Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu

Í dag (19. Mars 2023) klukkan 14:59 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 í eldstöðinni Bárðarbungu. Þetta er hefðbundin jarðskjálftavirkni og tengist innflæði kviku inn í Bárðarbungu eftir að eldgosinu lauk þar árið 2015.

Vatnajökull og í norður-vestur hluta hans er græn stjarna og rauður punktur sem sýnir jarðskjálftavirknina í eldstöðinni Bárðarbungu.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Svona jarðskjálftar verða í Bárðarbungu einu sinni til tvisvar á mánuði og síðan verður jarðskjálfti með stærðina sem nær þriggja til fjögurra mánaða fresti. Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu er að minnka eftir því sem lengra líður frá lokum eldgossins en það munu væntanlega líða nokkur ár þangað til að þessi jarðskjálftavirkni hættir alveg.

One Reply to “Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu”

Lokað er fyrir athugasemdir.