Fyrstu merki um næsta eldgosa tímabil í Fagradalsfjalli

Síðan í lok Febrúar 2023 hefur merkjum um að það sé farið að styttast í eldgos í Fagradadalsfjalli farið að fjölga. Þessi merki koma einnig fram í nágrenni við Fagradalsfjall. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær næsta eldgos verður í Fagradalsfjalli en síðast, þá varði tímabilið þar sem það var rólegt í um 10 mánuði. Hvort að það verður lengra eða styttra núna er ekki hægt að segja til um.

Rauðir punktar í Fagradalsfjalli, ásamt appelsínugulum punktum og í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja sem eru merktir með rauðum og appelsínugulum punktum, ásamt bláum punktum. Vestan við í eldstöðinni Reykjanes eru appelsínugulir punktar, ásamt bláum punktum.
Jarðskjálftavirknin í Fagradalsfjalli og nágrenni. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessa stundina er jarðskjálftavirknin minniháttar en það gæti breyst án nokkurs fyrirvara. Þegar þessi grein er skrifuð eru liðnir 6 mánuðir og 24 dagar síðan eldgosinu lauk í Meradölum. Ég veit ekki hvort að næsta eldgos mun hefjast með sama hætti og gerðist þegar það gaus síðast. Þar sem það er talsvert af kviku á 5 til 10 km dýpi og það breytir því hvernig svona eldgos hegða sér í jarðskorpunni.