Jarðskjálftahrina í Brennisteinsfjöllum

Ég afsaka hversu seint þessi grein kemur en ég var að flytja til Íslands frá Danmörku og það var talsvert stór flutningur hjá mér. Ég hef því verið mjög þreyttur eftir þennan flutning.

Sunnudaginn, 24. September 2023 hófst jarðskjálftahrina við Geitarfell í Brennisteinsfjöllum. Stærstu jarðskjálftanir voru með stærðina Mw3,0 til Mw3,2. Á þessu sama svæði kom einnig fram hrina af litlum jarðskjálftum.

Gulir punktar við Geitarfell í Brennisteinsfjöllum, sem er við suðurhluta Breinnsteinsfjalla. Það er einnig mikil önnur jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaganum núna. Grænar stjörnur við Svartsengi og síðan Kleifarvatn.
Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga, gulir punktar sýna jarðskjálftana við Geitarfell í suðurhluta Brennisteinsfjalla. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það voru engin skammtímamerki um það að þarna færi að gjósa á þessu svæði. Ég veit ekki hvenær það gaus á þessu svæði síðast en ljóst er að það varð fyrir meira en 6000 árum síðan.

Jarðskjálftagröf

Þar sem ég er fluttur aftur til Íslands. Þá er ég byrjaður að mæla jarðskjálfta aftur. Jarðskjálftagröfin ættu að tengjast á internetið á morgun (ef engar tafir verða). Það er hægt að fylgjast með þeim hérna, þegar þau eru kominn aftur á internetið.