Síðan í lok Febrúar 2023 hefur merkjum um að það sé farið að styttast í eldgos í Fagradadalsfjalli farið að fjölga. Þessi merki koma einnig fram í nágrenni við Fagradalsfjall. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær næsta eldgos verður í Fagradalsfjalli en síðast, þá varði tímabilið þar sem það var rólegt í um 10 mánuði. Hvort að það verður lengra eða styttra núna er ekki hægt að segja til um.
Þessa stundina er jarðskjálftavirknin minniháttar en það gæti breyst án nokkurs fyrirvara. Þegar þessi grein er skrifuð eru liðnir 6 mánuðir og 24 dagar síðan eldgosinu lauk í Meradölum. Ég veit ekki hvort að næsta eldgos mun hefjast með sama hætti og gerðist þegar það gaus síðast. Þar sem það er talsvert af kviku á 5 til 10 km dýpi og það breytir því hvernig svona eldgos hegða sér í jarðskorpunni.