Í morgun (11. Mars 2023) klukkan 07:02 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 í vestari hluta öskju Kötlu. Þessi jarðskjálfti varð í brún öskju Kötlu og dýpið var 1,1 km. Þetta var bara einn jarðskjálfti þegar þessi grein er skrifuð.
Síðan þessi jarðskjálfti varð. Þá hafa ekki komið fram neinir nýjir jarðskjálftar í eldstöðinni Kötlu. Það er alltaf möguleiki á því að þessari jarðskjálftavirkni sé lokið í bili. Það hefur verið mikið um frostskjálfta síðustu klukkutíma útaf þeim kulda sem gengur núna yfir Ísland og á sumum svæðum hefur frostið verið að fara niður í -20 gráður.