Fyrr í þessari viku hófst jarðskjálftahrina í Brennisteinsfjöllum (einnig þekkt sem Bláfjöll). Jarðskjálftahrinan er í suðurhluta Brennisteinfjalla nærri Hlíðarvatni og er á vestur-austur misgengi virðist vera. Það hafa eingöngu orðið litlir jarðskjálftar í þessari jarðskjálftahrinu og stærðir jarðskjálfta hafa verið frá Mw0,0 til Mw2,3 þegar þessi grein er skrifuð. Eftir því sem liðið hefur á vikuna hefur jarðskjálftavirknin færst á eitt hringlaga svæði, miðað við núverandi jarðskjálftavirkni. Það bendir sterklega til þess að kvika sé ástæða þess að þarna sé jarðskjálftavirkni núna.
Þegar þessi grein er skrifuð. Þá er jarðskjálftahrinan of lítil til þess að koma af stað eldgosi. Þar sem jarðskorpan er köld og því getur kvikan ekki farið um einfaldlega innan jarðskorpunnar. Dýpi jarðskjálftahrinunnar er núna í kringum 5 til 7 km þegar þessi grein er skrifuð og hefur lítið breyst yfir vikuna. Það sem ekki sést ennþá á vefsíðunni Skjálfta-lísu. Þá er möguleiki á því að jarðskjálftahrinan hafi farið að færast aðeins austar frá því sem var þegar þessi jarðskjálftavirkni hófst. Það er möguleiki á því að þessi jarðskjálftavirkni stöðvist, eitthvað sem gerist oft þegar nýtt eldgosatímabil er að hefjast í eldstöðvum.