Í dag (5-Júlí 2024) varð jarðskjálftahrina í Brennisteinsfjöllum. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,1 klukkan 07:17 og fannst í Reykjavík og á nálægum svæðum.
Þegar þessi grein er skrifuð. Þá virðist sem að þessari jarðskjálftahrinu sé lokið. Þessi jarðskjálftahrina gæti alltaf byrjað aftur, þar sem jarðskjálftavirkni er mjög algeng þarna.
Í gær (25-Júní 2024) klukkan 17:07 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 í Brennisteinsfjöllum á svæði nærri Bláfjallarskála. Nærri skíðasvæðinu sem er þarna.
Þessi jarðskjálfti var hluti af lítilli jarðskjálftahrinu á sama svæði. Það hefur aftur dregið úr þessari virkni á þessu svæði.
Í gær (26. Janúar 2024) og í dag (27. Janúar 2024) varð jarðskjálftavirkni í Brennisteinsfjöllum, á svæðinu við Bláfjöll. Fyrri jarðskjálftinn var með stærðina Mw2,4 klukkan 22:54 þann 26. Janúar 2024 og seinni jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,1 þann 27. Janúar 2024 klukkan 05:28 UTC. Það urðu síðan litlir jarðskjálftar síðar í dag en þeirri jarðskjálftavirkni er lokið þegar þessi grein er skrifuð.
Jarðskjálftavirknin ber þess merki að vera kvikuhreyfingar, þá sérstaklega jarðskjálftarnir með stærðina Mw2,4 og Mw3,1. Meðal þeirra hreyfinga var talsverð lóðrétt hreyfing sem kom fram í jarðskjálftunum og lágtíðnimerki í jarðskjálftanum sem gerist nær eingöngu þegar kvika býr til jarðskjálfta. Á þessum tímapunkti, þá reikna ég ekki með því að eldgos verði á næstunni í Brennisteinsfjöllum. Það er hinsvegar hugsanlegt að kvika sé farin að safnast saman í Brennisteinsfjöllum. Það mun líklega taka nokkur ár áður en eldgos verður á þessu svæði, það gæti jafnvel tekið nokkra áratugi áður en nokkurt alvarlegt gerist.
Ég afsaka hversu seint þessi grein kemur en ég var að flytja til Íslands frá Danmörku og það var talsvert stór flutningur hjá mér. Ég hef því verið mjög þreyttur eftir þennan flutning.
Sunnudaginn, 24. September 2023 hófst jarðskjálftahrina við Geitarfell í Brennisteinsfjöllum. Stærstu jarðskjálftanir voru með stærðina Mw3,0 til Mw3,2. Á þessu sama svæði kom einnig fram hrina af litlum jarðskjálftum.
Það voru engin skammtímamerki um það að þarna færi að gjósa á þessu svæði. Ég veit ekki hvenær það gaus á þessu svæði síðast en ljóst er að það varð fyrir meira en 6000 árum síðan.
Jarðskjálftagröf
Þar sem ég er fluttur aftur til Íslands. Þá er ég byrjaður að mæla jarðskjálfta aftur. Jarðskjálftagröfin ættu að tengjast á internetið á morgun (ef engar tafir verða). Það er hægt að fylgjast með þeim hérna, þegar þau eru kominn aftur á internetið.
Nóttina þann 26. Ágúst 2023 varð kvikuinnskot í eldstöðinni Brennisteinsfjöllum. Þetta kvikuinnskot kom fram með fjöldanum af litlum jarðskjálftum þarna en flestir jarðskjálftarnir náðu ekki stærðinni Mw1,0. Það sem segir mér að þarna sé kvikuinnskot á ferðinni er að dýpi jarðskjálftanna er niður á 21,1 km dýpi þar sem það er mest. Það er áhugavert að í þessari jarðskjálftavirkni er mjög mikið af yfirborðsjarðskjálftum. Ég er ekki viss af hverju það er að gerast.
Það er engin hætta á eldgosi frá Brennisteinsfjöllum eins og er. Jarðskjálftavirknin er ennþá mjög lítil og augljóst að ferlið í Brennisteinsfjöllum sem kemur af stað eldgosi er ekki komið mjög langt á veg til þess að eldgos geti átt sér stað. Það gæti samt breyst án mikils fyrirvara.
Í dag (13. Apríl 2023) hefur verið lítil jarðskjálftahrina í suðurhluta Brennisteinsfjalla. Fyrir nokkrum vikum síðan var einnig jarðskjálftahrina á sama svæði. Sú jarðskjálftahrina var einnig mjög lítil að stærð. Það sem hefur helst breyst núna er að dýpi jarðskjálftahrinunnar er farið úr 7 km og upp í 3 km virðist vera. Þetta er miðað við núverandi jarðskjálftagögn.
Þessi jarðskjálftavirkni bendir til þess að kvika sé á ferðinni þarna. Það er mín skoðun að kvika sé að troða sér þarna upp. Það mun taka talsverðan tíma, mjög líklega nokkrar vikur. Þar sem ekki er hægt að segja til um gerð jarðskorpunnar á þessu svæði. Ég sá mjög svipað gerast áður en það fór að gjósa í Bárðarbungu árið 2014. Þá tók það kvikuna um þrjá mánuði að brjóta sér leið upp í gegnum jarðskorpuna og þá komu fram svona smáskjálftar eins og sjást núna í Brennisteinsfjöllum. Það er engin leið að vita hversu langan tíma þetta mun taka, þar sem gerð jarðskorpunnar á þessu svæði er ekki þekkt, nema rétt svo efsta lag jarðskorpunnar. Það er mín skoðun að það þurfi að fylgjast með þessari jarðskjálftavirkni, vegna mögulegrar hættu á eldgosi á þessu svæði. Þetta er beint norður af vatni sem er þarna og ef það fer að gjósa, þá er hugsanlegt að hraunið fari beint út í vatnið og valdi vandræðum.
Það er hægt að skoða jarðskjálftahrinuna í hærri upplausn hérna á Skjálfta-Lísu, vef Veðurstofu Íslands.
Fyrr í þessari viku hófst jarðskjálftahrina í Brennisteinsfjöllum (einnig þekkt sem Bláfjöll). Jarðskjálftahrinan er í suðurhluta Brennisteinfjalla nærri Hlíðarvatni og er á vestur-austur misgengi virðist vera. Það hafa eingöngu orðið litlir jarðskjálftar í þessari jarðskjálftahrinu og stærðir jarðskjálfta hafa verið frá Mw0,0 til Mw2,3 þegar þessi grein er skrifuð. Eftir því sem liðið hefur á vikuna hefur jarðskjálftavirknin færst á eitt hringlaga svæði, miðað við núverandi jarðskjálftavirkni. Það bendir sterklega til þess að kvika sé ástæða þess að þarna sé jarðskjálftavirkni núna.
Þegar þessi grein er skrifuð. Þá er jarðskjálftahrinan of lítil til þess að koma af stað eldgosi. Þar sem jarðskorpan er köld og því getur kvikan ekki farið um einfaldlega innan jarðskorpunnar. Dýpi jarðskjálftahrinunnar er núna í kringum 5 til 7 km þegar þessi grein er skrifuð og hefur lítið breyst yfir vikuna. Það sem ekki sést ennþá á vefsíðunni Skjálfta-lísu. Þá er möguleiki á því að jarðskjálftahrinan hafi farið að færast aðeins austar frá því sem var þegar þessi jarðskjálftavirkni hófst. Það er möguleiki á því að þessi jarðskjálftavirkni stöðvist, eitthvað sem gerist oft þegar nýtt eldgosatímabil er að hefjast í eldstöðvum.
Í morgun (7. Janúar 2023) varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Brennisteinsfjöllum. Þeir jarðskjálftar sem komu fram hafa verið litlir að stærð og stærstu jarðskjálftarnir samkvæmt sjálfvirkri mælingu voru með stærðina Mw1,0. Dýpi þessar jarðskjálftahrinu var frá 7 km og til 9,5 km dýpi. Lesa áfram „Jarðskjálftahrina í Brennisteinsfjöllum“
Í dag (21-Október-2022) varð jarðskjálftahrina í Brennisteinsfjöllum. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,0 og varð klukkan 10:23. Jarðskjálftahrinan er hugsanlega búin en það er erfitt að vera viss.
Það er mjög líklegt að hérna sé eingöngu um að ræða jarðskjálftavirkni vegna jarðskorpuhreyfinga. Það er hinsvegar vert að benda á það að sú eldgosavirkni sem hefur verið í Fagradalsfjalli (nýjasta eldstöð Íslands) mun færast austur á Reykjanesskaga. Hversu hratt það gerist og hvenær það gerist er ekki þekkt. Það er vegna skorts á heimildum og síðan eru ritaðar heimildir frá því fyrir 700 til 900 árum síðan mjög fáar og mjög ótraustar vegna skorts á smáatriðum og nákvæmni í besta falli.
Samþykki fyrir vefköku
Þessi vefsíða notar kökur til þess að muna stillingar og muna eftir stillingum. Þegar þú samþykkir kökur þá samþykkir þú allar kökur frá þessari vefsíðu.
This website uses cookies to improve your experience while you navigate through the website. Out of these cookies, the cookies that are categorized as necessary are stored on your browser as they are essential for the working of basic functionalities of the website. We also use third-party cookies that help us analyze and understand how you use this website. These cookies will be stored in your browser only with your consent. You also have the option to opt-out of these cookies. But opting out of some of these cookies may have an effect on your browsing experience.
Necessary cookies are absolutely essential for the website to function properly. This category only includes cookies that ensures basic functionalities and security features of the website. These cookies do not store any personal information.
Any cookies that may not be particularly necessary for the website to function and is used specifically to collect user personal data via analytics, ads, other embedded contents are termed as non-necessary cookies. It is mandatory to procure user consent prior to running these cookies on your website.