Síðan í Maí 2011 hefur verið jarðskjálftavirkni á svæði sem kallast Skaftafellsfjöll. Þetta er norðan við Öræfajökul og sunnan við Grímsfjall í Vatnajökli. Það virðist vera að jarðskjálftavirkni á þessu svæði sé núna varanleg. Eitthvað af þessum jarðskjálftum gætu verið ísskjálftar í Vatnajökli en flestir af þessum skjálftum eru það ekki, það sést á því dýpi sem þessir jarðskjálftar eru að eiga sér stað á.
Ég veit ekki fyrir víst hvað er að gerast þarna. Jarðskjálftavirknin sýnir hinsvegar að það er eitthvað að gerast á þessu svæði. Þetta er mín óstaðfesta skoðun er sú að þarna sé eldstöð. Þó svo að ekki séu til neinar heimildir um slíkt og kort sýna eingöngu kulnaða eldstöð á þessu svæði. Þetta er mjög líklega ekki jarðskjálftavirkni í eldstöð sem er útkulnuð, það getur gerst en er mjög ólíklegt í þessu tilfelli. Þar sem jarðskjálftavirknin á þessu svæði er mjög regluleg og hefur verið í gangi síðan í Maí 2011. Það er ískjálftavirkni á þessu svæði en þarna eru einnig að mælast jarðskjálftar á svæði þar sem enginn jökull er og á miklu dýpi í jarðskorpunni. Það er ólíklegt að þetta séu villu í mælingum. Ég reikna ekki með að þarna verði eldgos, að minnsta kosti ekki í mjög langan tíma, ef það þá gerist. Það er möguleiki á að þessi jarðskjálftavirkni hafi verið í gangi mun lengur en síðan í Maí 2011.
– Þetta er ekki skráð eða staðfest eldstöð á þessu svæði. Það breytist aðeins ef að eldgos verður og það er mjög langt í að það gerist, ef það þá gerist. Það er því mjög langt þangað til að staðfesting fæst um hugsanlega eldstöð á þessu svæði.