Í gær (15. September 2023) varð jarðskjálftahrina í Fagradalsfjalli. Þessi jarðskjálftahrina var ekki í fréttunum þar sem þetta voru allt saman jarðskjálftar sem voru minni en Mw1,0 að stærð. Þessir jarðskjálftar fundust ekki hjá fólki sem stendur á eldfjallinu vegna dýpis. Ég veit ekki hvort að þessi jarðskjálftahrina er hætt, þar sem þessir jarðskjálftar koma ekki inn sjálfkrafa og sjást eingöngu eftir að Veðurstofan er búin að fara yfir gögnin handvirkt.
Það er mín skoðun að næsta eldgos í Fagradalsfjalli verði hugsanlega á milli Nóvember til Febrúar 2024 ef þetta stig af jarðskjálftavirkni og kvikuinnskotum heldur áfram í Fagradalsfjalli með þessum sama hraða og hefur verið undanfarið. Það hefur gerst í undanfara fyrir eldri eldgos að í tímabili með mikilli jarðskjálftavirkni þá kemur langt tímabil með lítilli virkni. Ég veit ekki afhverju það gerist, þetta er það sem ég hef séð gerast. Ég veit ekki hvort að það hefur orðið breyting á þessu eftir síðasta eldgos í Fagradalsfjalli. Það er hinsvegar möguleiki sem ætti ekki að vera útilokaður.