Jarðskjálftahrina norður af Herðubreið

Í gær (5. Mars 2023) klukkan 18:00 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,4 norður af Herðubreið. Þetta er lítil jarðskjálftahrina sem hefur verið í gangi á þessu svæði síðan í Október 2022 (eða í kringum þann mánuð).

Græn stjarna og jarðskjálftahrina norður af Herðubreið. Ásamt rauðum punktum sem eru einnig á sama svæði. Herðubreið er staðsett norð-austur af eldstöðinni Öskju. Í eldstöðinni Öskju eru einnig bláir punktar sem sýna litla jarðskjálfta á því svæði.
Jarðskjálftavirkni norður af Herðubreið. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Dýpi þessa jarðskjálfta var í kringum 4,2 km og jarðskjálftavirkni hefur verið að minnka undanfarna mánuði á þessu svæði. Ef þetta er kvika, þá er ekki mjög mikið af kviku á þessu dýpi. Jarðskjálftavirknin á þessu svæði er mjög lítil, miðað við þá jarðskjálftavirkni sem kemur fram rétt áður en eldgos verður. Það er ljóst, að ef þetta er kvika, þá er þessi kvika ekki að leita upp til yfirborðsins eins og stendur.