Jarðskjálftahrina austan við Grímsey á Tjörnesbrotabeltinu

Í gær (9. Mars 2023) og í dag (10. Mars 2023) var jarðskjálftahrina austan við Grímsey á Tjörnesbrotabeltinu. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,8 en aðrir jarðskjálftar hafa verið minni að stærð. Það hafa komið fram í kringum 40 til 60 jarðskjálftar fram þegar þessi grein er skrifuð. Það þýðir að þetta er frekar lítil jarðskjálftahrina miðað við þetta svæði á Tjörnesbrotabeltinu.

Græn stjarna austan við Grímsey ásamt rauðum punktum sem sýna minni jarðskjálftana sem hafa einnig orðið á sama svæði. Kortið er frá því klukkan 20:15 þann 10. Mars 2023.
Jarðskjálftavirknin austan við Grímsey. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð. Það er ekki hægt að segja til um það hvort að þarna verði stærri jarðskjálfti.