Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Kötlu

Í dag (9. Mars 2023) hófst jarðskjálftahrina í eldstöðinni Kötlu. Þessi jarðskjálftahrina er ennþá í gangi þegar þessi grein er birt og því geta upplýsingar hérna orðið úreltar á mjög skömmum tíma. Þegar þessi gein er skrifuð, þá eru stærstu jarðskjálftarnir með stærðina Mw3,3 og Mw3,4. Það er hrina minni jarðskjálfta ennþá í gangi.

Tvær grænar stjörnur í öskju Kötlu, ásamt minni jarðskjálftum sem einnig hafa orðið í Kötlu. Á kortinu er einnig Mýrdalsjökull sem er ofan á eldstöðinni Kötlu.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er erfitt að vera viss um hvað er nákvæmlega í gangi hérna en þessi jarðskjálftavirkni minnir á það sem gerðist fyrir nokkrum árum rétt áður en það urðu smágos í Kötlu. Hvort að það gerist núna veit ég ekki. Ég mun setja inn frekari upplýsingar þegar ég veit meira eða eitthvað meira gerist í Kötlu.