Jarðskjálftahrina norður af Grindavík

Í dag (18. September 2023) þá hófst jarðskjálftahrina norður af Grindavík. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw2,7 og fannst í Grindavík samkvæmt Veðurstofu Íslands. Stefna þessar jarðskjálftavirkni er Suður-vestur til Norður-austur og liggur undir Grindavíkurveg til Grindavíkur.

Jarðskjálftavirknin norður af Grindavík sýnd með appelsínugulum punktum á korti frá því í dag (18. September 2023).
Jarðskjálftavirknin norður af Grindavík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ljóst að kvikuinnskot er að eiga sér stað þarna. Þessi staðsetning er mjög slæm, þar sem þarna eru innviðir sem tengjast og eru nauðsynlegir Grindavíkurbæ. Þarna er heitt og kalt vatn, auk þess sem rafmagn fer þarna um eða á nálægu svæði. Eldgos á þessu svæði mundi verða stór hættulegt og stórt vandamál. Það er ekkert sem bendir til þess að þarna sé að fara að gjósa eins og er og ekkert sem bendir til þess að kvika sé farin að leita sér að leið upp á yfirborðið.