Í gær (14. Mars 2023) klukkan 20:43 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,0 í eldstöðinni Öskju. Þetta er bara einn af mörgum minni jarðskjálftum sem hafa orðið í Öskju undanfarið. Í kjölfarið á þeirri þenslu sem hefur undanfarið verið í Öskju, þá hefur ekki komið fram nein aukning í jarðskjálftavirkni í Öskju. Það bendir til þess (þetta er mín persónulega skoðun) að þenslan sem er núna að eiga sér stað í Öskju muni ekki valda eldgosi. Mjög líklegt er að þenslan muni minnka og stöðvast á næstu mánuðum og jafnvel fer Askja að síga aftur. Afhverju þetta gerist á þann hátt sem það gerist er ekki eitthvað sem ég hef þekkingu á.
Það er mín persónulega skoðun að jarðskjálftavirkni í Öskju muni verða lítil næstu mánuði og jafnvel verða engin um tíma. Ég tel að ekkert muni gerast núna í Öskju. Það er hinsvegar mikilvægt að taka það fram að ég get haft rangt fyrir mér, þar sem enginn veit í raun nákvæmlega hvað gerist næst í eldstöðinni.