ekki haft neina jarðskjálftavirkni fyrr en jarðskjálftinn varð í gærkvöldi. Þessi jarðskjálftavirkni tengist líklega jarðskjálftahrinunni sem hófst í Júní 2020 og er ennþá í gangi. Það er ennþá mikil hætta á stórum jarðskjálfta á þessu svæði á Tjörnesbrotabeltinu.

Kröftug jarðskjálftahrina á Flatey – Húsavíkur misgenginu snemma í morgun

Í morgun (06-Október-2020) varð kröftug jarðskjálftahrina á Flatey – Húsvíkur misgingengu með sjö jarðskjálftum sem voru stærri en Mw3,0 í jarðskjálftahrinunni. Stærsti jarðskjálftinn í jarðskjálftahrinunni var með stærðina Mw4,1 en aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð. Í kringum 300 jarðskjálftar hafa komið fram þegar.


Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærstu jarðskjálftarnir fundist en ekkert tjón var tilkynnt vegna þessara jarðskjálfta. Það er möguleiki á að þessi jarðskjálftahrina sé ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð. Það er ennþá mjög mikil hætta á jarðskjálfta með stærðina Mw6,0 til Mw7,0 á þessu svæði og annarstaðar á Tjörnesbrotabeltinu vegna þessi hversu flókin misgengi eru á þessu svæði.

Aukning í jarðskjálftahrinu austan við Grímsey aðfaranótt 26-September-2020

Aðfaranótt 26-September-2020 varð aukning í jarðskjálftavirkni austan við Grímsey. Það komu fram sex jarðskjálftar sem voru stærri en Mw3,0 og stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina Mw4,3. Jarðskjálftarnir eru á svæði sem heitir Nafir og þarna er eldstöð sem hefur opinberlega ekkert nafn en er einnig kennd við Nafir. Það er engin upplýsingasíða frá Global Volcanism Program um þessa eldstöð og engar upplýsingar er að finna um hvenær þarna varð síðast eldgos. Stærstu jarðskjálftarnir fundust í Grímsey og öðrum nálægum svæðum. Samkvæmt fréttum eru íbúar Grímseyjar orðnir þreyttir á allri þessari jarðskjálftavirkni sem hefur verið í gangi á Tjörnesbrotabeltinu síðan 19-Júní-2020.


Jarðskjálftavirknin austan við Grímsey. Höfundaréttur myndarinnar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Í Febrúar 2018 varð jarðskjálfti á þessu svæði með stærðina Mw5,2 á þessu sama svæði. Það eru engin merki um að þarna sé að fara að hefjast eldgos en það er erfitt að vera viss um slíkt. Öll jarðskjálftavirknin á þessu svæði virðist vera tengd flekahreyfingum í þeim sigdal sem þarna er. Allar kvikuhreyfingar munu koma mjög greinilega fram á SIL mælinum í Grímsey og öðrum mælum sem eru þarna á norðurlandi. Það er búist við þarna verði frekari jarðskjálftavirkni og hætta er á stærri jarðskjálftum á þessu svæði. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð.

Sterk jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu – Flatey – Húsavíkurmisgenginu

Í dag (15-September-2020) klukkan 14:52 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,6 á Tjörnesbrotabeltinu í Flatey – Húsavíkur misgenginu og fannst þessi jarðskjálfti á stóru svæði og þegar þessi grein er skrifuð hefur ekki verið tilkynnt um neitt tjón.


Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu. Mynd notuð með leyfi og höfundarréttur tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Annar stærsti jarðskjálftinn varð klukkan 17:06. Þessi jarðskjálfti fannst en minna vegna minni stærðar. Þessi jarðskjálftavirkni hefur aukið hættuna á mjög stórum jarðskjálfta á þessu svæði eða nálægum misgengjum sem þarna eru. Hættan er að þarna verði jarðskjálfti með stærðina frá Mw6,0 til Mw7,1 á þessu svæði. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð.

Jarðskjálfti í gær (14-September-2020) í Tjörnesbrotabeltinu

Í gær (14-September-2020) varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,4 í Tjörnesbrotabeltinu og fannst þessi jarðskjálfti á Dalvík og Ólafsfirði. Þetta er fyrsti jarðskjálftinn með stærðina yfir Mw3,0 sem verður á þessu svæði þarna í rúmlega mánuð. Jarðskjálftahrinan á þessu svæði hefur verið í gangi allan þennan tíma en eingöngu litlir jarðskjálftar hafa komið fram.


Jarðskjálftavirknin á Tjörnesbrotabeltinu. Mynd notuð með leyfi og höfundarréttur myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan á þessu svæði hefur verið í gangi síðan 19-Júní-2020. Ég reikna ekki með það breytist og það er ennþá hætta á mjög stórum jarðskjálfta á Tjörnesbrotabeltinu.

Ný jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu (eldstöðin)

Í dag (21-Ágúst-2020) hófst jarðskjálftahrina í Tjörnesbrotabeltinu eldstöðinni. Það er óljóst hvort að hvort að þessi jarðskjálftavirkni sé vegna jarðskorpuhreyfinga á þessu svæði. Stærsti jarðskjálftinn á þessu svæði var með stærðina Mw3,2 þegar þessi grein er skrifuð. Aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram á þessu svæði hafa verið minni að stærð.


Jarðskjálftavirknin á Tjörnesbrotabeltinu (græn stjarna). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta er ný jarðskjálftahrina og tengist ekki jarðskjálftahrinunni norður af Gjögurtá. Það eru því tvær jarðskjálftahrinur að eiga sér stað á Tjörnesbrotabeltinu núna. Jarðskjálftavirknin er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð.

Tveir sterkir jarðskjálftar á Tjörnesbrotabeltinu í nótt

Aðfaranótt 8-Ágúst-2020 klukkan 03:42 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,6 á Tjörnesbrotabeltinu. Þessi jarðskjálfti fannst vel og vakti fólk uppi af svefni. Þessi jarðskjálfti virðist hafa orðið á Flateyjar – Húsvíkur misgenginu. Seinni jarðskjálfti varð klukkan 03:52 og var sá jarðskjálfti með stærðina Mw3,7 og fannst sá jarðskjálfti einnig. Ekkert tjón varð í kjölfarið á þessum jarðskjálftum. Eftir að stærstu jarðskjálftarnir áttu sér stað, þá varð hrina af minni jarðskjálftum.


Jarðskjálftavirknin á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina er sú sama og hófst þann 19-Júní-2020 og hefur verið í gangi síðan þá. Þessi jarðskjálftahrina hefur ekki verið eins kröftug eins og hún var í Júní. Það er hinsvegar varanleg hætta á jarðskjálfta með stærðina Mw7,0 á þessu svæði á meðan þessi jarðskjálftahrina er ennþá í gangi. Það er ekkert sem bendir til þess að þessi jarðskjálftahrina sé að fara að enda.